Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul tilkynnti fyrr í dag að hann byði sig fram til að verða frambjóðandi Repúblikana í bandarísku forsetakosningunum á næsta ári.
Í tilkynningu á heimasíðu sinni sagðist hann ætla að berjast fyrir frelsi og takmörkuðum ríkisafskiptum.
Paul er öldungadeildarþingmaður Kentucky og er annar Repúblikaninn til að tilkynna um framboð sitt. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Texas-ríkis, greindi frá sínu framboði í síðasta mánuði.
Paul var kjörinn á þing árið 2010 þegar Teboðshreyfingin svokallaða naut talsverðra vinsælda í bandarískum stjórnmálum.
Paul er menntaður augnlæknir og þykir íhaldssamur þegar kemur að hjónaböndum samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þá þykir mörgum hann vera mikinn einangrunarsinna í utanríkismálum.
Rand Paul býður sig fram til forseta

Tengdar fréttir

Öldungadeildarþingmaður Texas býður sig fram til forseta
Ted Cruz varð í dag fyrsti Repúblikaninn til að greina opinberlega frá forsetaframboði sínu.