Varar við innihaldslýsingum: Amman kom þriggja ára barnabarni til bjargar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 08:25 Glassúrinn sem var innkallaður er frá Kötlu. Lengst til hægri má sjá adrenalínsprautu sem notuð er til að bregðast við bráðaofnæmi. Vísir Þriggja ára stúlka var hætt komin á mánudaginn, bolludag, vegna glassúrs frá Kötlu sem innkallaður var í gær. Telpan, sem er með bráðaofnæmi fyrir eggjum, fékk bollu á leikskólanum sínum með glassúrnum en í honum má finna eggjaduft. Móðir stúlkunnar, Guðfinna Halldórsdóttir, segir að ofnæmið hafi ágerst mjög hratt. „Amma hennar fer að sækja hana á leikskólann og þegar hún kemur er dóttir mín byrjuð að bólgna upp í kringum augun. Ofnæmisviðbrögðin eru þá rétt að koma fram en þau ágerðust mjög hratt. Hún fékk til að mynda mikil útbrot og var bara mjög slöpp,“ segir Guðfinna. Um fimmtán mínútur liðu frá því að amman kom að sækja stúlkuna á leikskólann og þar til hún var búin að gefa henni adrenalínsprautu við ofnæminu. Einnig var hringt strax í 112 og kom sjúkrabíll á leikskólann um fimm mínútum eftir að stúlkan fékk sprautuna. Þá var Guðfinna komin á leikskólann líka. „Við förum með sjúkrabílnum beint upp á bráðamóttöku og þar var mæld súrefnismettun, öndun og blóðþrýstingur. Hún fékk svo sterapúst, það var settur upp leggur og hún fékk meiri ofnæmislyf. Við komum á spítalann um fjögurleytið og fórum heim um ellefu um kvöldið.“Ekki hika við að nota adrenalínpennaÞað sem er svo hættulegt við bráðaofnæmi er að öndunarfærin geta bólgnað upp og lokast. „Dóttir mín hefur það mjög fínt núna en ofnæmið gengur tiltölulega hratt yfir ef það er meðhöndlað réttt. Þó er mikilvægt að hafa í huga að það getur poppað upp aftur um 4-6 klukkustundum seinna. Það þarf því að fylgjast vel með viðkomandi og þess vegna vorum við fram á kvöld á spítalanum,“ segir Guðfinna. Dóttir Guðfinnu hafði aldrei fengið bráðaofnæmi áður en hún segir að það fari ekkert á milli mála þegar slíkt gerist. Hún segir að fólk eigi ekki að óttast að nota adrenalínsprautu, sambærilega þeirri sem notuð var vegna ofnæmis dóttur hennar. „Fólk á ekki að hika við að nota pennann. Það eru mjög góðar leiðbeiningar á honum og dóttir mín fór varla að gráta þegar við notuðum pennann.“Viðurkenndu strax að eggjaduft væri í glassúrnumDaginn eftir fór Guðfinna á leikskólann og fór yfir það ásamt starfsfólkinu hvað dóttir sín hefði borðað. „Ég var alls ekki viss um hvað það gæti verið sem orsakaði ofnæmið. Svo mundi ég reyndar eftir tilfelli með þennan glassúr og að hann hafi verið innkallaður fyrir nokkrum árum vegna þess að ekki var gefið upp í innihaldslýsingu að hann innihéldi eggjaafurðir. Ég hafði svo samband við Kötlu á miðvikudaginn og þeir viðurkenndu þetta strax. Þeir sögðu að þeim þætti þetta mjög leiðinlegt og báðust bara afsökunar enda ekki mikið annað sem þeir gátu gert.“ Guðfinna hafði svo samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í gær og glassúrinn var innkallaður. Aðspurð um hvað henni finnist um þau vinnubrögð að setja ekki ofnæmisvaldandi efni í innihaldslýsingu segir Guðfinna: „Þetta er náttúrulega bara óásættanlegt og maður verður svo reiður. Það sem er líka sérstaklega alvarlegt í þessu tilfelli er að þetta er að gerast í annað skiptið með nákvæmlega sömu vöru. Mér finnst sem eftirlitsskyldan hafi brugðist.“Mjög algengt að fólk fái ofnæmi vegna lélegra innihaldslýsingaHún segist ekki hafa heyrt af öðrum tilfellum varðandi glassúrinn, annað en það sem kom upp fyrir nokkrum árum, en þó sé mjög algengt að fólk fái ofnæmi vegna þess að mikið skortir upp á innihaldslýsingar. „Stundum vantar algjörlega eitthvað í innihaldslýsinguna sem er ofnæmisvaldandi og stundum eru lýsingarnar ónákvæmar. Ég get tekið dæmi um kanilsnúða. Á umbúðunum stóð að þeir innihéldu smjörlíka. Það stóð hins vegar ekkert um hvað væri í smjörlíkinu. Þegar mamman fór svo að spyrjast fyrir kom í ljós að það var soja í smjörlíkinu og dóttir hennar er með ofnæmi fyrir því.“ Þá nefnir hún einnig bakarí sem dæmi þar sem oft skortir algjörlega allar innihaldslýsingar á vörum sem eru þar til sölu. „Það er mjög mikilvægt að opna þessa umræðu því það skiptir öllu máli að matvæli séu rétt merkt, eins og sýnir sig í þessu tilfelli með dóttur mína.“ Bolludagur Tengdar fréttir Innkalla glassúr Katla ehf. tilkynnir í dag sölustöðvun og innköllun á Glassúr súkkulaði og Glassúr bleikur, merktum Kötlu, vegna ómerkts ofnæmis- og óþolsvalds. 19. febrúar 2015 11:20 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Þriggja ára stúlka var hætt komin á mánudaginn, bolludag, vegna glassúrs frá Kötlu sem innkallaður var í gær. Telpan, sem er með bráðaofnæmi fyrir eggjum, fékk bollu á leikskólanum sínum með glassúrnum en í honum má finna eggjaduft. Móðir stúlkunnar, Guðfinna Halldórsdóttir, segir að ofnæmið hafi ágerst mjög hratt. „Amma hennar fer að sækja hana á leikskólann og þegar hún kemur er dóttir mín byrjuð að bólgna upp í kringum augun. Ofnæmisviðbrögðin eru þá rétt að koma fram en þau ágerðust mjög hratt. Hún fékk til að mynda mikil útbrot og var bara mjög slöpp,“ segir Guðfinna. Um fimmtán mínútur liðu frá því að amman kom að sækja stúlkuna á leikskólann og þar til hún var búin að gefa henni adrenalínsprautu við ofnæminu. Einnig var hringt strax í 112 og kom sjúkrabíll á leikskólann um fimm mínútum eftir að stúlkan fékk sprautuna. Þá var Guðfinna komin á leikskólann líka. „Við förum með sjúkrabílnum beint upp á bráðamóttöku og þar var mæld súrefnismettun, öndun og blóðþrýstingur. Hún fékk svo sterapúst, það var settur upp leggur og hún fékk meiri ofnæmislyf. Við komum á spítalann um fjögurleytið og fórum heim um ellefu um kvöldið.“Ekki hika við að nota adrenalínpennaÞað sem er svo hættulegt við bráðaofnæmi er að öndunarfærin geta bólgnað upp og lokast. „Dóttir mín hefur það mjög fínt núna en ofnæmið gengur tiltölulega hratt yfir ef það er meðhöndlað réttt. Þó er mikilvægt að hafa í huga að það getur poppað upp aftur um 4-6 klukkustundum seinna. Það þarf því að fylgjast vel með viðkomandi og þess vegna vorum við fram á kvöld á spítalanum,“ segir Guðfinna. Dóttir Guðfinnu hafði aldrei fengið bráðaofnæmi áður en hún segir að það fari ekkert á milli mála þegar slíkt gerist. Hún segir að fólk eigi ekki að óttast að nota adrenalínsprautu, sambærilega þeirri sem notuð var vegna ofnæmis dóttur hennar. „Fólk á ekki að hika við að nota pennann. Það eru mjög góðar leiðbeiningar á honum og dóttir mín fór varla að gráta þegar við notuðum pennann.“Viðurkenndu strax að eggjaduft væri í glassúrnumDaginn eftir fór Guðfinna á leikskólann og fór yfir það ásamt starfsfólkinu hvað dóttir sín hefði borðað. „Ég var alls ekki viss um hvað það gæti verið sem orsakaði ofnæmið. Svo mundi ég reyndar eftir tilfelli með þennan glassúr og að hann hafi verið innkallaður fyrir nokkrum árum vegna þess að ekki var gefið upp í innihaldslýsingu að hann innihéldi eggjaafurðir. Ég hafði svo samband við Kötlu á miðvikudaginn og þeir viðurkenndu þetta strax. Þeir sögðu að þeim þætti þetta mjög leiðinlegt og báðust bara afsökunar enda ekki mikið annað sem þeir gátu gert.“ Guðfinna hafði svo samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í gær og glassúrinn var innkallaður. Aðspurð um hvað henni finnist um þau vinnubrögð að setja ekki ofnæmisvaldandi efni í innihaldslýsingu segir Guðfinna: „Þetta er náttúrulega bara óásættanlegt og maður verður svo reiður. Það sem er líka sérstaklega alvarlegt í þessu tilfelli er að þetta er að gerast í annað skiptið með nákvæmlega sömu vöru. Mér finnst sem eftirlitsskyldan hafi brugðist.“Mjög algengt að fólk fái ofnæmi vegna lélegra innihaldslýsingaHún segist ekki hafa heyrt af öðrum tilfellum varðandi glassúrinn, annað en það sem kom upp fyrir nokkrum árum, en þó sé mjög algengt að fólk fái ofnæmi vegna þess að mikið skortir upp á innihaldslýsingar. „Stundum vantar algjörlega eitthvað í innihaldslýsinguna sem er ofnæmisvaldandi og stundum eru lýsingarnar ónákvæmar. Ég get tekið dæmi um kanilsnúða. Á umbúðunum stóð að þeir innihéldu smjörlíka. Það stóð hins vegar ekkert um hvað væri í smjörlíkinu. Þegar mamman fór svo að spyrjast fyrir kom í ljós að það var soja í smjörlíkinu og dóttir hennar er með ofnæmi fyrir því.“ Þá nefnir hún einnig bakarí sem dæmi þar sem oft skortir algjörlega allar innihaldslýsingar á vörum sem eru þar til sölu. „Það er mjög mikilvægt að opna þessa umræðu því það skiptir öllu máli að matvæli séu rétt merkt, eins og sýnir sig í þessu tilfelli með dóttur mína.“
Bolludagur Tengdar fréttir Innkalla glassúr Katla ehf. tilkynnir í dag sölustöðvun og innköllun á Glassúr súkkulaði og Glassúr bleikur, merktum Kötlu, vegna ómerkts ofnæmis- og óþolsvalds. 19. febrúar 2015 11:20 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Innkalla glassúr Katla ehf. tilkynnir í dag sölustöðvun og innköllun á Glassúr súkkulaði og Glassúr bleikur, merktum Kötlu, vegna ómerkts ofnæmis- og óþolsvalds. 19. febrúar 2015 11:20