Ungur leikmaður Þróttar, Jón Kaldal, skoraði laglegt mark gegn Fylki í Lengjubikarnum á dögunum.
Hann lyfti þá boltanum smekklega yfir Ásgeir Börk Ásgeirsson, skaut yfir Jóhannes Karl Guðjónsson og boltinn söng svo í netinu.
Mark þessa 18 ára gamla Þróttara dugði ekki til sigurs því Fylkir vann leikinn, 4-1.
Breytti engu þó svo Jóhannes Karl hefði fengið að líta rauða spjaldið á 48. mínútu. Hann fékk tvö gul spjöld fyrir að brjóta á Jóni og svo frænda hans, Vilhjálmi Kaldal, sem voru yngstu leikmenn Þróttar í leiknum.
Markið má sjá hér að ofan.
