Dómarar í Aurum-málinu munu ekki gefa skýrslu Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2015 16:41 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af sakborningunum í Aurum-málinu ásamt verjendum sínum. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu verjenda í Aurum-málinu að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St, Marteinssyni, dómformanni, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Í Aurum málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeilt í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeilt í umboðssvikum í Al Thani málinu. Al Thani-málið og Aurum-málið voru sótt af embætti sérstaks saksóknara en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fjölmiðla eftir að dómur féll í Aurum-málinu að hann hefði ekki haft upplýsingar um ætterni Sverris fyrr en eftir að aðalmeðferð lauk. Við munnlegan málflutning vegna kröfu verjenda í Aurum-málinu um að taka skýrslu af dómurunum tveimur var haft eftir Guðjóni St. Marteinssyni að Ólafur Þór hefði sannarlega vitað fyrir aðalmeðferð málsins að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar. Verjandi Lárusar Welding, Óttar Pálsson, vísaði í tölvupóstsamskipti dómformannsins, Guðjóns, við ríkissaksóknara og verjendur í Aurum málinu varðandi ættartengsl Ólafs og Sverris. Þá vísaði hann einnig í tölvupóst Sverris til Guðjóns. Auk þess var vísað í símtal Guðjóns og sérstaks saksóknara og sagði Óttar að í því símtali hafi sérstakur saksóknari upplýst dómformanninn um ættartengsl Sverris. Þessar upplýsingar hafði verjandinn frá dómformanninum sjálfum. Vildu verjendurnir því kalla Guðjón til sem vitni til að spyrja hann út í það hvort samskipti hans og sérstaks saksóknara hefðu átt sér stað eins þeim var lýst hér að ofan. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en verjendurnir hafa áfrýjað þeim úrskurði til Hæstaréttar. Aurum-málið verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi samkvæmt dagskrá. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00 Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20 Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu verjenda í Aurum-málinu að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St, Marteinssyni, dómformanni, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Í Aurum málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeilt í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeilt í umboðssvikum í Al Thani málinu. Al Thani-málið og Aurum-málið voru sótt af embætti sérstaks saksóknara en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fjölmiðla eftir að dómur féll í Aurum-málinu að hann hefði ekki haft upplýsingar um ætterni Sverris fyrr en eftir að aðalmeðferð lauk. Við munnlegan málflutning vegna kröfu verjenda í Aurum-málinu um að taka skýrslu af dómurunum tveimur var haft eftir Guðjóni St. Marteinssyni að Ólafur Þór hefði sannarlega vitað fyrir aðalmeðferð málsins að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar. Verjandi Lárusar Welding, Óttar Pálsson, vísaði í tölvupóstsamskipti dómformannsins, Guðjóns, við ríkissaksóknara og verjendur í Aurum málinu varðandi ættartengsl Ólafs og Sverris. Þá vísaði hann einnig í tölvupóst Sverris til Guðjóns. Auk þess var vísað í símtal Guðjóns og sérstaks saksóknara og sagði Óttar að í því símtali hafi sérstakur saksóknari upplýst dómformanninn um ættartengsl Sverris. Þessar upplýsingar hafði verjandinn frá dómformanninum sjálfum. Vildu verjendurnir því kalla Guðjón til sem vitni til að spyrja hann út í það hvort samskipti hans og sérstaks saksóknara hefðu átt sér stað eins þeim var lýst hér að ofan. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en verjendurnir hafa áfrýjað þeim úrskurði til Hæstaréttar. Aurum-málið verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi samkvæmt dagskrá.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00 Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20 Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00
Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20
Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31