Eiður Smári: "Spilaði í sennilega besta liði sem sagan á“ | Myndband Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2015 16:00 vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér, var í athyglisverðu viðtali við sjónvarpsþáttinn 433.is í gærkvöldi. Þátturinn var sýndur á Hringbraut, en Eiður fór um víðan völl í viðtalinu. „Þetta er mjög kaflaskipt," sagði Eiður aðspurður hver væri hans besti tími á ferlinum. „Ég þurfti að koma mér aftur af stað og að standast þær væntingar sem til mín voru gerðar þegar ég var yngri." „Að fá að spila með stórliði eins og Chelsea og að vera í lykilhlutverki sem vinnur deildina í fyrsta skipti í 50 ár. Að fá að upplifa allt ferlið, þegar Abrahamovic kemur inn og kaupir félagið, fá að upplifa Mourinho. Svo auðvitað Barcelona. Skref sem ekki hægt var að neita." Eiður spilaði með Barcelona frá 2006-2009, en Barcelona-liðið 2009 er talið eitt besta knattspyrnulið sögunnar. Þeir unnu allt sem hægt var að vinna; deildina, bikarinn og Meistaradeildina. „Það var það ótrúlegur tími að spila í sennilega besta liði sem sagan á sér, 2009 liðið. Það vann allt sem hægt var að vinna. Að vera hluti að því var ótrúlegt og maður gerði sér ekkert endilega grein fyrir því á þeim tíma. Maður var kannski frekar að pirra sig yfir því hvað maður spilaði fáar mínútur, en þegar ég hugsa til baka þá spilaði ég örugglega um 100-110 leiki fyrir Barcelona sem er frábært afrek. Þessi frábæri leikmaður fór frá Barcelona sumarið 2009 og gekk þá í raðir Monaco. Þar gengu hlutirnir ekki upp og hann fór á láni frá félaginu. „Erfiðast eftir Barcelona var að aðlagast öðruvísi fótbolta og stíga skref niður á við. Það held ég að sé reyndar óhjákvæmilegt þegar þú ferð frá Barcelona. Skrefið var kannski of mikið niður á við að fara til Monaco og ég átti í erfiðleikum með það. Ég skildi ekki alveg hvað leikmennirnir vildu og þeir voru kannski ekki að skilja mig inni á vellinum." „Seinni hluta ferilsins hefur verið rótering og hef verið að leita af liði þar sem mér líður vel. Það gerðist hjá Tottenham og það gerðist meira segja hjá Cercle Brugge þegar ég byrjaði að spila aftur eftir fótbrotið í Grikklandi." „Þá fann ég gleði aftur eftir fótbrotið. Ég ætlaði mér alls ekki að enda ferilinn þannig og núna erum við komnir hingað," sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að neðan. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér, var í athyglisverðu viðtali við sjónvarpsþáttinn 433.is í gærkvöldi. Þátturinn var sýndur á Hringbraut, en Eiður fór um víðan völl í viðtalinu. „Þetta er mjög kaflaskipt," sagði Eiður aðspurður hver væri hans besti tími á ferlinum. „Ég þurfti að koma mér aftur af stað og að standast þær væntingar sem til mín voru gerðar þegar ég var yngri." „Að fá að spila með stórliði eins og Chelsea og að vera í lykilhlutverki sem vinnur deildina í fyrsta skipti í 50 ár. Að fá að upplifa allt ferlið, þegar Abrahamovic kemur inn og kaupir félagið, fá að upplifa Mourinho. Svo auðvitað Barcelona. Skref sem ekki hægt var að neita." Eiður spilaði með Barcelona frá 2006-2009, en Barcelona-liðið 2009 er talið eitt besta knattspyrnulið sögunnar. Þeir unnu allt sem hægt var að vinna; deildina, bikarinn og Meistaradeildina. „Það var það ótrúlegur tími að spila í sennilega besta liði sem sagan á sér, 2009 liðið. Það vann allt sem hægt var að vinna. Að vera hluti að því var ótrúlegt og maður gerði sér ekkert endilega grein fyrir því á þeim tíma. Maður var kannski frekar að pirra sig yfir því hvað maður spilaði fáar mínútur, en þegar ég hugsa til baka þá spilaði ég örugglega um 100-110 leiki fyrir Barcelona sem er frábært afrek. Þessi frábæri leikmaður fór frá Barcelona sumarið 2009 og gekk þá í raðir Monaco. Þar gengu hlutirnir ekki upp og hann fór á láni frá félaginu. „Erfiðast eftir Barcelona var að aðlagast öðruvísi fótbolta og stíga skref niður á við. Það held ég að sé reyndar óhjákvæmilegt þegar þú ferð frá Barcelona. Skrefið var kannski of mikið niður á við að fara til Monaco og ég átti í erfiðleikum með það. Ég skildi ekki alveg hvað leikmennirnir vildu og þeir voru kannski ekki að skilja mig inni á vellinum." „Seinni hluta ferilsins hefur verið rótering og hef verið að leita af liði þar sem mér líður vel. Það gerðist hjá Tottenham og það gerðist meira segja hjá Cercle Brugge þegar ég byrjaði að spila aftur eftir fótbrotið í Grikklandi." „Þá fann ég gleði aftur eftir fótbrotið. Ég ætlaði mér alls ekki að enda ferilinn þannig og núna erum við komnir hingað," sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira