Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2015 10:57 Börnin komin bókstaflega á hálan ís við Jökulsárlón í gær. Mynd/Owen Hunt „Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. Owen, sem starfar sem leiðsögumaður hjá Iceland Aurora og hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin fimm ár, kemur reglulega að lóninu. Hann hefur áður séð fólk á ísnum en í gær var ástandið verra en áður. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ segir Owen í samtali við Vísi. Hann hafi sjálfur stöðvað kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. „Við útskýrðum hættuna fyrir þeim og þau þökkuðu okkur reyndar fyrir.“Ferðamenn að stórhættulegum leik við lónið.Mynd/Owen HuntFéll út í og hló Owen segist aðeins hafa tekið nokkrar myndir sem fylgja fréttinni en tilefni hafi verið til að taka fleiri öðrum til varnaðar. Þannig hafi kona ein runnið af ísnum út í vatnið en tekist að koma sér aftur upp á ísinn. „Hún sneri upp á land hlæjandi. Fólk áttar sig ekki á hættunni,“ segir Owen. Þó sé að finna viðvörunarskilti á svæðinu. Fólki sé greinilega ekki ljóst að falli það á milli ísjaka þá sé það komist í stórhættu. Fólk sem geri tilraun til að bjarga fólki við slíkar aðstæður setji sjálft sig í afar mikla hættu.Post by Owen Hunt.Ólíklegt er að spyrja þyrfti að leikslokum myndi klakinn gefa sig.Mynd/Owen Hunt„Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ segir Owen. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka. Foreldrarnir úti í bíl og börnin á ísnum Á meðfylgjandi mynd má sjá tvö börn sem röltu eftirlitslaus út á ísinn. „Foreldrarnir voru að baksa eitthvað í bílnum. Það var enginn að fylgjast með börnunum. Það er eitt ef fullorðið fólk leggur líf sitt í hættu en foreldrar verða að passa upp á börnin sín!“Ferðamaðurinn sem leitaði að fullkomnum stað til að taka myndir, fleiri hundruð metra úti á klakanum.Mynd/Ower HuntHann segir að í öllum tilfellum í gær hafi verið um að ræða ferðamenn á eigin vegum. Owen og hans kollegar ráðleggi að sjálfsögðu fólki frá því að fara út á jakann. Það gildi um aðra leiðsögumenn sem hann þekki til. Komin 200-300 metra út á klakann Owen segist hafa verið í Jökulsárlóni fyrir um tveimur vikum. Þá hafi aðstæður verið öðruvísi og ekki jafnauðvelt, ef svo má segja, að ganga út á ísinn. Það hafi þó ekki stöðvað ferðamann nokkurn þann daginn. „Hann var örugglega kominn 200-300 metra út á ísinn. Það er pottþétt hvernig hefði farið ef hann hefði runnið út í vatnið.“Ferðamaðurinn í Reynisfjöru í vikunni.MYND/ULRICH PITTROFFEin alda og þú ert farinn Owen hefur verið tíður gestur á Íslandi síðan í 1970. Hann elskar náttúruna hér á landi og vill alls ekki að fólk hætti að heimsækja fallega staði á borð við Jökulsárlón. Fólk verði hins vegar að gera sér grein fyrir hættunni sem sé svo sannarlega fyrir hendi í náttúru Íslands. Sérstaklega ef fólk hunsar viðvörunarskilti líkt og reglulega gerist í Reynisfjöru.Vísir fjallaði í gær um ferðamann sem kom sér í stórhættu í fjöruborðinu í Reynisfjöru í vikunni. Fólk kemur sér reglulega í hættu í fjörunni og virðist ekki gera sér grein fyrir briminu sem getur á augabragði tekið fólk út í sjóinn. „Við förum þangað reglulega og sjáum fólk bregða á leik,“ segir Owen. „Ef það kemur ein risastór alda þá ertu bara farinn. Og það getur enginn bjargað þér nema hann leggi um leið eigið líf í stórhættu.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
„Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. Owen, sem starfar sem leiðsögumaður hjá Iceland Aurora og hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin fimm ár, kemur reglulega að lóninu. Hann hefur áður séð fólk á ísnum en í gær var ástandið verra en áður. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ segir Owen í samtali við Vísi. Hann hafi sjálfur stöðvað kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. „Við útskýrðum hættuna fyrir þeim og þau þökkuðu okkur reyndar fyrir.“Ferðamenn að stórhættulegum leik við lónið.Mynd/Owen HuntFéll út í og hló Owen segist aðeins hafa tekið nokkrar myndir sem fylgja fréttinni en tilefni hafi verið til að taka fleiri öðrum til varnaðar. Þannig hafi kona ein runnið af ísnum út í vatnið en tekist að koma sér aftur upp á ísinn. „Hún sneri upp á land hlæjandi. Fólk áttar sig ekki á hættunni,“ segir Owen. Þó sé að finna viðvörunarskilti á svæðinu. Fólki sé greinilega ekki ljóst að falli það á milli ísjaka þá sé það komist í stórhættu. Fólk sem geri tilraun til að bjarga fólki við slíkar aðstæður setji sjálft sig í afar mikla hættu.Post by Owen Hunt.Ólíklegt er að spyrja þyrfti að leikslokum myndi klakinn gefa sig.Mynd/Owen Hunt„Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ segir Owen. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka. Foreldrarnir úti í bíl og börnin á ísnum Á meðfylgjandi mynd má sjá tvö börn sem röltu eftirlitslaus út á ísinn. „Foreldrarnir voru að baksa eitthvað í bílnum. Það var enginn að fylgjast með börnunum. Það er eitt ef fullorðið fólk leggur líf sitt í hættu en foreldrar verða að passa upp á börnin sín!“Ferðamaðurinn sem leitaði að fullkomnum stað til að taka myndir, fleiri hundruð metra úti á klakanum.Mynd/Ower HuntHann segir að í öllum tilfellum í gær hafi verið um að ræða ferðamenn á eigin vegum. Owen og hans kollegar ráðleggi að sjálfsögðu fólki frá því að fara út á jakann. Það gildi um aðra leiðsögumenn sem hann þekki til. Komin 200-300 metra út á klakann Owen segist hafa verið í Jökulsárlóni fyrir um tveimur vikum. Þá hafi aðstæður verið öðruvísi og ekki jafnauðvelt, ef svo má segja, að ganga út á ísinn. Það hafi þó ekki stöðvað ferðamann nokkurn þann daginn. „Hann var örugglega kominn 200-300 metra út á ísinn. Það er pottþétt hvernig hefði farið ef hann hefði runnið út í vatnið.“Ferðamaðurinn í Reynisfjöru í vikunni.MYND/ULRICH PITTROFFEin alda og þú ert farinn Owen hefur verið tíður gestur á Íslandi síðan í 1970. Hann elskar náttúruna hér á landi og vill alls ekki að fólk hætti að heimsækja fallega staði á borð við Jökulsárlón. Fólk verði hins vegar að gera sér grein fyrir hættunni sem sé svo sannarlega fyrir hendi í náttúru Íslands. Sérstaklega ef fólk hunsar viðvörunarskilti líkt og reglulega gerist í Reynisfjöru.Vísir fjallaði í gær um ferðamann sem kom sér í stórhættu í fjöruborðinu í Reynisfjöru í vikunni. Fólk kemur sér reglulega í hættu í fjörunni og virðist ekki gera sér grein fyrir briminu sem getur á augabragði tekið fólk út í sjóinn. „Við förum þangað reglulega og sjáum fólk bregða á leik,“ segir Owen. „Ef það kemur ein risastór alda þá ertu bara farinn. Og það getur enginn bjargað þér nema hann leggi um leið eigið líf í stórhættu.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30