Framkvæmdastjóri SA segir hækkun stjórnarlauna trufla kjaraviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2015 18:52 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hækkun stjórnarlauna hjá HB Granda hafa truflað kjaraviðræðurnar en stjórnin verði sjálf að gera upp við sig hvort hún verði dregin til baka. Samtök atvinnulífsins hafi lagt áherslu á að hóflegar launahækkanir geti skilað betri kaupmætti og þá verði stjórnendur að fara á undan með góðu fordæmi. Ólíkt því sem gerst hefur oftast undanfarin mörg ár fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð aðildarfélaga sinna í stóru samfloti. Þótt vissulega sé um samflot að ræða milli verkalýðsfélaga eins og innan Starfsgreinasambandsins koma fjölmargir aðilar að samningaborðinu á hinum almenna vinnumarkaði nú sem og hjá hinu opinbera. Þá eru kröfurnar mjög misjafnar, bæði efnislega og hvað varðar samningstíma. „Nei, ég held að þetta gangi ekki upp svona. Það er alveg ljóst að viðfangsefnið er mjög flókið og það þarf að horfa til mjög margra þátta við lausn þessarar deilu sem nú er. Það verður aldrei gert með góðu móti nema menn komi þá saman að úrlausninni,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Það séu til leiðir til að auka kaupmátt launafólks enn frekar án þess að hleypa verðbólgunni af stað. „Það gæti komið til aðkoma ríkisvalds, það gætu komið til breytingar á launakerfum, hvernig eigi að meðhöndla ólíkar kröfur þ.e.a.s annars vegar millitekjuhópa og krafna um hækkun lægstu launa. Þetta gerist ekki öðruvísi en í samfloti,“ segir Þorsteinn. Sigurður Bessason formaður Eflingar segir margt hafa flægt samningsstöðuna að undanförnu og hafi nýleg hækkun launa stjórnarmanna í HB Granda verið eins og bensín á eldinn. „Alveg klárlega og okkar krafa er sú að þetta verði dregið til baka. Hvernig sem þeir fara að því. Það myndi vera mjög gott innlegg til að skapa andrúmsloft til að hægt sé að vinna með málin áfram. En engu að síður er mjög flókin staða undir. Nóg var samt að glíma við þá stöðu þó þetta bættist ekki við,“ segir Sigurður. „Við erum að tala um áherslu á að lægri kauphækkanir skili eftir sem áður meiri árangri og þar verða auðvitað stjórnendur að leiða för,“ segir Þorsteinn. Finnst þér að þeir ættu að draga þessa hækkun til baka? „Það verða þeir að svara fyrir um. En það er alveg ljóst að hún hefur truflað viðræður,“ segir framkvæmdastjóri Samstaka atvinnulífsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40 Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hækkun stjórnarlauna hjá HB Granda hafa truflað kjaraviðræðurnar en stjórnin verði sjálf að gera upp við sig hvort hún verði dregin til baka. Samtök atvinnulífsins hafi lagt áherslu á að hóflegar launahækkanir geti skilað betri kaupmætti og þá verði stjórnendur að fara á undan með góðu fordæmi. Ólíkt því sem gerst hefur oftast undanfarin mörg ár fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð aðildarfélaga sinna í stóru samfloti. Þótt vissulega sé um samflot að ræða milli verkalýðsfélaga eins og innan Starfsgreinasambandsins koma fjölmargir aðilar að samningaborðinu á hinum almenna vinnumarkaði nú sem og hjá hinu opinbera. Þá eru kröfurnar mjög misjafnar, bæði efnislega og hvað varðar samningstíma. „Nei, ég held að þetta gangi ekki upp svona. Það er alveg ljóst að viðfangsefnið er mjög flókið og það þarf að horfa til mjög margra þátta við lausn þessarar deilu sem nú er. Það verður aldrei gert með góðu móti nema menn komi þá saman að úrlausninni,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Það séu til leiðir til að auka kaupmátt launafólks enn frekar án þess að hleypa verðbólgunni af stað. „Það gæti komið til aðkoma ríkisvalds, það gætu komið til breytingar á launakerfum, hvernig eigi að meðhöndla ólíkar kröfur þ.e.a.s annars vegar millitekjuhópa og krafna um hækkun lægstu launa. Þetta gerist ekki öðruvísi en í samfloti,“ segir Þorsteinn. Sigurður Bessason formaður Eflingar segir margt hafa flægt samningsstöðuna að undanförnu og hafi nýleg hækkun launa stjórnarmanna í HB Granda verið eins og bensín á eldinn. „Alveg klárlega og okkar krafa er sú að þetta verði dregið til baka. Hvernig sem þeir fara að því. Það myndi vera mjög gott innlegg til að skapa andrúmsloft til að hægt sé að vinna með málin áfram. En engu að síður er mjög flókin staða undir. Nóg var samt að glíma við þá stöðu þó þetta bættist ekki við,“ segir Sigurður. „Við erum að tala um áherslu á að lægri kauphækkanir skili eftir sem áður meiri árangri og þar verða auðvitað stjórnendur að leiða för,“ segir Þorsteinn. Finnst þér að þeir ættu að draga þessa hækkun til baka? „Það verða þeir að svara fyrir um. En það er alveg ljóst að hún hefur truflað viðræður,“ segir framkvæmdastjóri Samstaka atvinnulífsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40 Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40
Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50