Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2015 11:44 Mjög miklar truflanir verða á fiskvinnslu, kjötvinnslu og nánast öllum greinum ferðaþjónustu á landsbyggðinni á morgun þegar tíu þúsund félagsmenn í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins hefja verkfall á hádegi. Framvæmdastjóri sambandsins vísar ábyrgð á stöðunni alfarið til Samtaka atvinnulífsins sem neiti að koma að samningaborðinu. Tíu þúsund félagsmenn í þeim 16 verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni sem hefja vinnustöðvun á hádegi á morgun til miðnættis vinna mjög fjölbreytt störf á í fjölmörgum atvinnugreinum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna mjög alvarlega. „Þetta er fólk í matvælaframleiðslu, það er að segja í fiskvinnslu og kjötvinnslu. Þetta er fólk í ferðaþjónustu; ræstingarfólk, vöruflutningabílstjórar, hópferðabílstjórar og svo framvegis,“ segir Drífa. Sem þýðir að áhrifa aðgerðanna gætir t.d. á hótelum, hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum og örðum ferðaþjónustufyrirtækjum og matsölustöðum.Það er ljóst á þessari lýsingu þinni að þótt þetta sé bara hálfur dagur í þetta skiptið verða áhrifin víða og mikil? „Ég reikna með að það verði víða áhrif og þetta hefur verið að spyrjast út. Ég hef ekki undan að svara erlendum blaðamönnum og erlendum systursamtökum okkar sem vilja veita okkur stuðning og vilja fá upplýsingar um þetta. Þannig að þetta er að hafa gríðarleg áhrif ekki bara hér á landi heldur utan landsteinanna líka,“ segir Drífa. Erlendir blaðamenn hafi fyrst og fremst áhuga á áhrifum verkfalsaðgerðanna á ferðaþjónustuna sem verði mjög mikil á landsbyggðinni. Ef ekkert gerist við samningaborðið fer fólk aftur í verkfall allan sólarhringinn á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku og aftur báða dagana 19 og 20 maí. Ótímabundið verkfall myndi síðan hefjast hinn 26 maí hafi samningar ekki tekist.Þannig að þá eru málin komin í mjög alvarlega stöðu, þegar þessi sólarhringsverkföll hefjast og ég tala nú ekki um þegar ótímabundna verkfallið hefst? „Við lítum auðvitað svo á að málið sé komið í mjög alvarlega stöðu þegar leggja þarf niður störf yfir höfuð. Þannig að alvarleg staða er núna og það er mikil ábyrgð sem hvílir á Samtökum atvinnulífsins að neita að tala við okkur og neita að mæta okkur og stefna þessu fólki í verkfall. Því þetta er algert neyðarúrræði sem við erum að beita og okkur er nauðbeigður sá kostur að beita því,“ segir Drífa.Eru engir fundir fyrirhugaðir? „Það er búið að boða til stutts fundar í fyrramálið. En ég hef ekki pata af því að það verði stórmerkileg tíðindi af þeim fundi,“ segir Drífa Snædal.Skipulag verkfallsaðgerðanna sem framundan eru:30. apríl: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.6. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).7. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).19. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).20. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).26. maí: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015. Verkfall 2016 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Mjög miklar truflanir verða á fiskvinnslu, kjötvinnslu og nánast öllum greinum ferðaþjónustu á landsbyggðinni á morgun þegar tíu þúsund félagsmenn í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins hefja verkfall á hádegi. Framvæmdastjóri sambandsins vísar ábyrgð á stöðunni alfarið til Samtaka atvinnulífsins sem neiti að koma að samningaborðinu. Tíu þúsund félagsmenn í þeim 16 verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni sem hefja vinnustöðvun á hádegi á morgun til miðnættis vinna mjög fjölbreytt störf á í fjölmörgum atvinnugreinum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna mjög alvarlega. „Þetta er fólk í matvælaframleiðslu, það er að segja í fiskvinnslu og kjötvinnslu. Þetta er fólk í ferðaþjónustu; ræstingarfólk, vöruflutningabílstjórar, hópferðabílstjórar og svo framvegis,“ segir Drífa. Sem þýðir að áhrifa aðgerðanna gætir t.d. á hótelum, hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum og örðum ferðaþjónustufyrirtækjum og matsölustöðum.Það er ljóst á þessari lýsingu þinni að þótt þetta sé bara hálfur dagur í þetta skiptið verða áhrifin víða og mikil? „Ég reikna með að það verði víða áhrif og þetta hefur verið að spyrjast út. Ég hef ekki undan að svara erlendum blaðamönnum og erlendum systursamtökum okkar sem vilja veita okkur stuðning og vilja fá upplýsingar um þetta. Þannig að þetta er að hafa gríðarleg áhrif ekki bara hér á landi heldur utan landsteinanna líka,“ segir Drífa. Erlendir blaðamenn hafi fyrst og fremst áhuga á áhrifum verkfalsaðgerðanna á ferðaþjónustuna sem verði mjög mikil á landsbyggðinni. Ef ekkert gerist við samningaborðið fer fólk aftur í verkfall allan sólarhringinn á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku og aftur báða dagana 19 og 20 maí. Ótímabundið verkfall myndi síðan hefjast hinn 26 maí hafi samningar ekki tekist.Þannig að þá eru málin komin í mjög alvarlega stöðu, þegar þessi sólarhringsverkföll hefjast og ég tala nú ekki um þegar ótímabundna verkfallið hefst? „Við lítum auðvitað svo á að málið sé komið í mjög alvarlega stöðu þegar leggja þarf niður störf yfir höfuð. Þannig að alvarleg staða er núna og það er mikil ábyrgð sem hvílir á Samtökum atvinnulífsins að neita að tala við okkur og neita að mæta okkur og stefna þessu fólki í verkfall. Því þetta er algert neyðarúrræði sem við erum að beita og okkur er nauðbeigður sá kostur að beita því,“ segir Drífa.Eru engir fundir fyrirhugaðir? „Það er búið að boða til stutts fundar í fyrramálið. En ég hef ekki pata af því að það verði stórmerkileg tíðindi af þeim fundi,“ segir Drífa Snædal.Skipulag verkfallsaðgerðanna sem framundan eru:30. apríl: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.6. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).7. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).19. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).20. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).26. maí: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.
Verkfall 2016 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira