FH-ingar halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar.
Nú er FH búið að semja við Senegalann Amath André Diedhiou. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.
Þessi strákur spilaði með FH í fótbolta.net-mótinu í janúar og er núna með FH á æfingamóti erlendis.
Það dylst engum að FH ætlar sér að næla í þann stóra í sumar enda hefur liðið farið mikinn á leikmannamarkaðnum.
FH er einnig búið að fá Bjarna Þór Viðarsson, Belgann Jeremy Serwy, Guðmann Þórisson og Þórarinn Inga Valdimarsson.
FH samdi við Senegalann

Mest lesið



„Ég trúi þessu varla“
Sport



Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn