Almyrkvi verður á vesturhluta Íslands árið 2026 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2015 16:50 Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá Jörðinni. Vísir/GVA Sólmyrkvinn í seinustu viku vakti vægast sagt mikla athygli hér á landi, sem og um allan heim, og margir eru væntanlega orðnir spenntir fyrir næsta sólmyrkva sem verður þann 12. ágúst 2026. Sólmyrkvinn sem varð núna á föstudaginn var almyrkvi sem sást í Færeyjum og á Svalbarða en ferill myrkvans lá um 70 kílómetra austur af suðausturhluta Íslands. Hér á landi sást því deildarmyrkvi en tunglið huldi 97,5% sólar í Reykjavík og 99,4% á Austurlandi. Árið 2026 mun hins vegar sjást almyrkvi á Íslandi. Samkvæmt svari á vef Vísindavefsins við spurningunni hvar verði best að vera á landinu mun ferill skuggans sem fellur á jörðina liggja yfir vesturhluta Íslands. Það verður því bara hægt að sjá almyrkva á vestasta hluta landsins en annars staðar verður deildarmyrkvi. Almyrkvi verður á svæðinu milli bláu línanna á myndinni.Mynd/Nasa „Myrkvinn stendur mislengi yfir, lengur eftir því sem vestar dregur. Sem dæmi þá mun almyrkvinn standa í 2 mínútur og 13 sekúndur á Látrabjargi, vestasta odda landsins, í 1 mínútu og 36 sekúndur á Ísafirði en 1 mínútu og 10 sekúndur í Reykjavík. Á Akureyri sést deildarmyrkvi og mun tungl hylja 97,9% af þvermáli sólar þaðan séð. Á Norðfirði mun tungl hylja 95% af þvermáli sólar,“ segir í svari Vísindavefsins. Það verður því almyrkvi í Reykjavík en miðað við spennuna í kringum seinasta myrkva má ætla að fjöldi fólks leggi leið sína á vestasta odda landsins, Látrabjarg, til að upplifa sem lengstan almyrkva. Sólin Almyrkvi 12. ágúst 2026 Tengdar fréttir Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Símtöl frá leikskólastjórum særðu mest en ferðaþjónustuaðilar voru einnig ósáttir við Sævar Helga Bragason. 23. mars 2015 11:00 Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Sólmyrkvinn í seinustu viku vakti vægast sagt mikla athygli hér á landi, sem og um allan heim, og margir eru væntanlega orðnir spenntir fyrir næsta sólmyrkva sem verður þann 12. ágúst 2026. Sólmyrkvinn sem varð núna á föstudaginn var almyrkvi sem sást í Færeyjum og á Svalbarða en ferill myrkvans lá um 70 kílómetra austur af suðausturhluta Íslands. Hér á landi sást því deildarmyrkvi en tunglið huldi 97,5% sólar í Reykjavík og 99,4% á Austurlandi. Árið 2026 mun hins vegar sjást almyrkvi á Íslandi. Samkvæmt svari á vef Vísindavefsins við spurningunni hvar verði best að vera á landinu mun ferill skuggans sem fellur á jörðina liggja yfir vesturhluta Íslands. Það verður því bara hægt að sjá almyrkva á vestasta hluta landsins en annars staðar verður deildarmyrkvi. Almyrkvi verður á svæðinu milli bláu línanna á myndinni.Mynd/Nasa „Myrkvinn stendur mislengi yfir, lengur eftir því sem vestar dregur. Sem dæmi þá mun almyrkvinn standa í 2 mínútur og 13 sekúndur á Látrabjargi, vestasta odda landsins, í 1 mínútu og 36 sekúndur á Ísafirði en 1 mínútu og 10 sekúndur í Reykjavík. Á Akureyri sést deildarmyrkvi og mun tungl hylja 97,9% af þvermáli sólar þaðan séð. Á Norðfirði mun tungl hylja 95% af þvermáli sólar,“ segir í svari Vísindavefsins. Það verður því almyrkvi í Reykjavík en miðað við spennuna í kringum seinasta myrkva má ætla að fjöldi fólks leggi leið sína á vestasta odda landsins, Látrabjarg, til að upplifa sem lengstan almyrkva.
Sólin Almyrkvi 12. ágúst 2026 Tengdar fréttir Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Símtöl frá leikskólastjórum særðu mest en ferðaþjónustuaðilar voru einnig ósáttir við Sævar Helga Bragason. 23. mars 2015 11:00 Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Símtöl frá leikskólastjórum særðu mest en ferðaþjónustuaðilar voru einnig ósáttir við Sævar Helga Bragason. 23. mars 2015 11:00
Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19
Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57
Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57
Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25