BHM lítur leyfisveitingu sýslumanns alvarlegum augum Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2015 21:49 Áhrif verkfalla á allt atvinnulífið stigmagnast með hverjum deginum. Vísir/Stefán Bandalag háskólamanna telur að sýslumaður hafi framkvæmt verkfallsbrot með því að veita sérstök tækifærisleyfi „þrátt fyrir endanlegan úrskurð undanþágunefndar og fyrirliggjandi framkvæmd og lítur málið alvarlegum augum.“ Í fréttatilkynningu frá BHM segir að sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafi borist umsókn frá Kópavogsbæ um afgreiðslu tveggja tækifærisleyfa hinn 29. apríl síðastliðinn. „Annars vegar var um að ræða tímabundið tækifæris- og áfengisleyfi laugardaginn 9. maí í tilefni af árshátíð starfsmanna Kópavogsbæjar en hins vegar tækifærisleyfi vegna stórafmælis Kópavogs hinn 10. maí næstkomandi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sendir svokallaðri undanþágunefnd sem skipuð er skv. 21. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna beiðni um undanþágu frá verkfalli meðal lögfræðinga hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna beggja umsókna Kópavogsbæjar. Í 20. gr. laganna er kveðið á um að sé verkfall hafið er heimilt að kalla starfsmenn, sem eru í verkfalli, tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi. Það er því hlutverk nefndarinnar að meta hvort um sé að ræða neyð í skilningi laganna sem þurfi að afstýra í tilgreindu tilviki. Þann 4. maí sl. barst sýslumanni niðurstaða frá undanþágunefndinni þar sem honum var tilkynnt um að beiðnin hafi verið tekin til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hafna beiðninni og var nefndin einróma í niðurstöðu sinni. Í þessu samhengi má benda á að í nefndinni sitja fulltrúar Stéttarfélags lögfræðinga og ríkisins og eru ákvarðanir nefndarinnar endalegar sbr. 21. gr. laga nr. 94/1986. Þrátt fyrir framangreinda niðurstöðu gaf sýslumaður sjálfur út leyfisbréf fyrir báða framangreinda viðburði daginn eftir að honum var birt niðurstaða undanþágunefndarinnar. Í þessu samhengi er jafnframt bent á að í yfirlýsingu frá embætti sem birt er á heimasíðu sýslumannsembættanna (https://www.syslumenn.is/stodflokkar/forsidugreinar/tilkynning-vegna-verkfalla-hja-syslumanninum-a-hofudborgarsvaedinu) kemur fram að tekið sé við umsóknum um gisti- og veitingaleyfi en hvorki séu ný leyfi gefin út né gildandi leyfi endurnýjuð. Bandalag háskólamanna telur að sýslumaður hafi framkvæmt verkfallsbrot með því að veita framangreind leyfi þrátt fyrir endanlegan úrskurð undanþágunefndar og fyrirliggjandi framkvæmd og lítur málið alvarlegum augum,“ segir í tilkynningunni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00 Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10 Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér "Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.“ 6. maí 2015 15:15 Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55 Sveitarfélögin fá ekki greitt af staðgreiðslu frá ríkissjóði Innheimta ríkissjóðs í lamasessi vegna verkfalls BHM. Sveitarfélögin fá ekki sinn hlut af staðgreiðslunni. 6. maí 2015 19:16 Áhrif verkfalla á allt atvinnulífið stigmagnast Á annað þúsund fyrirtækja finna verulega fyrir verkfalli Starfsgreinasambandsins. Eigandi KFC segir kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun eðlilega. 6. maí 2015 20:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Bandalag háskólamanna telur að sýslumaður hafi framkvæmt verkfallsbrot með því að veita sérstök tækifærisleyfi „þrátt fyrir endanlegan úrskurð undanþágunefndar og fyrirliggjandi framkvæmd og lítur málið alvarlegum augum.“ Í fréttatilkynningu frá BHM segir að sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafi borist umsókn frá Kópavogsbæ um afgreiðslu tveggja tækifærisleyfa hinn 29. apríl síðastliðinn. „Annars vegar var um að ræða tímabundið tækifæris- og áfengisleyfi laugardaginn 9. maí í tilefni af árshátíð starfsmanna Kópavogsbæjar en hins vegar tækifærisleyfi vegna stórafmælis Kópavogs hinn 10. maí næstkomandi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sendir svokallaðri undanþágunefnd sem skipuð er skv. 21. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna beiðni um undanþágu frá verkfalli meðal lögfræðinga hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna beggja umsókna Kópavogsbæjar. Í 20. gr. laganna er kveðið á um að sé verkfall hafið er heimilt að kalla starfsmenn, sem eru í verkfalli, tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi. Það er því hlutverk nefndarinnar að meta hvort um sé að ræða neyð í skilningi laganna sem þurfi að afstýra í tilgreindu tilviki. Þann 4. maí sl. barst sýslumanni niðurstaða frá undanþágunefndinni þar sem honum var tilkynnt um að beiðnin hafi verið tekin til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hafna beiðninni og var nefndin einróma í niðurstöðu sinni. Í þessu samhengi má benda á að í nefndinni sitja fulltrúar Stéttarfélags lögfræðinga og ríkisins og eru ákvarðanir nefndarinnar endalegar sbr. 21. gr. laga nr. 94/1986. Þrátt fyrir framangreinda niðurstöðu gaf sýslumaður sjálfur út leyfisbréf fyrir báða framangreinda viðburði daginn eftir að honum var birt niðurstaða undanþágunefndarinnar. Í þessu samhengi er jafnframt bent á að í yfirlýsingu frá embætti sem birt er á heimasíðu sýslumannsembættanna (https://www.syslumenn.is/stodflokkar/forsidugreinar/tilkynning-vegna-verkfalla-hja-syslumanninum-a-hofudborgarsvaedinu) kemur fram að tekið sé við umsóknum um gisti- og veitingaleyfi en hvorki séu ný leyfi gefin út né gildandi leyfi endurnýjuð. Bandalag háskólamanna telur að sýslumaður hafi framkvæmt verkfallsbrot með því að veita framangreind leyfi þrátt fyrir endanlegan úrskurð undanþágunefndar og fyrirliggjandi framkvæmd og lítur málið alvarlegum augum,“ segir í tilkynningunni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00 Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10 Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér "Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.“ 6. maí 2015 15:15 Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55 Sveitarfélögin fá ekki greitt af staðgreiðslu frá ríkissjóði Innheimta ríkissjóðs í lamasessi vegna verkfalls BHM. Sveitarfélögin fá ekki sinn hlut af staðgreiðslunni. 6. maí 2015 19:16 Áhrif verkfalla á allt atvinnulífið stigmagnast Á annað þúsund fyrirtækja finna verulega fyrir verkfalli Starfsgreinasambandsins. Eigandi KFC segir kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun eðlilega. 6. maí 2015 20:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00
Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00
Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10
Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér "Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.“ 6. maí 2015 15:15
Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55
Sveitarfélögin fá ekki greitt af staðgreiðslu frá ríkissjóði Innheimta ríkissjóðs í lamasessi vegna verkfalls BHM. Sveitarfélögin fá ekki sinn hlut af staðgreiðslunni. 6. maí 2015 19:16
Áhrif verkfalla á allt atvinnulífið stigmagnast Á annað þúsund fyrirtækja finna verulega fyrir verkfalli Starfsgreinasambandsins. Eigandi KFC segir kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun eðlilega. 6. maí 2015 20:00