Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum: Skattgreiðendur greiði nú uppbyggingu ferðamannastaða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. apríl 2015 16:41 Sífelld aukning ferðamanna hefur haft áhrif á náttúru Íslands. Vísir/GVA Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum með að fallið hafi verið frá áformum um upptöku náttúrupassa. Þetta kemur fram í tilkynningu. Eins og fram hefur komið dagaði frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur upp í atvinnuveganefnd Alþingis. „Þess í stað stendur til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða með fjárframlögum úr ríkissjóði. Því er ljóst að kostnaður vegna aukins átroðnings á helstu ferðamannastöðum verður borinn af skattgreiðendum í stað þeirra sem njóta þjónustunnar. Afleiðingar þess verða óhjákvæmilega hærri álögur eða skert þjónusta í öðrum málaflokkum,“ segir í tilkynningunni. Ráðið telur gjaldtöku á ferðamannastöðum bestu fjármögnunarleiðina þegar kemur að uppbyggingu ferðaþjónustu. „Slík gjaldtaka leggst á þá sem njóta ávinningsins af uppbyggingu ferðamannastaða, getur dregið úr átroðningi á vinsælustu áfangastaðina og skapar hvata fyrir greinina til að koma á fót nýjum áfangastöðum. Með beinum framlögum úr ríkissjóði verður engu þessara markmiða náð.“Sjá einnig: Ferðamannastaðir verði settir á fjárlög Viðskiptaráð gerði athugasemdir við útfærslu náttúrupassans í umsögn við fyrirliggjandi frumvarp. Þrátt fyrir það segist ráðið heilt yfir hafa stutt framgöngu þess þar sem að með því yrði tekið fyrsta skrefið í átt að þróaðra kerfi „sem nær fram markmiðum um náttúruvernd samhliða aukinni framleiðni og verðmætasköpun án þess að byrðar skattgreiðenda þyngist.“ Ragnheiður Elín, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að ferðaþjónustan skili sífellt meiri tekjum sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem eru helsta aðdráttarafl sífellt fleiri ferðamanna sem hingað koma. „Það er von Viðskiptaráðs að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína og innleiði markaðsmiða lausn í stað beinna ríkisframlaga með tilheyrandi aukningu á almennri skattbyrði. Einungis þannig verður hægt að skapa umgjörð fyrir sjálfbæra uppbyggingu ferðamannastaða til frambúðar,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum með að fallið hafi verið frá áformum um upptöku náttúrupassa. Þetta kemur fram í tilkynningu. Eins og fram hefur komið dagaði frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur upp í atvinnuveganefnd Alþingis. „Þess í stað stendur til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða með fjárframlögum úr ríkissjóði. Því er ljóst að kostnaður vegna aukins átroðnings á helstu ferðamannastöðum verður borinn af skattgreiðendum í stað þeirra sem njóta þjónustunnar. Afleiðingar þess verða óhjákvæmilega hærri álögur eða skert þjónusta í öðrum málaflokkum,“ segir í tilkynningunni. Ráðið telur gjaldtöku á ferðamannastöðum bestu fjármögnunarleiðina þegar kemur að uppbyggingu ferðaþjónustu. „Slík gjaldtaka leggst á þá sem njóta ávinningsins af uppbyggingu ferðamannastaða, getur dregið úr átroðningi á vinsælustu áfangastaðina og skapar hvata fyrir greinina til að koma á fót nýjum áfangastöðum. Með beinum framlögum úr ríkissjóði verður engu þessara markmiða náð.“Sjá einnig: Ferðamannastaðir verði settir á fjárlög Viðskiptaráð gerði athugasemdir við útfærslu náttúrupassans í umsögn við fyrirliggjandi frumvarp. Þrátt fyrir það segist ráðið heilt yfir hafa stutt framgöngu þess þar sem að með því yrði tekið fyrsta skrefið í átt að þróaðra kerfi „sem nær fram markmiðum um náttúruvernd samhliða aukinni framleiðni og verðmætasköpun án þess að byrðar skattgreiðenda þyngist.“ Ragnheiður Elín, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að ferðaþjónustan skili sífellt meiri tekjum sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem eru helsta aðdráttarafl sífellt fleiri ferðamanna sem hingað koma. „Það er von Viðskiptaráðs að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína og innleiði markaðsmiða lausn í stað beinna ríkisframlaga með tilheyrandi aukningu á almennri skattbyrði. Einungis þannig verður hægt að skapa umgjörð fyrir sjálfbæra uppbyggingu ferðamannastaða til frambúðar,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent