Sigurður Ingi ekki hissa á óánægju útgerðarmanna Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 4. maí 2015 21:47 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að það komi sér ekki á óvart að útgerðin sé ekki ánægð með makrílfrumvarpið. Ráðherrann sagði algengt að ef ekki sé farið 100 prósent eftir því sem sagt sé á samráðsfundum þá tali fólk um að ekkert samráð hafi farið fram. Sigurður Ingi var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld. Hann lýsti vonbrigðum með að fiskveiðistjórnunarfrumvarp sem hann hugðist leggja fram á þessu þingi náði ekki fram að ganga því. Frumvarpið strandaði á ágreiningi ríkisstjórnarflokkana um hver hefði forræði yfir kvótanum. „Er það ríkið, sem er mín skoðun og var í því frumvarpi sem ekki komst fram, eða er það útgerðin.” Sigurður Ingi sagði að farin hefði verið sú leið að útdeila kvóta á makríl með þessum hætti eftir að umboðsmaður Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra væri ekki lengur stætt á því að útdeila veiðileyfum til skipa með þeim hætti sem gert hafði verið frá 2010. Hann telur þessa leið farsælli á meðan enn er óútkljáð hver hefur forræði yfir kvótanum, því með þessari aðferð er kvótinn enn á forræði ríkisins. „Hefðum við farið þá leið að reglugerðasetja makríl inn í gamla kerfið þá hefði ég haft skilning á þeirri andmælabylgju sem er í gangi í samfélaginu í dag,” sagði ráðherra. Aðspurður hvort hann hefði stuðning fyrir málinu í sínum flokki og í samstarfsflokknum sagði hann: „Já, ég reikna með því. Frumvarpið fór í gegnum ríkisstjórn og báða þingflokka og nú er þetta til meðferðar í þinginu.” Ráðherra telur frumvarpið vandað og vel úthugsað miðað við að stórum spurningum er enn ósvarað. „Ég gerði mér það mjög vel ljóst að við værum ekki að fara hlutdeildarsetja þetta inn í gamla kerfið með reglugerð. Það er einfaldlega leið sem er ekki fær meðan við erum ekki búin að svara hinum spurningunum um hver fer með forræði eignarréttarins og nýtingarréttarins. Við þurfum þar af leiðandi að hafa þetta takmarkað í tíma og hafa viðbótargjald. Svo er auðvitað umdeilanlegt hvort gjaldið sé rétt, sé of lágt eða hátt. Það er auðvitað það sem þingið þarf að klást við í augnablikinu.” Alþingi Umræðan Tengdar fréttir Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að það komi sér ekki á óvart að útgerðin sé ekki ánægð með makrílfrumvarpið. Ráðherrann sagði algengt að ef ekki sé farið 100 prósent eftir því sem sagt sé á samráðsfundum þá tali fólk um að ekkert samráð hafi farið fram. Sigurður Ingi var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld. Hann lýsti vonbrigðum með að fiskveiðistjórnunarfrumvarp sem hann hugðist leggja fram á þessu þingi náði ekki fram að ganga því. Frumvarpið strandaði á ágreiningi ríkisstjórnarflokkana um hver hefði forræði yfir kvótanum. „Er það ríkið, sem er mín skoðun og var í því frumvarpi sem ekki komst fram, eða er það útgerðin.” Sigurður Ingi sagði að farin hefði verið sú leið að útdeila kvóta á makríl með þessum hætti eftir að umboðsmaður Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra væri ekki lengur stætt á því að útdeila veiðileyfum til skipa með þeim hætti sem gert hafði verið frá 2010. Hann telur þessa leið farsælli á meðan enn er óútkljáð hver hefur forræði yfir kvótanum, því með þessari aðferð er kvótinn enn á forræði ríkisins. „Hefðum við farið þá leið að reglugerðasetja makríl inn í gamla kerfið þá hefði ég haft skilning á þeirri andmælabylgju sem er í gangi í samfélaginu í dag,” sagði ráðherra. Aðspurður hvort hann hefði stuðning fyrir málinu í sínum flokki og í samstarfsflokknum sagði hann: „Já, ég reikna með því. Frumvarpið fór í gegnum ríkisstjórn og báða þingflokka og nú er þetta til meðferðar í þinginu.” Ráðherra telur frumvarpið vandað og vel úthugsað miðað við að stórum spurningum er enn ósvarað. „Ég gerði mér það mjög vel ljóst að við værum ekki að fara hlutdeildarsetja þetta inn í gamla kerfið með reglugerð. Það er einfaldlega leið sem er ekki fær meðan við erum ekki búin að svara hinum spurningunum um hver fer með forræði eignarréttarins og nýtingarréttarins. Við þurfum þar af leiðandi að hafa þetta takmarkað í tíma og hafa viðbótargjald. Svo er auðvitað umdeilanlegt hvort gjaldið sé rétt, sé of lágt eða hátt. Það er auðvitað það sem þingið þarf að klást við í augnablikinu.”
Alþingi Umræðan Tengdar fréttir Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00