Super Bowl-hetjan fékk pallbílinn sem Tom Brady vann Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 11:30 Ekki amalegur pallbíll. mynd/instagramsíða Patriots Þó Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, hafi verið langbesti leikmaðurinn í Super Bowl á dögunum sem Patriots vann, 28-24, í einum besta úrslitaleik sögunnar, þá var engin spurning um hver var hetja Patriots-liðsins. Bakvörðurinn ungi, Malcolm Butler, sem byrjaði leikinn á bekknum, komst inn í síðustu sendingu Russells Wilsons, leikstjórnanda Seattle Seahawks, á ótrúlegan hátt og vann leikinn fyrir New England. Tom Brady var eðlilega kjörinn besti leikmaður Super Bowl eða MVP og fékk fyrir það glænýjan, rauðan Chevrolet Colorado pallbíl. Rosalegar lokamínútur í Super Bowl 49: „Mig langar mikið að gefa Malcolm bílinn. Ég ætla að finna út leið til þess að gera það,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali daginn eftir Ofurskálina. Vandamálin voru aðalega skattalegs eðlis. Brady hefur lítið að gera við 2,6 milljóna króna pallbíl þar sem hann og konan hans, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen, eru metin á 410 milljónir dala eða 54 milljarða króna. Brady fékk átta milljónir dala í grunnlaun fyrir síðasta tímabil eða einn milljarð króna á meðan Butler, sem er nýliði, var á lægsta samning sem fyrir finnst í NFL-deildinni. Hann fékk 510 þúsund dali fyrir sín störf eða 67 milljónir króna. Brady varð að ósk sinni í gær þegar Chevrolet-umboð eitt í Boston afhenti Butler pallbílinn við mikla hrifningu leikmannsins unga sem er nú spáð glæstri framtíð í NFL-deildinni. Nú er hann búinn að fá frían bíl og svo er talað um það í Boston að hann muni aldrei þurfa að borga fyrir drykk aftur á bar þar í borg á meðan hann lifir. Alltaf að spara. Tom Brady's Super Bowl MVP Chevy Truck now has a new owner: Malcolm Butler. A photo posted by New England Patriots (@patriots) on Feb 10, 2015 at 2:20pm PST NFL Tengdar fréttir Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30 Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30 Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30 Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira
Þó Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, hafi verið langbesti leikmaðurinn í Super Bowl á dögunum sem Patriots vann, 28-24, í einum besta úrslitaleik sögunnar, þá var engin spurning um hver var hetja Patriots-liðsins. Bakvörðurinn ungi, Malcolm Butler, sem byrjaði leikinn á bekknum, komst inn í síðustu sendingu Russells Wilsons, leikstjórnanda Seattle Seahawks, á ótrúlegan hátt og vann leikinn fyrir New England. Tom Brady var eðlilega kjörinn besti leikmaður Super Bowl eða MVP og fékk fyrir það glænýjan, rauðan Chevrolet Colorado pallbíl. Rosalegar lokamínútur í Super Bowl 49: „Mig langar mikið að gefa Malcolm bílinn. Ég ætla að finna út leið til þess að gera það,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali daginn eftir Ofurskálina. Vandamálin voru aðalega skattalegs eðlis. Brady hefur lítið að gera við 2,6 milljóna króna pallbíl þar sem hann og konan hans, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen, eru metin á 410 milljónir dala eða 54 milljarða króna. Brady fékk átta milljónir dala í grunnlaun fyrir síðasta tímabil eða einn milljarð króna á meðan Butler, sem er nýliði, var á lægsta samning sem fyrir finnst í NFL-deildinni. Hann fékk 510 þúsund dali fyrir sín störf eða 67 milljónir króna. Brady varð að ósk sinni í gær þegar Chevrolet-umboð eitt í Boston afhenti Butler pallbílinn við mikla hrifningu leikmannsins unga sem er nú spáð glæstri framtíð í NFL-deildinni. Nú er hann búinn að fá frían bíl og svo er talað um það í Boston að hann muni aldrei þurfa að borga fyrir drykk aftur á bar þar í borg á meðan hann lifir. Alltaf að spara. Tom Brady's Super Bowl MVP Chevy Truck now has a new owner: Malcolm Butler. A photo posted by New England Patriots (@patriots) on Feb 10, 2015 at 2:20pm PST
NFL Tengdar fréttir Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30 Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30 Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30 Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira
Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30
Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30
Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34
Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30
Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57