SA býður 28 þúsund króna launahækkun á þremur árum Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 12:57 Formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins sýna sambandinu ósvífni með tilboði um hækkun dagvinnulauna með því að lengja dagvinnutímann og lækka álag á yfirvinnu um 30 prósentustig. Í bréfi sem Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins sendi aðildarfélögum samtakanna í gær segir hann forystumenn þeirra hafa boðið verkalýðsfélögunum allt að 20 prósenta launahækkun á næstu þremur árum. Þetta næðist fram með hækkun dagvinnulauna og breytingum á dagvinnutíma sem og álagi á yfirvinnu. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ákveðnar hugmyndir á samningafundum um helgina sem fælu í sér að lægsti kauptaxti hækkaði um 28 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Að öðru leyti áttu menn að fá einhver 8 prósent með því að lengja dagvinnubilið frá sex á morgnana til sjö á kvöldin og yfirvinnuálagið færi úr 80 prósentum (á dagvinnulaunin) í 50 prósent,“ segir Björn. Ákveðið hafi verið um helgina að ræða þessar hugmyndir á samningafundi sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun.Heldur þú að þetta sé innlegg sem geti leitt til lausnar á deilunni? „Nei. Tuttugu og átta þúsund krónur á lægsta taxta til þriggja ára er ekki eitthvað sem við erum tilbúin til að ræða. Við værum kannski tilbúin að skoða hlutina ef þetta væri til eins árs. Við höfum talað um 33 þúsundkall (á ári). Þannig að menn væru kannski að nálgast okkur ef við værum að tala um eitt ár. En þetta er algerlega út í hött og mér finnst hreinlega ósvífni hjá forráðamönnum Samtaka atvinnulífsins að vera með þetta í fjölmiðlum, þar sem við höfum haldið ákveðinn trúnað frá því á sunnudag,“ segir Björn. Þetta mál verði rætt í dag en Starfsgreinasambandið hafni alfarið þessum hugmyndum Samtaka atvinnulífsins.Tveggja sólarhringa verkfall 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefst á miðnætti.Þannig að það gerist ekkert í dag að þínu mati sem kemur í veg fyrir þá vinnustöðvun? „Það gerist ekkert í því í dag. Mér finnst að SA sé með þessu að ausa bensíni á eldinn og gera þessa deilu miklu harðari en hún þarf að vera og það er greinilega það sem þeir óska eftir,“ segir Björn.Heldur þú að þetta sé gert til að reyna að tvístra ykkur í verkalýðshreyfingunni? „Já og mér skilst líka að þeir séu að reyna að hafa áhrif inni á vinnustöðunum. Þeir eru þá að ganga í berhögg við vinnulöggjöfina,“ segir Björn Snæbjörnsson. Verkfall 2016 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins sýna sambandinu ósvífni með tilboði um hækkun dagvinnulauna með því að lengja dagvinnutímann og lækka álag á yfirvinnu um 30 prósentustig. Í bréfi sem Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins sendi aðildarfélögum samtakanna í gær segir hann forystumenn þeirra hafa boðið verkalýðsfélögunum allt að 20 prósenta launahækkun á næstu þremur árum. Þetta næðist fram með hækkun dagvinnulauna og breytingum á dagvinnutíma sem og álagi á yfirvinnu. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ákveðnar hugmyndir á samningafundum um helgina sem fælu í sér að lægsti kauptaxti hækkaði um 28 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Að öðru leyti áttu menn að fá einhver 8 prósent með því að lengja dagvinnubilið frá sex á morgnana til sjö á kvöldin og yfirvinnuálagið færi úr 80 prósentum (á dagvinnulaunin) í 50 prósent,“ segir Björn. Ákveðið hafi verið um helgina að ræða þessar hugmyndir á samningafundi sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun.Heldur þú að þetta sé innlegg sem geti leitt til lausnar á deilunni? „Nei. Tuttugu og átta þúsund krónur á lægsta taxta til þriggja ára er ekki eitthvað sem við erum tilbúin til að ræða. Við værum kannski tilbúin að skoða hlutina ef þetta væri til eins árs. Við höfum talað um 33 þúsundkall (á ári). Þannig að menn væru kannski að nálgast okkur ef við værum að tala um eitt ár. En þetta er algerlega út í hött og mér finnst hreinlega ósvífni hjá forráðamönnum Samtaka atvinnulífsins að vera með þetta í fjölmiðlum, þar sem við höfum haldið ákveðinn trúnað frá því á sunnudag,“ segir Björn. Þetta mál verði rætt í dag en Starfsgreinasambandið hafni alfarið þessum hugmyndum Samtaka atvinnulífsins.Tveggja sólarhringa verkfall 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefst á miðnætti.Þannig að það gerist ekkert í dag að þínu mati sem kemur í veg fyrir þá vinnustöðvun? „Það gerist ekkert í því í dag. Mér finnst að SA sé með þessu að ausa bensíni á eldinn og gera þessa deilu miklu harðari en hún þarf að vera og það er greinilega það sem þeir óska eftir,“ segir Björn.Heldur þú að þetta sé gert til að reyna að tvístra ykkur í verkalýðshreyfingunni? „Já og mér skilst líka að þeir séu að reyna að hafa áhrif inni á vinnustöðunum. Þeir eru þá að ganga í berhögg við vinnulöggjöfina,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira