Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2015 13:39 Það stefnir í að þingmannagleðin verði fremur misheppnuð í kvöld. Í kvöld stendur til að halda hefðbundna þingveislu á Hótel Sögu, Súlnasal, en Stundin greindi frá þessu í gær. Vísir skoðaði málið. Það er forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem býður til veislunnar. Öllum þingmönnum, mökum og varamönnum sem tekið hafa sæti á þessu þingi er boðið. Gleðskapurinn hefst klukkan 19:30. Meinið er bara að þingmenn eru fæstir í veisluskapi. Oft hafa menn tekist á Alþingi, en þingmenn verið ágætir vinir utan dagskrár. En, eftir fréttir gærdagsins, að Gunnar Bragi Sveinsson hafi tilkynnt einhliða, án samráðs við Alþingi, að aðildarviðræðum við ESB væri lokið af hálfu ríkisstjórnarinnar og þar með Íslands. Margir þingmenn, og allir í stjórnarandstöðunni, líta á þetta sem atlögu að þingræðinu. Píratar ætla ekki að mæta. „Við upplifum algjöran trúnaðarbrest við forseta þingsins og í þokkabót er maður varla í stuði til að fagna með þinginu miðað við atburði gærdagsins,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann veit ekki hver staðan er innan annarra þingflokka. „Ég þori ekki að fullyrða neitt fyrir þeirra hönd, en það kæmi mér stórlega á óvart ef einn einasti stjórnarandstöðumaður mætti. Reyndar gæti ég trúað því að mæting stjórnarliða verði óvenju dræm líka.” Helgi Hrafn á kollgátuna, samkvæmt Nútímanum ætla þingmenn minnihlutaflokkanna, Pírata, Bjartrar framtíðar, VG og Samfylkingarinnar ætla að sniðganga þingveisluFramsóknarmenn eru glaðir, sumir Sjálfstæðismenn en stjórnarandstaðan ætlar ekki að mæta.Heiðursgestur er forseti Íslands, spariklæðnaður er áskilinn og í boði til þingmanna segir: „Að vanda verður mælendaskrá opnuð eftir að sest verður til borðs, en einungis má ávarpa samkomuna í bundnu máli og eftir ævafornum bragarreglum, með höfuðstöfum og stuðlum.“ Vísi er ekki kunnugt um hvort hagyrðingar eru margir sem nú sitja á þingi, en húsið verður opnað kl. 19.30. Fordrykkur verður borinn fram undir léttri músík. „Gengið verður til borðs um kl. 20.15. Skemmtiatriði verða söngur og gamanmál. Er borð verða upp tekin verður stiginn dans. Með málsverði eru borin fram borðvín, kaffi og koníak á eftir. Eftir matinn verður barinn opnaður þar sem hver og einn borgar fyrir sig.“ Ekki segir meira til um gleðskapinn, hvorki fylgir matseðill né tíundað hver skemmtiatriðin verði. Hver alþingismaður sem þekkist boðið greiðir 5000 krónur og verður það gjald tekið af launareikningi hans við næstu útborgun. Það stefnir sem sagt í að fámennt verði; stjórnarliðarnir með forseta Íslands. Þeir sem fagna helst aðgerðum ríkisstjórnarinnar eru Framsóknarmenn, því málið er umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins; en helstu foringjar Framsóknarmanna eru reyndar staddir í útlöndum síðast þegar spurðist: Gunnar Bragi í Eistlandi og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að fagna fertugsafmæli sínu í útlöndum. Í glænýrri Facebook-færslu Össurar Skarphéðinssonar meðfylgjandi, þingmanns og fyrrverandi utanríkisráðherra, má glögglega sjá hug þingmanna til ríkisstjórnarinnar - hann er þungur.Innlegg frá Össur Skarphéðinsson. Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Í kvöld stendur til að halda hefðbundna þingveislu á Hótel Sögu, Súlnasal, en Stundin greindi frá þessu í gær. Vísir skoðaði málið. Það er forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem býður til veislunnar. Öllum þingmönnum, mökum og varamönnum sem tekið hafa sæti á þessu þingi er boðið. Gleðskapurinn hefst klukkan 19:30. Meinið er bara að þingmenn eru fæstir í veisluskapi. Oft hafa menn tekist á Alþingi, en þingmenn verið ágætir vinir utan dagskrár. En, eftir fréttir gærdagsins, að Gunnar Bragi Sveinsson hafi tilkynnt einhliða, án samráðs við Alþingi, að aðildarviðræðum við ESB væri lokið af hálfu ríkisstjórnarinnar og þar með Íslands. Margir þingmenn, og allir í stjórnarandstöðunni, líta á þetta sem atlögu að þingræðinu. Píratar ætla ekki að mæta. „Við upplifum algjöran trúnaðarbrest við forseta þingsins og í þokkabót er maður varla í stuði til að fagna með þinginu miðað við atburði gærdagsins,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann veit ekki hver staðan er innan annarra þingflokka. „Ég þori ekki að fullyrða neitt fyrir þeirra hönd, en það kæmi mér stórlega á óvart ef einn einasti stjórnarandstöðumaður mætti. Reyndar gæti ég trúað því að mæting stjórnarliða verði óvenju dræm líka.” Helgi Hrafn á kollgátuna, samkvæmt Nútímanum ætla þingmenn minnihlutaflokkanna, Pírata, Bjartrar framtíðar, VG og Samfylkingarinnar ætla að sniðganga þingveisluFramsóknarmenn eru glaðir, sumir Sjálfstæðismenn en stjórnarandstaðan ætlar ekki að mæta.Heiðursgestur er forseti Íslands, spariklæðnaður er áskilinn og í boði til þingmanna segir: „Að vanda verður mælendaskrá opnuð eftir að sest verður til borðs, en einungis má ávarpa samkomuna í bundnu máli og eftir ævafornum bragarreglum, með höfuðstöfum og stuðlum.“ Vísi er ekki kunnugt um hvort hagyrðingar eru margir sem nú sitja á þingi, en húsið verður opnað kl. 19.30. Fordrykkur verður borinn fram undir léttri músík. „Gengið verður til borðs um kl. 20.15. Skemmtiatriði verða söngur og gamanmál. Er borð verða upp tekin verður stiginn dans. Með málsverði eru borin fram borðvín, kaffi og koníak á eftir. Eftir matinn verður barinn opnaður þar sem hver og einn borgar fyrir sig.“ Ekki segir meira til um gleðskapinn, hvorki fylgir matseðill né tíundað hver skemmtiatriðin verði. Hver alþingismaður sem þekkist boðið greiðir 5000 krónur og verður það gjald tekið af launareikningi hans við næstu útborgun. Það stefnir sem sagt í að fámennt verði; stjórnarliðarnir með forseta Íslands. Þeir sem fagna helst aðgerðum ríkisstjórnarinnar eru Framsóknarmenn, því málið er umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins; en helstu foringjar Framsóknarmanna eru reyndar staddir í útlöndum síðast þegar spurðist: Gunnar Bragi í Eistlandi og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að fagna fertugsafmæli sínu í útlöndum. Í glænýrri Facebook-færslu Össurar Skarphéðinssonar meðfylgjandi, þingmanns og fyrrverandi utanríkisráðherra, má glögglega sjá hug þingmanna til ríkisstjórnarinnar - hann er þungur.Innlegg frá Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira