Íslendingar eignuðust tvo Norðurlandameistara í kraftlyftingum á Norðurlandamóti unglinga sem fór fram í Finnlandi um helgina.
Keppt var annars vegar án búnaðar og hins vegar með búnaði.
Í klassískum kraftlyftingum, án búnaðar, varð Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan, Norðurlandameistari í -74 kg flokki.
Matthildur Óskarsdóttir, Grótta, vann til bronsverðlauna i -72 kg flokki telpna.
Þrír strákar kepptu með búnaði. Guðfinnur Snær Magnússon, Breiðablik, varð Norðurlandameistari í -120 kg flokki drengja og bætti jafnframt íslandsmet drengja í öllum greinum.
Daníel Geir Einarsson, líka úr Breiðabliki, vann silfurverðlaun í +120 kg flokki unglinga og Sindri Freyr Arnarson (Massi) lenti í 4.sæti í -74 kg flokki.
Ísland fékk tvö gull á Norðurlandamóti unglinga í kraftlyftingum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti

Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn



