KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrri leik dagsins í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á gervigrasvelli KA-manna.
KA-menn komust í 2-0 snemma leiks. KR-ingar skoruðu sjálfsmark á 4. mínútu og á þeirri 26. jók Elfar Árni Aðalsteinsson forystuna í 2-0.
Þorsteinn Már Ragnarsson minnkaði muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks og á 67. mínútu skoraði Gary Martin jöfnunarmark KR og tryggði Vesturbæingum stig.
KR er í 4. sæti riðils 2 með sjö stig eftir fimm leiki, en KA er í því sjöunda með fjögur stig eftir fjóra leiki.
