Fótboltamenn ágæt tilraunadýr fyrir hross Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2015 21:33 Maðurinn notar gjarnan dýr í tilraunaskyni þegar prófa þarf eitthvað nýtt. Það er hins vegar fáheyrt að menn séu notaðir í tilraunum í þágu dýra, en dæmi um slíkt fann Stöð 2 í Flóanum suður af Selfossi á dögunum. Sveitin telst í hópi öflugustu landbúnaðarhéraða landsins. En Flóinn leynir á sér og þar hafa til að mynda verið að vaxa úr grasi athyglisverð nýsköpunarfyrirtæki á sviði málmiðnaðar, þeirra á meðal Formax við Gegnishóla. Þar eru smíðuð tæki fyrir hrossarækt, eins og vatnsbretti, sem notað er til þjálfunar, - ekki bara íslenskra gæðinga , - heldur erlendra veðhlaupahesta. Eigendur fyrirtækisins, þeir Bjarni Sigurðsson og Helgi Friðrik Halldórsson, nota hins vegar óvenjuleg tilraunadýr til að prófa tækið. „Þá notar maður mennskar tilraunamýs,“ segir Bjarni, sem er framkvæmdastjóri Formax, um leið og hann sýnir okkur myndband af tveim piltum reyna vatnsbretti hrossanna. „Þetta eru strákarnir mínir hérna. Þeir voru bara fengnir í þetta og látnir puða. Það er mjög auðvelt að spyrja þá hvernig þeim finnst. Það er erfiðara að spyrja hestana.“ Kunnur knattspyrnumaður hleypur á vatnsbrettinu, Atli Heimisson, sem spilar fótbolta með liði í Noregi. Við spyrjum hvort næsta skref sé þá ekki að selja KSÍ svona tæki eða jafnvel líkamsræktarstöðvum. Sjá mátti íslenskan stóðhest í þjálfun í svona tæki í reiðhöll í Húnaþingi vestra í þættinum „Um land allt" í byrjun mánaðarins. Aðalmarkaðurinn er þó erlendis. „Við erum farnir að selja þetta vítt og breitt um heiminn,“ segir meðeigandinn Helgi Friðrik. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld var fjallað nánar um starfsemina. Flóahreppur Hestar Um land allt Tengdar fréttir Hafa tífaldað notkun notaðra bílavarahluta Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. 30. mars 2015 21:08 Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp. 24. mars 2015 20:47 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Lífsgæði batna þegar heita vatnið kemur í sveitirnar Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. 7. mars 2015 20:59 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Maðurinn notar gjarnan dýr í tilraunaskyni þegar prófa þarf eitthvað nýtt. Það er hins vegar fáheyrt að menn séu notaðir í tilraunum í þágu dýra, en dæmi um slíkt fann Stöð 2 í Flóanum suður af Selfossi á dögunum. Sveitin telst í hópi öflugustu landbúnaðarhéraða landsins. En Flóinn leynir á sér og þar hafa til að mynda verið að vaxa úr grasi athyglisverð nýsköpunarfyrirtæki á sviði málmiðnaðar, þeirra á meðal Formax við Gegnishóla. Þar eru smíðuð tæki fyrir hrossarækt, eins og vatnsbretti, sem notað er til þjálfunar, - ekki bara íslenskra gæðinga , - heldur erlendra veðhlaupahesta. Eigendur fyrirtækisins, þeir Bjarni Sigurðsson og Helgi Friðrik Halldórsson, nota hins vegar óvenjuleg tilraunadýr til að prófa tækið. „Þá notar maður mennskar tilraunamýs,“ segir Bjarni, sem er framkvæmdastjóri Formax, um leið og hann sýnir okkur myndband af tveim piltum reyna vatnsbretti hrossanna. „Þetta eru strákarnir mínir hérna. Þeir voru bara fengnir í þetta og látnir puða. Það er mjög auðvelt að spyrja þá hvernig þeim finnst. Það er erfiðara að spyrja hestana.“ Kunnur knattspyrnumaður hleypur á vatnsbrettinu, Atli Heimisson, sem spilar fótbolta með liði í Noregi. Við spyrjum hvort næsta skref sé þá ekki að selja KSÍ svona tæki eða jafnvel líkamsræktarstöðvum. Sjá mátti íslenskan stóðhest í þjálfun í svona tæki í reiðhöll í Húnaþingi vestra í þættinum „Um land allt" í byrjun mánaðarins. Aðalmarkaðurinn er þó erlendis. „Við erum farnir að selja þetta vítt og breitt um heiminn,“ segir meðeigandinn Helgi Friðrik. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld var fjallað nánar um starfsemina.
Flóahreppur Hestar Um land allt Tengdar fréttir Hafa tífaldað notkun notaðra bílavarahluta Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. 30. mars 2015 21:08 Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp. 24. mars 2015 20:47 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Lífsgæði batna þegar heita vatnið kemur í sveitirnar Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. 7. mars 2015 20:59 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Hafa tífaldað notkun notaðra bílavarahluta Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. 30. mars 2015 21:08
Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp. 24. mars 2015 20:47
Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45
Lífsgæði batna þegar heita vatnið kemur í sveitirnar Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. 7. mars 2015 20:59