Friðrik Dór syngur framlag Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2015 11:48 Páll Óskar sakar StopWaitGo um "viðvaningshátt af verstu sort“. Uppfært að kvöldi 1. apríl klukkan 23:50 Um aprílgabb var að ræða eins og lesa má nánar um hér. Friðrik Dór Jónsson mun syngja lagið Unbroken, framlag Íslands, í lokakeppni Eurovision í Vín í maí. María Ólafsdóttir, sem flutti lagið þegar það hafði betur í undankeppninni á Íslandi, einmitt í baráttu við Friðrik Dór og lag hans Once Again, verður í bakröddum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Páls Óskars í dag en hann hefur hafið undirskriftasöfnun gegn ákvörðuninni. Samstaða virðist ríkja innan íslenska hópsins um breytingarnar eftir að Friðrik Dór gerði meðlimi hópsins svo til orðlausa á æfingu á dögunum. Páll Óskar segir ákvörðunina bera vott um viðvaningshátt af verstu sort og hvetur íslenska hópinn til að endurskoða hana. Friðrik Dór tók sem kunnugt er fagnandi boði StopWaitGo, sem sömdu bæði Once Again og Unbroken, að vera einn bakraddasöngvara fyrir Maríu úti í Vín. Nú er ljóst að þau munu hafa hlutverkaskipti.Sjá einnig: Friðrik Dór fer með Maríu til Vínar „Ég spreytti mig á laginu á æfingu um daginn, aðallega í gríni,“ segir Friðrik Dór í samtali við Vísi. Flutningurinn hafi fallið svo vel í kramið hjá félögum hans í íslenska hópnum að menn fóru að velta fyrir sér möguleikanum á að gera breytingar á flutningi lagsins. Það var þó ekki fyrr en María sjálf sagðist opin fyrir breytingunum að hjólin fóru að snúast. „Ég er mjög spenntur. Þetta var auðvitað draumurinn, að fá að vera fulltrúi Íslands, þannig að það má segja sem svo að draumurinn sé að rætast,“ segir Friðrik Dór. Hann segist ekki eiga orð yfir hve vel María hafi tekið í breytingarnar. Þar hafi komið í ljós hversu mikil fagkona hún sé.María segir Friðrik frábæran söngvaraMaría vildi lítið segja þegar Vísir náði af henni tali. Friðrik Dór nái laginu alveg ótrúlega vel og verði flottur fulltrúi fyrir Ísland í Vín. Auðvitað hafi hana langað að syngja lagið en þetta snúist ekki um hana heldur liðið. „Vonandi gengur Frikka frábærlega. Hann er frábær söngvari,“ segir María. Henni líst ágætlega á að standa vaktina í bakröddum úr því sem komið er. Óhætt er að segja að breytingarnar komi á óvart enda fá fordæmi fyrir því að skipt sé um flytjanda á framlagi Íslands með svo skömmum fyrirvara. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur það aðeins gerst einu sinni, árið 1994 þegar Sigríður Beinteinsdóttir hljóp í skarðið fyrir Sigrúnu Evu Ármannsdóttur, sem sungið hafði lagið í undankeppninni. Lagið tók miklum breytingum frá undankeppninni og var Sigríður að lokum fengin til að flytja lagið í stað Sigrúnar Evu. Ekki voru allir sáttir með þá breytingu.Páll Óskar safnar undirskriftum Páll Óskar Hjálmtýsson, fyrrverandi Eurovisionfari og einn helsti spekingur þjóðarinnar í söngvakeppninni, greindi frá ákvörðuninni á Facebook-síðunni sinni í dag. Þar hóf hann undirskriftasöfnun til að reyna að fá forsvarsmenn íslenska hópsins til að endurskoða ákvörðunina um að skipta út söngvurum. Hann skorar „á höfunda og flytjendur lagsins "Unbroken", StopWaitGo og Maríu Ólafs að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Íslensku þjóðinni og flytja lagið í úrslitum Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva í Vín eins og það var kosið til sigurs í Söngvakeppni Sjónvarpsins á RÚV“, samkvæmt yfirlýsingunni á Facebook. „Annað væri óvirðing við land og þjóðina sem kaus það sem fulltrúa sinn í keppninni. Svona gríðarlegar breytingar á framlaginu, eins og að skipta út leiðandi söngvara þess á síðustu stundu, ber vott um viðvaningshátt af verstu sort, er ekki gott afspurnar utan landssteinanna og síst líklegt til árangus.“STAÐFEST! Enn einu sinni eru StopWaitGo strákarnir að breyta framlagi Íslands í Eurovision, pota Maríu í bakraddir og l...Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on Wednesday, April 1, 2015Nokkrir tugir hafa þegar skrifað undir áskorunina, sem virðist hafa verið sett af stað í morgun. Páll Óskar er einn eftirminnilegasti keppandi Íslands í keppninni en hann fór með lagið Minn hinsti dans út til Dublin á Írlandi árið 1997. Hann hefur gert eina tilraun til viðbótar að komast í keppnina, árið 2007, þegar hann sendi inn lagið Allt fyrir ástina. Var laginu hafnað þar sem einn lagahöfundanna var sænskur. Stutt er þar til íslenska lagið verður flutt í undanúrslitum Eurovision í Vínarborg en lagið verður tólfta á svið seinna undanúrslitakvöldið, þann 21. maí. Ljóst er því að hafa þarf ansi hraðar hendur við að undirbúa atriðið - sama hvort ákvörðun StopWaitGo verður endurskoðuð eða ekki. Aprílgabb Eurovision Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Uppfært að kvöldi 1. apríl klukkan 23:50 Um aprílgabb var að ræða eins og lesa má nánar um hér. Friðrik Dór Jónsson mun syngja lagið Unbroken, framlag Íslands, í lokakeppni Eurovision í Vín í maí. María Ólafsdóttir, sem flutti lagið þegar það hafði betur í undankeppninni á Íslandi, einmitt í baráttu við Friðrik Dór og lag hans Once Again, verður í bakröddum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Páls Óskars í dag en hann hefur hafið undirskriftasöfnun gegn ákvörðuninni. Samstaða virðist ríkja innan íslenska hópsins um breytingarnar eftir að Friðrik Dór gerði meðlimi hópsins svo til orðlausa á æfingu á dögunum. Páll Óskar segir ákvörðunina bera vott um viðvaningshátt af verstu sort og hvetur íslenska hópinn til að endurskoða hana. Friðrik Dór tók sem kunnugt er fagnandi boði StopWaitGo, sem sömdu bæði Once Again og Unbroken, að vera einn bakraddasöngvara fyrir Maríu úti í Vín. Nú er ljóst að þau munu hafa hlutverkaskipti.Sjá einnig: Friðrik Dór fer með Maríu til Vínar „Ég spreytti mig á laginu á æfingu um daginn, aðallega í gríni,“ segir Friðrik Dór í samtali við Vísi. Flutningurinn hafi fallið svo vel í kramið hjá félögum hans í íslenska hópnum að menn fóru að velta fyrir sér möguleikanum á að gera breytingar á flutningi lagsins. Það var þó ekki fyrr en María sjálf sagðist opin fyrir breytingunum að hjólin fóru að snúast. „Ég er mjög spenntur. Þetta var auðvitað draumurinn, að fá að vera fulltrúi Íslands, þannig að það má segja sem svo að draumurinn sé að rætast,“ segir Friðrik Dór. Hann segist ekki eiga orð yfir hve vel María hafi tekið í breytingarnar. Þar hafi komið í ljós hversu mikil fagkona hún sé.María segir Friðrik frábæran söngvaraMaría vildi lítið segja þegar Vísir náði af henni tali. Friðrik Dór nái laginu alveg ótrúlega vel og verði flottur fulltrúi fyrir Ísland í Vín. Auðvitað hafi hana langað að syngja lagið en þetta snúist ekki um hana heldur liðið. „Vonandi gengur Frikka frábærlega. Hann er frábær söngvari,“ segir María. Henni líst ágætlega á að standa vaktina í bakröddum úr því sem komið er. Óhætt er að segja að breytingarnar komi á óvart enda fá fordæmi fyrir því að skipt sé um flytjanda á framlagi Íslands með svo skömmum fyrirvara. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur það aðeins gerst einu sinni, árið 1994 þegar Sigríður Beinteinsdóttir hljóp í skarðið fyrir Sigrúnu Evu Ármannsdóttur, sem sungið hafði lagið í undankeppninni. Lagið tók miklum breytingum frá undankeppninni og var Sigríður að lokum fengin til að flytja lagið í stað Sigrúnar Evu. Ekki voru allir sáttir með þá breytingu.Páll Óskar safnar undirskriftum Páll Óskar Hjálmtýsson, fyrrverandi Eurovisionfari og einn helsti spekingur þjóðarinnar í söngvakeppninni, greindi frá ákvörðuninni á Facebook-síðunni sinni í dag. Þar hóf hann undirskriftasöfnun til að reyna að fá forsvarsmenn íslenska hópsins til að endurskoða ákvörðunina um að skipta út söngvurum. Hann skorar „á höfunda og flytjendur lagsins "Unbroken", StopWaitGo og Maríu Ólafs að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Íslensku þjóðinni og flytja lagið í úrslitum Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva í Vín eins og það var kosið til sigurs í Söngvakeppni Sjónvarpsins á RÚV“, samkvæmt yfirlýsingunni á Facebook. „Annað væri óvirðing við land og þjóðina sem kaus það sem fulltrúa sinn í keppninni. Svona gríðarlegar breytingar á framlaginu, eins og að skipta út leiðandi söngvara þess á síðustu stundu, ber vott um viðvaningshátt af verstu sort, er ekki gott afspurnar utan landssteinanna og síst líklegt til árangus.“STAÐFEST! Enn einu sinni eru StopWaitGo strákarnir að breyta framlagi Íslands í Eurovision, pota Maríu í bakraddir og l...Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on Wednesday, April 1, 2015Nokkrir tugir hafa þegar skrifað undir áskorunina, sem virðist hafa verið sett af stað í morgun. Páll Óskar er einn eftirminnilegasti keppandi Íslands í keppninni en hann fór með lagið Minn hinsti dans út til Dublin á Írlandi árið 1997. Hann hefur gert eina tilraun til viðbótar að komast í keppnina, árið 2007, þegar hann sendi inn lagið Allt fyrir ástina. Var laginu hafnað þar sem einn lagahöfundanna var sænskur. Stutt er þar til íslenska lagið verður flutt í undanúrslitum Eurovision í Vínarborg en lagið verður tólfta á svið seinna undanúrslitakvöldið, þann 21. maí. Ljóst er því að hafa þarf ansi hraðar hendur við að undirbúa atriðið - sama hvort ákvörðun StopWaitGo verður endurskoðuð eða ekki.
Aprílgabb Eurovision Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira