Tebow fékk tækifæri í Philadelphia Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2015 23:28 Tim Tebow klæddist síðast búningi New England Patriots. Vísir/Getty Tim Tebow er enn að eltast við draum sinn um að spila sem leikstjórnandi í NFL-deildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað síðan í lok árs 2012. Það var greint frá því að Tebow æfði í dag með Philadelphia Eagles sem spilar með nýjan leikstjórnanda á næsta tímabili, þar sem að Nick Foles er farinn til San Diego Chargers í skiptum fyrir Sam Bradford. Bradford er að koma til baka eftir krossbandsslit í hné og því gæti Chip Kelly, þjálfari Philadelphia, verið að skoða aðra möguleika fyrir stöðu leikstjórnanda í sínu liði. Þess ber þó að geta að liðið framlengdi nýverið samning annars leikstjórnanda, Mark Sanchez. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla hafa forráðamenn Eagles þó ekki í hyggju að semja við Tebow að svo stöddu, fjölmörgum stuðningsmönnum hans til mikilla vonbrigða. Tebow var mikil hetja með liði sínu, Florida Gators, í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og Denver Broncos valdi hann í fyrstu umferð nýliðavalsins árið 2010. Hann spilaði í tvö ár hjá Denver og kom liðinu í úrslitakeppnina árið 2011 og vann þar einn leik. Tebow var svo skipt til New York Jets eftir að Denver samdi við Peyton Manning en þar var hann í aukahlutverki og var lítið notaður. Jets leysti hann undan samningi sínum í apríl 2013 en Tebow æfði með New England Patriots næstu mánuðina, en komst ekki í liðið. Síðan þá hefur hann verið án félags. Þrátt fyrir takmarkaðan árangur sem atvinnuíþróttamaður er hann einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna síðastliðin ár og fréttir af honum vekja enn í dag gríðarlega athygli, ekki síst þegar hann er orðaður við lið í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Tim Tebow er enn að eltast við draum sinn um að spila sem leikstjórnandi í NFL-deildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað síðan í lok árs 2012. Það var greint frá því að Tebow æfði í dag með Philadelphia Eagles sem spilar með nýjan leikstjórnanda á næsta tímabili, þar sem að Nick Foles er farinn til San Diego Chargers í skiptum fyrir Sam Bradford. Bradford er að koma til baka eftir krossbandsslit í hné og því gæti Chip Kelly, þjálfari Philadelphia, verið að skoða aðra möguleika fyrir stöðu leikstjórnanda í sínu liði. Þess ber þó að geta að liðið framlengdi nýverið samning annars leikstjórnanda, Mark Sanchez. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla hafa forráðamenn Eagles þó ekki í hyggju að semja við Tebow að svo stöddu, fjölmörgum stuðningsmönnum hans til mikilla vonbrigða. Tebow var mikil hetja með liði sínu, Florida Gators, í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og Denver Broncos valdi hann í fyrstu umferð nýliðavalsins árið 2010. Hann spilaði í tvö ár hjá Denver og kom liðinu í úrslitakeppnina árið 2011 og vann þar einn leik. Tebow var svo skipt til New York Jets eftir að Denver samdi við Peyton Manning en þar var hann í aukahlutverki og var lítið notaður. Jets leysti hann undan samningi sínum í apríl 2013 en Tebow æfði með New England Patriots næstu mánuðina, en komst ekki í liðið. Síðan þá hefur hann verið án félags. Þrátt fyrir takmarkaðan árangur sem atvinnuíþróttamaður er hann einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna síðastliðin ár og fréttir af honum vekja enn í dag gríðarlega athygli, ekki síst þegar hann er orðaður við lið í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira