Verkfallið þegar farið að valda skaða að mati heilbrigðisráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. maí 2015 20:46 Heilbrigðisráðherra segir verkfallsaðgerðir BHM þegar farnar að valda skaða. Ekki komi þó til greina að setja lög á verkfallið. Á þeim mánuði sem að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hefur staðið yfir hefur vandinn farið vaxandi. Sjúklingar finna í sífellt meira mæli fyrir áhrifum verkfallsins. Verkfall geislafræðinga, lífendafræðinga og náttúrufræðinga á spítalanum hefur haft hvað mest áhrif á krabbameinsdeildina. Læknar hafa sent fjölmargar beiðnir um undanþágur frá verkfallinu til að gera. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hundrað sjúklingum hafi verið neitað um að komast í myndgreiningarrannsóknir af undanþágunefnd geislafræðinga eða einum þriðja af þeim beiðnum sem hafa borist. „Framkvæmdin á verkfallinu gengur svona í öllum meginatriðum ágætlega að sögn Landspítalans nema vegna samstarfs við undanþágunefnd eins félags og hún virðist vinna með einhverjum allt öðrum hætti heldur en aðrar undanþágunefndir því miður. Það er bara sárt til þess að vita að við getum ekki við framkvæmd svona erfiðs verkfalls búið svo um hnútana að okkar veikasta fólk fái þá umönnun sem að allir Íslendingar vilja veita því,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Kristján Þór segir ljóst að verkfallið mun hafa áhrif á heilsufar þjóðarinnar til lengri tíma litið. „Þetta er þegar farið að valda skaða og það er mjög miður,“ segir Kristján Þór. Hann segir ekki koma til greina að setja lög á verkfallið. „Ég tel að það þurfi ekki lagasetningu til að greiða úr svona mannúðarmáli,“ segir Kristján Þór. Ráðherrann segir lækna ekki sækja um undanþágur nema nauðsyn beri til. „Læknar gera það ekkert nema í algjörum undantekningar tilfellum því að þeir virða að sjálfsögðu rétt stéttarfélags til að vera í verkfalli en ég taldi að það væri sameiginlegur skilningur okkar á því bara hér í íslensku þjóðfélagi að reyna að gera þetta með sem léttbærustum hætti fyrir þá sem þyngstar byrðarnar bera,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Verkfall 2016 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir verkfallsaðgerðir BHM þegar farnar að valda skaða. Ekki komi þó til greina að setja lög á verkfallið. Á þeim mánuði sem að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hefur staðið yfir hefur vandinn farið vaxandi. Sjúklingar finna í sífellt meira mæli fyrir áhrifum verkfallsins. Verkfall geislafræðinga, lífendafræðinga og náttúrufræðinga á spítalanum hefur haft hvað mest áhrif á krabbameinsdeildina. Læknar hafa sent fjölmargar beiðnir um undanþágur frá verkfallinu til að gera. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hundrað sjúklingum hafi verið neitað um að komast í myndgreiningarrannsóknir af undanþágunefnd geislafræðinga eða einum þriðja af þeim beiðnum sem hafa borist. „Framkvæmdin á verkfallinu gengur svona í öllum meginatriðum ágætlega að sögn Landspítalans nema vegna samstarfs við undanþágunefnd eins félags og hún virðist vinna með einhverjum allt öðrum hætti heldur en aðrar undanþágunefndir því miður. Það er bara sárt til þess að vita að við getum ekki við framkvæmd svona erfiðs verkfalls búið svo um hnútana að okkar veikasta fólk fái þá umönnun sem að allir Íslendingar vilja veita því,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Kristján Þór segir ljóst að verkfallið mun hafa áhrif á heilsufar þjóðarinnar til lengri tíma litið. „Þetta er þegar farið að valda skaða og það er mjög miður,“ segir Kristján Þór. Hann segir ekki koma til greina að setja lög á verkfallið. „Ég tel að það þurfi ekki lagasetningu til að greiða úr svona mannúðarmáli,“ segir Kristján Þór. Ráðherrann segir lækna ekki sækja um undanþágur nema nauðsyn beri til. „Læknar gera það ekkert nema í algjörum undantekningar tilfellum því að þeir virða að sjálfsögðu rétt stéttarfélags til að vera í verkfalli en ég taldi að það væri sameiginlegur skilningur okkar á því bara hér í íslensku þjóðfélagi að reyna að gera þetta með sem léttbærustum hætti fyrir þá sem þyngstar byrðarnar bera,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Verkfall 2016 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira