Stækka í skugga ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2015 15:15 Nusra Front heldur stórum svæðum Sýrlands. Vísir/AFP Vígahópurinn Nusra Front, sem er hluti af hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, hefur styrkt stöðu sína á stóru svæði í Sýrlandi. Á meðan alþjóðlegt bandaleg herjar á Íslamska ríkið og athyglin beinist að þeim vegna grimmilegs ofbeldis þeirra, hefur Nusra Front stækkað og styrkst á bakvið tjöldin. Nusra hefur barið niður minni uppreisnarhópa og neitt minnihlutahópa til þess að taka upp Íslam. Á vef AP fréttaveitunnar segir að Nusra Front hafi áhrif á aðra uppreisnarhópa sem vesturveldin stefni jafnvel á að reyna að þjálfa og vopnbúa. „Nusra front mun líklega endast lengur í Sýrlandi en ISIS og þeir munu vera mikil ógn gegn Sýrlendingum og vonum þeirra um lýðræðislegt samfélag,“ segir Fawaz A. Gerges, framkvæmdastjóri Mið-Austurlanda miðstöðvar London School of Economics.Nusra hefur barið niður minni uppreisnarhópa og neitt minnihlutahópa til þess að taka upp Íslam.Vísir/AFPÍslamska ríkið hjálpaði til við stofnun Nusra Front árið 2012 með að verða þeim út um fjármagn, mannafla og vopn. Árið 2013 slitnaði sambandið á milli samtakanna, en NF sem tengist al-Qaeda hafa starfað með öðrum uppreisnarhópum í baráttu þeirra gegn sýrlenska hernum og Bashar Assad, forseta Sýrlands. Undanfarna mánuði hafa NF sigrað tvo aðra uppreisnarhópa sem höfðu fengið vopn frá Bandaríkjunum og lentu stór hluti vopnanna þá í höndum NF. Þar að auki hafa vígamenn á vegum NF hagað sér grimmilega gagnvart íbúum á yfirráðasvæði þeirra undanfarna mánuði. AP segir frá því í janúar hafi kona verið skotin til bana á götu úti. Þá hafa þeir refsað fólki með því að veita þeim svipuhögg eða jafnvel með því að krossfesta fólk. NF kynnar hins vegar ekki ódæði sín eins og ISIS. Vegna þessara ásakana hafa þeir þó gefið út tilkynningu og segja að þeir refsi eingöngu þeim sem sannað hafi verið að hafi framið glæpi gegn múslímum og vígamönnum. Þeir segja tilgang sinn vera að koma í veg fyrir óréttlæti og að berjast gegn þeim sem heiðri og trú múslíma. Mið-Austurlönd Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Vígahópurinn Nusra Front, sem er hluti af hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, hefur styrkt stöðu sína á stóru svæði í Sýrlandi. Á meðan alþjóðlegt bandaleg herjar á Íslamska ríkið og athyglin beinist að þeim vegna grimmilegs ofbeldis þeirra, hefur Nusra Front stækkað og styrkst á bakvið tjöldin. Nusra hefur barið niður minni uppreisnarhópa og neitt minnihlutahópa til þess að taka upp Íslam. Á vef AP fréttaveitunnar segir að Nusra Front hafi áhrif á aðra uppreisnarhópa sem vesturveldin stefni jafnvel á að reyna að þjálfa og vopnbúa. „Nusra front mun líklega endast lengur í Sýrlandi en ISIS og þeir munu vera mikil ógn gegn Sýrlendingum og vonum þeirra um lýðræðislegt samfélag,“ segir Fawaz A. Gerges, framkvæmdastjóri Mið-Austurlanda miðstöðvar London School of Economics.Nusra hefur barið niður minni uppreisnarhópa og neitt minnihlutahópa til þess að taka upp Íslam.Vísir/AFPÍslamska ríkið hjálpaði til við stofnun Nusra Front árið 2012 með að verða þeim út um fjármagn, mannafla og vopn. Árið 2013 slitnaði sambandið á milli samtakanna, en NF sem tengist al-Qaeda hafa starfað með öðrum uppreisnarhópum í baráttu þeirra gegn sýrlenska hernum og Bashar Assad, forseta Sýrlands. Undanfarna mánuði hafa NF sigrað tvo aðra uppreisnarhópa sem höfðu fengið vopn frá Bandaríkjunum og lentu stór hluti vopnanna þá í höndum NF. Þar að auki hafa vígamenn á vegum NF hagað sér grimmilega gagnvart íbúum á yfirráðasvæði þeirra undanfarna mánuði. AP segir frá því í janúar hafi kona verið skotin til bana á götu úti. Þá hafa þeir refsað fólki með því að veita þeim svipuhögg eða jafnvel með því að krossfesta fólk. NF kynnar hins vegar ekki ódæði sín eins og ISIS. Vegna þessara ásakana hafa þeir þó gefið út tilkynningu og segja að þeir refsi eingöngu þeim sem sannað hafi verið að hafi framið glæpi gegn múslímum og vígamönnum. Þeir segja tilgang sinn vera að koma í veg fyrir óréttlæti og að berjast gegn þeim sem heiðri og trú múslíma.
Mið-Austurlönd Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira