Brýna Bandaríkjastjórn til að nýta olíu norðurslóða Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2015 21:15 Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. Umhverfissamtök segja þetta kolranga ályktun.Skýrslan er þegar farin að virka sem olía á eld í umræðu um loftlagsmál og olíuvinnslu á norðurslóðum. Skilaboðin til stjórnvalda í Washington eru nefnilega þessi, eins og grænlenski fréttamiðillinn Arctic Journal orðaði það: Flýtið ykkur að bora. Það var svokallað þjóðarráð um olíumál sem vann skýrsluna að ósk orkumálaráðherra Bandaríkjanna en ráðið er skipað fulltrúum bandaríska olíugeirans, embættismönnum og óháðum sérfræðingum. Tilgangurinn var að meta þörfina á olíuvinnslu á þeim norðlægu svæðum sem Bandaríkin ráða yfir, sem öll eru í Alaska. Meginniðurstaðan er sú að Bandaríkjastjórn er eindregið hvött til þess að flýta sem kostur er olíuleit á norðurslóðum, annars eigi Bandaríkin það á hættu að verða aftur háð innflutningi á olíu. Í skýrslunni er bent á að stóruaukin vinnsla svokallaðrar bergbrotsolíu úr jarðlögum muni vart endast nema í rúman áratug. Því sé ekki seinna vænna að hefjast handa að nýta hinar miklu auðlindir norðurslóða enda taki minnst áratug að undirbúa olíuvinnslu þar. Skýrsluhöfundar viðurkenna þá erfiðleika og áhættu sem fylgi olíuleit á viðkvæmum heimskautasvæðum. Þeir segja hins vegar að olíuiðnaðurinn búi nú þegar yfir tækni og þekkingu til að unnt sé að vinna olíu þar á ábyrgan og öruggan hátt. Bandarísk umhverfissamtök hafa þegar brugðist við skýrslunni, segja að sú ályktun skýrslunnar að finna þurfa meiri olíu sé kolröng, svarið eigi að vera að draga úr þörfinni fyrir jarðefnaeldsneyti í stað þess að ógna náttúrunni og framtíð jarðarbúa með loftlagsbreytingum. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. Umhverfissamtök segja þetta kolranga ályktun.Skýrslan er þegar farin að virka sem olía á eld í umræðu um loftlagsmál og olíuvinnslu á norðurslóðum. Skilaboðin til stjórnvalda í Washington eru nefnilega þessi, eins og grænlenski fréttamiðillinn Arctic Journal orðaði það: Flýtið ykkur að bora. Það var svokallað þjóðarráð um olíumál sem vann skýrsluna að ósk orkumálaráðherra Bandaríkjanna en ráðið er skipað fulltrúum bandaríska olíugeirans, embættismönnum og óháðum sérfræðingum. Tilgangurinn var að meta þörfina á olíuvinnslu á þeim norðlægu svæðum sem Bandaríkin ráða yfir, sem öll eru í Alaska. Meginniðurstaðan er sú að Bandaríkjastjórn er eindregið hvött til þess að flýta sem kostur er olíuleit á norðurslóðum, annars eigi Bandaríkin það á hættu að verða aftur háð innflutningi á olíu. Í skýrslunni er bent á að stóruaukin vinnsla svokallaðrar bergbrotsolíu úr jarðlögum muni vart endast nema í rúman áratug. Því sé ekki seinna vænna að hefjast handa að nýta hinar miklu auðlindir norðurslóða enda taki minnst áratug að undirbúa olíuvinnslu þar. Skýrsluhöfundar viðurkenna þá erfiðleika og áhættu sem fylgi olíuleit á viðkvæmum heimskautasvæðum. Þeir segja hins vegar að olíuiðnaðurinn búi nú þegar yfir tækni og þekkingu til að unnt sé að vinna olíu þar á ábyrgan og öruggan hátt. Bandarísk umhverfissamtök hafa þegar brugðist við skýrslunni, segja að sú ályktun skýrslunnar að finna þurfa meiri olíu sé kolröng, svarið eigi að vera að draga úr þörfinni fyrir jarðefnaeldsneyti í stað þess að ógna náttúrunni og framtíð jarðarbúa með loftlagsbreytingum.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira