Konurnar í sviðsljósinu á UFC 184 Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. febrúar 2015 08:00 Ronda Rousey hefur haft mikla yfirburði í bardögum sínum til þessa. Vísir/Getty UFC 184 fer fram í kvöld þar sem þær Ronda Rousey og Cat Zingano eigast við í aðalbardaga kvöldsins. Konurnar í UFC fá að njóta athyglinnar í kvöld enda eru tveir aðalbardagar kvöldsins spennandi kvennabardagar. Ronda Rousey er orðin ein skærasta stjarnan í heimi bardagaíþrótta í dag. Síðan Rousey sagði skilið við júdó hefur ferill hennar í MMA farið hratt upp á við. Hún hefur klárað alla 10 bardaga sína og eru fáar sem standast henni snúninginn í búrinu. Rousey er með afar sterkan bakgrunn í júdó enda hlaut hún bronsverðlaun á Ólympíuleikunum árið 2008. Aftur á móti hefur hún tekið stórtækum framförum í boxinu á undanförnu og sigrað síðustu tvo andstæðinga sína með tæknilegu rothöggi (sigraði Alexis Davis eftir aðeins 16 sekúndur). Þar áður hafði hún sigrað alla átta bardaga sína á „armbar“ uppgjafartaki. Andstæðingur Rousey í kvöld verður Cat Zingano en líkt og Rousey er Zingano ósigruð í MMA. Zingano hefur átt afar erfitt uppdráttar en auk tveggja hnéaðgerða (sem héldu henni frá keppni í 17 mánuði) framdi eiginmaður hennar sjálfsmorð í ársbyrjun 2014.Barátta Cat Zingano Það eru fleiri áhugaverðir bardagar á dagskrá í kvöld en Holly Holm, margfaldur heimsmeistari í hnefaleikum, þreytir frumraun sína í UFC gegn Raquel Pennington. Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir spáir henni sigri annað kvöld en hún birti spá sína fyrir bardagakvöldið á vef MMA Frétta í gær. Þá mun Gleison Tibau berjast sinn 25. UFC bardaga (það næst mesta í sögu UFC), sem er nokkuð merkilegt þar sem hann hefur aldrei komist nálægt titilbardaga á sínum átta árum í UFC. Bein útsending hefst kl 3 á Stöð 2 Sport en eftirtaldir fimm bardagar eru á dagskrá Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Ronda Rousey gegn Cat Zingano Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Raquel Pennington Veltivigt: Josh Koscheck gegn Jake Ellenberger Veltivigt: Alan Jouban gegn Richard Walsh Léttvigt: Gleison Tibau gegn Tony Ferguson MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45 Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
UFC 184 fer fram í kvöld þar sem þær Ronda Rousey og Cat Zingano eigast við í aðalbardaga kvöldsins. Konurnar í UFC fá að njóta athyglinnar í kvöld enda eru tveir aðalbardagar kvöldsins spennandi kvennabardagar. Ronda Rousey er orðin ein skærasta stjarnan í heimi bardagaíþrótta í dag. Síðan Rousey sagði skilið við júdó hefur ferill hennar í MMA farið hratt upp á við. Hún hefur klárað alla 10 bardaga sína og eru fáar sem standast henni snúninginn í búrinu. Rousey er með afar sterkan bakgrunn í júdó enda hlaut hún bronsverðlaun á Ólympíuleikunum árið 2008. Aftur á móti hefur hún tekið stórtækum framförum í boxinu á undanförnu og sigrað síðustu tvo andstæðinga sína með tæknilegu rothöggi (sigraði Alexis Davis eftir aðeins 16 sekúndur). Þar áður hafði hún sigrað alla átta bardaga sína á „armbar“ uppgjafartaki. Andstæðingur Rousey í kvöld verður Cat Zingano en líkt og Rousey er Zingano ósigruð í MMA. Zingano hefur átt afar erfitt uppdráttar en auk tveggja hnéaðgerða (sem héldu henni frá keppni í 17 mánuði) framdi eiginmaður hennar sjálfsmorð í ársbyrjun 2014.Barátta Cat Zingano Það eru fleiri áhugaverðir bardagar á dagskrá í kvöld en Holly Holm, margfaldur heimsmeistari í hnefaleikum, þreytir frumraun sína í UFC gegn Raquel Pennington. Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir spáir henni sigri annað kvöld en hún birti spá sína fyrir bardagakvöldið á vef MMA Frétta í gær. Þá mun Gleison Tibau berjast sinn 25. UFC bardaga (það næst mesta í sögu UFC), sem er nokkuð merkilegt þar sem hann hefur aldrei komist nálægt titilbardaga á sínum átta árum í UFC. Bein útsending hefst kl 3 á Stöð 2 Sport en eftirtaldir fimm bardagar eru á dagskrá Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Ronda Rousey gegn Cat Zingano Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Raquel Pennington Veltivigt: Josh Koscheck gegn Jake Ellenberger Veltivigt: Alan Jouban gegn Richard Walsh Léttvigt: Gleison Tibau gegn Tony Ferguson
MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45 Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45
UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45
Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00