Tekur Morkunas Mosfellinga úr sambandi? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2015 13:00 Giedrius hefur leikið með Haukum undanfarin þrjú tímabil. vísir/stefán Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur spilað stórvel það sem af er í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta, en úrslitaeinvígið hefst í kvöld þegar Haukar sækja Aftureldingu heim. Þessi 27 ára gamli markvörður frá Litháen hefur varið eins og berserkur og er í lykilhlutverki hjá Haukum sem hefur leikið liða best í úrslitakeppninni. Haukar, sem enduðu í 5. sæti í Olís-deildinni, byrjuðu á því að slá erkifjendurna í FH út, 2-0. Haukar unnu fyrsta leikinn 29-32 en FH-ingar klóruðu í bakkann undir lok leiksins eftir að hafa lent átta mörkum undir, 13-21, snemma í seinni hálfleik. Giedrius varði 15 skot í leiknum, þar af eitt vítakast, og fylgdi því eftir með því að verja 10 skot í öðrum leiknum sem Haukar unnu 28-24.Giedrius er með 44,5% markvörslu í úrslitakeppninni.vísir/andri marinóGiedrius lék vel í leikjunum við FH en enn betur í undanúrslitunum gegn deildarmeisturum Vals. Litháinn varði 13 skot í fyrsta leiknum sem Haukar unnu 24-32 en það var í öðrum leiknum sem hann sprakk gjörsamlega út. Giedrius varði alls 22 skot, eða 54% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum sem Haukar unnu með tveimur mörkum, 21-19. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, hrósaði markverðinum í hástret í samtali við Vísi eftir leikinn. „Ég held að hann sé góð fyrirmynd fyrir aðra handbolta- og íþróttamenn. Hann leggur sig 100% fram á öllum æfingum. „Hann hefur átt fá slaka leiki í vetur og hann er fyrirmyndar persónuleiki og með rétt viðhorf til íþróttarinnar. Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé að standa sig vel,“ sagði Patrekur um markvörðinn sinn sem hélt áfram þar sem frá var horfið í þriðja leiknum í Vodafone-höllinni sem Haukar unnu 22-29. Giedrius varði 21 skot, þar af tvö víti, og var með hlutfallsmarkvörslu upp á 53%. Valsmenn fundu einfaldlega ekki leið framhjá honum en Giedrius fékk til að mynda ekki á mark síðustu 15 mínútur fyrri hálfleik en Haukar leiddu með átta mörkum eftir hann, 6-14. Giedrius fór sérstaklega illa með frændurna frá Akureyri í liði Vals, þá Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason, eins og fram kom í úttekt Vísis eftir þriðja leikinn. Geir og Guðmundur fundu sig engan veginn í rimmunni við Hauka en Giedrius varði 10 skot frá hvorum þeirra en 35,7% af þeim skotum sem hann varði í einvíginu voru frá frændunum að norðan.Giedrius í kunnuglegri stellingu.vísir/ernirHér að neðan má sjá hvernig Giedrius hefur varið í þeim fimm leikjum sem Haukar hafa spilað í úrslitakeppninni 2015.FH 29-32 Haukar 15/1 skot varin (44/4 fengin á sig)=34% hlutfallsmarkvarslaHaukar 28-24 FH 10/1 (25/3)=40%Valur 24-32 Haukar 13 (32/3)=41%Haukar 21-19 Valur 22 (41/1)=54%Valur 22-29 Haukar 21/1 (40/1)=53%Samtals: 81/3 (182/12)=44,5% Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur spáir í lokaúrslitin: Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, býst við hörkurimmu milli Aftureldingar og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild karla. 6. maí 2015 06:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur spilað stórvel það sem af er í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta, en úrslitaeinvígið hefst í kvöld þegar Haukar sækja Aftureldingu heim. Þessi 27 ára gamli markvörður frá Litháen hefur varið eins og berserkur og er í lykilhlutverki hjá Haukum sem hefur leikið liða best í úrslitakeppninni. Haukar, sem enduðu í 5. sæti í Olís-deildinni, byrjuðu á því að slá erkifjendurna í FH út, 2-0. Haukar unnu fyrsta leikinn 29-32 en FH-ingar klóruðu í bakkann undir lok leiksins eftir að hafa lent átta mörkum undir, 13-21, snemma í seinni hálfleik. Giedrius varði 15 skot í leiknum, þar af eitt vítakast, og fylgdi því eftir með því að verja 10 skot í öðrum leiknum sem Haukar unnu 28-24.Giedrius er með 44,5% markvörslu í úrslitakeppninni.vísir/andri marinóGiedrius lék vel í leikjunum við FH en enn betur í undanúrslitunum gegn deildarmeisturum Vals. Litháinn varði 13 skot í fyrsta leiknum sem Haukar unnu 24-32 en það var í öðrum leiknum sem hann sprakk gjörsamlega út. Giedrius varði alls 22 skot, eða 54% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum sem Haukar unnu með tveimur mörkum, 21-19. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, hrósaði markverðinum í hástret í samtali við Vísi eftir leikinn. „Ég held að hann sé góð fyrirmynd fyrir aðra handbolta- og íþróttamenn. Hann leggur sig 100% fram á öllum æfingum. „Hann hefur átt fá slaka leiki í vetur og hann er fyrirmyndar persónuleiki og með rétt viðhorf til íþróttarinnar. Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé að standa sig vel,“ sagði Patrekur um markvörðinn sinn sem hélt áfram þar sem frá var horfið í þriðja leiknum í Vodafone-höllinni sem Haukar unnu 22-29. Giedrius varði 21 skot, þar af tvö víti, og var með hlutfallsmarkvörslu upp á 53%. Valsmenn fundu einfaldlega ekki leið framhjá honum en Giedrius fékk til að mynda ekki á mark síðustu 15 mínútur fyrri hálfleik en Haukar leiddu með átta mörkum eftir hann, 6-14. Giedrius fór sérstaklega illa með frændurna frá Akureyri í liði Vals, þá Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason, eins og fram kom í úttekt Vísis eftir þriðja leikinn. Geir og Guðmundur fundu sig engan veginn í rimmunni við Hauka en Giedrius varði 10 skot frá hvorum þeirra en 35,7% af þeim skotum sem hann varði í einvíginu voru frá frændunum að norðan.Giedrius í kunnuglegri stellingu.vísir/ernirHér að neðan má sjá hvernig Giedrius hefur varið í þeim fimm leikjum sem Haukar hafa spilað í úrslitakeppninni 2015.FH 29-32 Haukar 15/1 skot varin (44/4 fengin á sig)=34% hlutfallsmarkvarslaHaukar 28-24 FH 10/1 (25/3)=40%Valur 24-32 Haukar 13 (32/3)=41%Haukar 21-19 Valur 22 (41/1)=54%Valur 22-29 Haukar 21/1 (40/1)=53%Samtals: 81/3 (182/12)=44,5%
Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur spáir í lokaúrslitin: Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, býst við hörkurimmu milli Aftureldingar og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild karla. 6. maí 2015 06:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Guðlaugur spáir í lokaúrslitin: Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, býst við hörkurimmu milli Aftureldingar og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild karla. 6. maí 2015 06:30