Það verður ekkert frítt á MGM Grand-hótelinu á laugardag er Floyd Mayweather og Manny Pacquaio berjast. Ekki einu sinni fyrir bardagamennina.
Manny Pacquaio fékk aðgengi að miðum eða nánar tiltekið 900. Fyrir þá greiddi hann litlar 530 milljónir króna. Allir sem hann vill fá í salinn verða þar.
Maðurinn sem skipuleggur bardagann, Bob Arum, þurfti einnig að greiða fyrir sinn miða á besta stað. Miðinn kostaði hann 1,3 milljónir króna.
Pacquaio mun fá að minnsta kosti 15 milljarða króna fyrir kvöldið þannig að hann hefur vel efni á þessum miðum.
Bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport aðfararnótt sunnudags. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
