Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2015 21:40 Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd, - hálendið eigi ekki að vera einkaland jeppamanna og fjallaferðafélaga. Landsnet og Vegagerðin kynntu í haust áform um uppbyggingu Sprengisandsvegar í tengslum við lagningu háspennulínu. Vegagerðin hætti hins vegar við allt saman í nýliðinni viku og lýsti því yfir að nýr vegur yfir Sprengisand yrði ekki lagður í nánustu framtíð. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, hefur í nokkrum bókum fjallað um kosti hálendisvega en fyrstu blaðagrein sína um viðfangsefnið ritaði hann árið 1977. Trausti segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að gríðarleg stytting vegalengda milli landshluta fengist með því að fara um hálendið. Þannig yrðu íbúar í uppsveitum Suðurlands og Norðurlands nágrannar.Sunnlendingar og Norðlendingar yrðu nágrannar með góðum vegi yfir Sprengisand, segir Trausti.Ýmis samtök hafa hins vegar mótmælt hálendisvegi. „Þetta fer svona illa í fólk af því að það er verið að tala um þessa raflínu. Fólk vill ekki þarna raflínu og ég ekki heldur,“ segir Trausti. Hann telur að stjórnvöld verði að kosta því til að plægja háspennulínuna niður í Sprengisand meðfram Hofsjökli. Til að það sé unnt þurfi að leggja sæmilegan veg. „Þá erum við um leið komin með þennan hálendisveg, Sprengisandsveg, sem er alveg stórkostlegt í mínum skilningi.“ Trausti telur að andstaða gegn hálendisvegi ráðist af sérhagsmunum og kveðst vel skilja jeppaeigendur. „Þeir eru með þetta svæði í dag að verulegum hluta sem prívatsvæði þar sem þeir eru í þessum jeppaleikjum sínum. Það myndi bara vera leiðinlegt fyrir þá að vera að fá einhverja almenna borgara að setjast að í sæluhúsum og eitthvað. Þá eru þeir ekki lengur með þetta sem prívatsvæði lengur. En þarna eru alltaf svona þessir einkahagsmunir og þeir hafa hátt, þessir sérhagsmunahópar.“ Sama gildi um hluta ferðaþjónustunnar og nefnir Trausti fjallaferðafélögin, sem sérstaklega geri út á gönguferðir. „Þeir eru náttúrlega með því að það séu helst engir vegir þarna.“Frá Sprengisandsvegi. Hálendið á ekki að vera einkasvæði jeppaeigenda og fjallaferðafélaga, að mati Trausta Valssonar.Trausti telur raunar brýnt að fá góða hálendisvegi til að hindra frekari skaða út frá slóðunum. Með auknum fjölda ferðamanna blasi við að umferð aukist á hálendisslóðunum. „Þá verða þarna geysilegar umhverfisskemmdir. Þannig að stærsta umhverfisverndarráðstöfun sem við getum gert er að leggja góða vegi.“ Þá segir hann hálendisveg helsta lykillinn að því að dreifa ferðamönnum meira um landið. „Ef menn hafa einhvern áhuga á því, til dæmis Norður- og Austurland, sem myndu græða mikið á Sprengisandsvegi, með vegalengdastyttingum og sköpun nýrra hringleiða, þá verða að koma vegabætur til að koma öllum þessum fjölda ferðamanna lengra út á land.“ Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd, - hálendið eigi ekki að vera einkaland jeppamanna og fjallaferðafélaga. Landsnet og Vegagerðin kynntu í haust áform um uppbyggingu Sprengisandsvegar í tengslum við lagningu háspennulínu. Vegagerðin hætti hins vegar við allt saman í nýliðinni viku og lýsti því yfir að nýr vegur yfir Sprengisand yrði ekki lagður í nánustu framtíð. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, hefur í nokkrum bókum fjallað um kosti hálendisvega en fyrstu blaðagrein sína um viðfangsefnið ritaði hann árið 1977. Trausti segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að gríðarleg stytting vegalengda milli landshluta fengist með því að fara um hálendið. Þannig yrðu íbúar í uppsveitum Suðurlands og Norðurlands nágrannar.Sunnlendingar og Norðlendingar yrðu nágrannar með góðum vegi yfir Sprengisand, segir Trausti.Ýmis samtök hafa hins vegar mótmælt hálendisvegi. „Þetta fer svona illa í fólk af því að það er verið að tala um þessa raflínu. Fólk vill ekki þarna raflínu og ég ekki heldur,“ segir Trausti. Hann telur að stjórnvöld verði að kosta því til að plægja háspennulínuna niður í Sprengisand meðfram Hofsjökli. Til að það sé unnt þurfi að leggja sæmilegan veg. „Þá erum við um leið komin með þennan hálendisveg, Sprengisandsveg, sem er alveg stórkostlegt í mínum skilningi.“ Trausti telur að andstaða gegn hálendisvegi ráðist af sérhagsmunum og kveðst vel skilja jeppaeigendur. „Þeir eru með þetta svæði í dag að verulegum hluta sem prívatsvæði þar sem þeir eru í þessum jeppaleikjum sínum. Það myndi bara vera leiðinlegt fyrir þá að vera að fá einhverja almenna borgara að setjast að í sæluhúsum og eitthvað. Þá eru þeir ekki lengur með þetta sem prívatsvæði lengur. En þarna eru alltaf svona þessir einkahagsmunir og þeir hafa hátt, þessir sérhagsmunahópar.“ Sama gildi um hluta ferðaþjónustunnar og nefnir Trausti fjallaferðafélögin, sem sérstaklega geri út á gönguferðir. „Þeir eru náttúrlega með því að það séu helst engir vegir þarna.“Frá Sprengisandsvegi. Hálendið á ekki að vera einkasvæði jeppaeigenda og fjallaferðafélaga, að mati Trausta Valssonar.Trausti telur raunar brýnt að fá góða hálendisvegi til að hindra frekari skaða út frá slóðunum. Með auknum fjölda ferðamanna blasi við að umferð aukist á hálendisslóðunum. „Þá verða þarna geysilegar umhverfisskemmdir. Þannig að stærsta umhverfisverndarráðstöfun sem við getum gert er að leggja góða vegi.“ Þá segir hann hálendisveg helsta lykillinn að því að dreifa ferðamönnum meira um landið. „Ef menn hafa einhvern áhuga á því, til dæmis Norður- og Austurland, sem myndu græða mikið á Sprengisandsvegi, með vegalengdastyttingum og sköpun nýrra hringleiða, þá verða að koma vegabætur til að koma öllum þessum fjölda ferðamanna lengra út á land.“
Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira