Lífið

Finnar senda pönkhljómsveit í Eurovision

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hljómsveitarmeðlimir PKN eftir að úrslit lágu fyrir í gærkvöldi.
Hljómsveitarmeðlimir PKN eftir að úrslit lágu fyrir í gærkvöldi. Vísir/AFP
Finnar völdu í gær framlag sitt til Eurovision. Pönkhljómsveitin PKN bar sigur úr býtum en hún er skipuð fjórum mönnum sem allir eru annað hvort með Down’s-heilkenni eða einhverfu. Hljómsveitin verður fyrsta pönksveitin til að keppa í söngvakeppninni.

Lag hljómsveitarinnar heitir Aina Mun Pitaa og fjallar um hluti sem að þykja leiðinlegir, eins og að vaska upp eða borða hollt.

Lagið er stutt, ekki nema tæp ein og hálf mínúta að lengd, og þykir líklegt til að gera góða hluti í Eurovision-keppninni í Vín í maí. Það má hlusta á það í spilaranum hér að neðan. 


Tengdar fréttir

Taka upp Eurovision-myndband

Mikið er um að vera hjá söngkonunni Maríu Ólafsdóttur og Eurovision-teyminu um helgina við að taka upp tónlistarmyndband við lagið Unbroken






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.