„Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2015 13:30 Erlendur Eiríksson spjaldar Halldór Kristinn Halldórsson við litla hrifningu Leiknismanna. vísir/andri marinó Allt varð vitlaust á 68. mínútu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi. Edvard Börkur Óttharsson, miðvörður Leiknis, féll þá til jarðar eftir baráttu um boltann við Ragnar Þór Gunnarsson, framherja Vals.Sjá einnig:Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Erlendur Eiríksson skipti sér ekki af málinu og lét leikinn halda áfram, en þegar Brynjar Hlöðversson, samherji Edvards, sá félaga sinn liggja áfram stoppaði hann með boltann í miðjuhringnum. Hann virtist ekki alveg vita hvað hann ætti að gera þar sem Erlendur gerði sig ekki líklegan til að stöðva leikinn. Í ráðleysi sínu sneri hann sér að vinstri kantinum þar sem Birkir Björnsson stóð tilbúinn að fá boltann og reyndi sendingu þangað. Líklega var ætlunin á endanum að koma boltanum út af.Ólafur Jóhannesson vildi rautt á Halldór Kristinn.vísir/andri marinóEinar Karl Ingvarsson, miðjumaður Vals, nýtti sér ráðleysi Brynjars, stal af honum boltanum tók á sprett með hann að marki Leiknis. Þegar hann nálgaðist vítateiginn var Einar Karl straujaður niður af Halldóri Kristni Halldórssyni, miðverði Leiknis. Breiðhyltingar voru vægast sagt ósáttir við framgöngu mótherja sinna og fannst að þeir hefðu átt að fá tækifæri til að koma boltanum út af. Allt varð vitlaust inn á vellinum og einnig á hliðarlínunni þar sem Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, gerði sér ferð að varamannaskýli Vals til að segja Ólafi Jóhannssyni, þjálfara Vals, til syndanna. Báðir þjálfarar Leiknis, Freyr og Davíð Snorri Jónasson, auk markvarðarþjálfarans Vals Gunnarssonar, skiptust á að öskra á Ólaf og aðstoðarmann hans, Sigurbjörn Hreiðarsson.Sjá einnig:Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Á endanum kallaði aðstoðardómarinn þeim megin á Erlend og bað hann um að áminna bekkinn hjá Leiknismönnum. Ólafur Jóhannesson lét einnig í sér heyra og bað um rautt spjald á Halldór Kristinn sem fór ekki vel í Leiknismennina. Á endanum dró hann þó í land og bað Einar Karl um að sparka boltanum aftur fyrir endamörk úr aukspyrnunni.Þórður Steinar Hreiðarsson og Ólafur Hrannar Kristjánsson ræðast við.vísir/andri marinóLeikurinn var sýndur í beinni útsendingu á SportTV í gærkvöldi og misstu menn þar af megninu af látunum á bekknum, en beindu myndavél sinni niður að Frey þegar hann fékk áminninguna. „Þetta er full seint í rassinn gripið, Ólafur,“ sagði Freyr við fyrrverandi landsliðsþjálfarann um ákvörðun hans að nýta ekki aukaspyrnuna heldur koma boltanum aftur til Leiknis. „Hvað á maður að gera þegar hann tekur ákvörðun um þetta? Hver djöfullinn er þetta maður?“ öskraði Sigurbjörn á Frey sem svaraði: „Þú átt að grípa inn í þarna.“ „Hann er að hlaupa inn á vellinum,“ sagði Sigurbjörn og Freyr, sem þjálfaði Sigurbjörn hjá Val fyrir nokkrum árum lauk umræðunni með því að segja: „Er ekki í lagi með þig Bjössi?“ Þessar fjörlegu tvær mínútur má sjá í spilaranum hér að ofan. Myndirnar eru frá SportTV. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Allt varð vitlaust á 68. mínútu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi. Edvard Börkur Óttharsson, miðvörður Leiknis, féll þá til jarðar eftir baráttu um boltann við Ragnar Þór Gunnarsson, framherja Vals.Sjá einnig:Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Erlendur Eiríksson skipti sér ekki af málinu og lét leikinn halda áfram, en þegar Brynjar Hlöðversson, samherji Edvards, sá félaga sinn liggja áfram stoppaði hann með boltann í miðjuhringnum. Hann virtist ekki alveg vita hvað hann ætti að gera þar sem Erlendur gerði sig ekki líklegan til að stöðva leikinn. Í ráðleysi sínu sneri hann sér að vinstri kantinum þar sem Birkir Björnsson stóð tilbúinn að fá boltann og reyndi sendingu þangað. Líklega var ætlunin á endanum að koma boltanum út af.Ólafur Jóhannesson vildi rautt á Halldór Kristinn.vísir/andri marinóEinar Karl Ingvarsson, miðjumaður Vals, nýtti sér ráðleysi Brynjars, stal af honum boltanum tók á sprett með hann að marki Leiknis. Þegar hann nálgaðist vítateiginn var Einar Karl straujaður niður af Halldóri Kristni Halldórssyni, miðverði Leiknis. Breiðhyltingar voru vægast sagt ósáttir við framgöngu mótherja sinna og fannst að þeir hefðu átt að fá tækifæri til að koma boltanum út af. Allt varð vitlaust inn á vellinum og einnig á hliðarlínunni þar sem Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, gerði sér ferð að varamannaskýli Vals til að segja Ólafi Jóhannssyni, þjálfara Vals, til syndanna. Báðir þjálfarar Leiknis, Freyr og Davíð Snorri Jónasson, auk markvarðarþjálfarans Vals Gunnarssonar, skiptust á að öskra á Ólaf og aðstoðarmann hans, Sigurbjörn Hreiðarsson.Sjá einnig:Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Á endanum kallaði aðstoðardómarinn þeim megin á Erlend og bað hann um að áminna bekkinn hjá Leiknismönnum. Ólafur Jóhannesson lét einnig í sér heyra og bað um rautt spjald á Halldór Kristinn sem fór ekki vel í Leiknismennina. Á endanum dró hann þó í land og bað Einar Karl um að sparka boltanum aftur fyrir endamörk úr aukspyrnunni.Þórður Steinar Hreiðarsson og Ólafur Hrannar Kristjánsson ræðast við.vísir/andri marinóLeikurinn var sýndur í beinni útsendingu á SportTV í gærkvöldi og misstu menn þar af megninu af látunum á bekknum, en beindu myndavél sinni niður að Frey þegar hann fékk áminninguna. „Þetta er full seint í rassinn gripið, Ólafur,“ sagði Freyr við fyrrverandi landsliðsþjálfarann um ákvörðun hans að nýta ekki aukaspyrnuna heldur koma boltanum aftur til Leiknis. „Hvað á maður að gera þegar hann tekur ákvörðun um þetta? Hver djöfullinn er þetta maður?“ öskraði Sigurbjörn á Frey sem svaraði: „Þú átt að grípa inn í þarna.“ „Hann er að hlaupa inn á vellinum,“ sagði Sigurbjörn og Freyr, sem þjálfaði Sigurbjörn hjá Val fyrir nokkrum árum lauk umræðunni með því að segja: „Er ekki í lagi með þig Bjössi?“ Þessar fjörlegu tvær mínútur má sjá í spilaranum hér að ofan. Myndirnar eru frá SportTV.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira