Svínabændur áfram áhyggjufullir vegna verkfalls Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2015 20:57 Svínaræktarfélag Íslands gagnrýnir harðlega seinagang í kjaraviðræðum ríkisins og Bandalags Háskólamanna (BHM). Vísir/Getty Svínaræktarfélag Íslands gagnrýnir harðlega seinagang í kjaraviðræðum ríkisins og Bandalags Háskólamanna (BHM). Í tilkynningu frá félaginu segir að verkfall BHM hafi nú þegar haft verulega neikvæð áhrif á velferð þeirra grísa sem eru á íslenskum svínabúum og að svínabændur séu áhyggjufullir yfir stöðunni. Ekki hefur verið hægt að slátra grísum frá því að verkfallið hófst vegna verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun. Í tilkynningunni segir að mjög þröngt sé orðið um grísina á búunum vegna þessa og nú sé orðið aðkallandi að færa þá til slátrunar.Sjá einnig: Engar undanþágur vegna slátrunar svína „Svínabændur vilja ekki blanda sér með beinum hætti í þá kjaradeilu sem nú stendur yfir. Engu að síður verður ekki horft framhjá því að þeir hafa dregist inn í hana óumbeðnir,” segir í tilkynningunni. Svínabændur munu einnig verða fyrir fjárhagstjóni ef þeim er ekki gert mögulegt að færa grísi sína til slátrunar. Í tilkynningunni segir að það sé „óásættanlegt“ að kjarabarátta verði til þess að kippa fótunum undan lífsafkomu þriðja aðila.Sjá einnig: „Í mínum huga mættu þeir vera í verkfalli til eilífðar“ „Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að ríkið hefur ríkum skyldum að gegna gagnvart bændum,” segir jafnframt. Ríkið hefur sett mjög mikilvæga lagaumgjörð utan um íslenskan landbúnað sem ætlað er að tryggja örugg starfsskilyrði, velferð dýra og að afurðir landbúnaðarins uppfylli öll heilbrigðisskilyrði. Bændum ber að starfa samkvæmt þessum lögum og á móti hefur ríkið þá skyldu að tryggja að framkvæmd þeirra sé möguleg.” Verkfall 2016 Tengdar fréttir Engar undanþágur vegna slátrunar svína Engar undanþágur hafa verið veittar vegna slátrunar svína síðan verkfall dýralækna hófst fyrir rúmri viku. Svínabændur hafa þungar áhyggjur og segja ástandið grafalvarlegt, en treysta sér ekki til að slátra dýrunum sjálfir. 28. apríl 2015 21:02 Verkfall Matvælastofnunar: "Í mínum huga mættu þeir vera í verkfalli til eilífðar“ Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir verkfall Matvælastofnunar "algjöran hrylling“. 20. apríl 2015 14:45 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Svínaræktarfélag Íslands gagnrýnir harðlega seinagang í kjaraviðræðum ríkisins og Bandalags Háskólamanna (BHM). Í tilkynningu frá félaginu segir að verkfall BHM hafi nú þegar haft verulega neikvæð áhrif á velferð þeirra grísa sem eru á íslenskum svínabúum og að svínabændur séu áhyggjufullir yfir stöðunni. Ekki hefur verið hægt að slátra grísum frá því að verkfallið hófst vegna verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun. Í tilkynningunni segir að mjög þröngt sé orðið um grísina á búunum vegna þessa og nú sé orðið aðkallandi að færa þá til slátrunar.Sjá einnig: Engar undanþágur vegna slátrunar svína „Svínabændur vilja ekki blanda sér með beinum hætti í þá kjaradeilu sem nú stendur yfir. Engu að síður verður ekki horft framhjá því að þeir hafa dregist inn í hana óumbeðnir,” segir í tilkynningunni. Svínabændur munu einnig verða fyrir fjárhagstjóni ef þeim er ekki gert mögulegt að færa grísi sína til slátrunar. Í tilkynningunni segir að það sé „óásættanlegt“ að kjarabarátta verði til þess að kippa fótunum undan lífsafkomu þriðja aðila.Sjá einnig: „Í mínum huga mættu þeir vera í verkfalli til eilífðar“ „Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að ríkið hefur ríkum skyldum að gegna gagnvart bændum,” segir jafnframt. Ríkið hefur sett mjög mikilvæga lagaumgjörð utan um íslenskan landbúnað sem ætlað er að tryggja örugg starfsskilyrði, velferð dýra og að afurðir landbúnaðarins uppfylli öll heilbrigðisskilyrði. Bændum ber að starfa samkvæmt þessum lögum og á móti hefur ríkið þá skyldu að tryggja að framkvæmd þeirra sé möguleg.”
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Engar undanþágur vegna slátrunar svína Engar undanþágur hafa verið veittar vegna slátrunar svína síðan verkfall dýralækna hófst fyrir rúmri viku. Svínabændur hafa þungar áhyggjur og segja ástandið grafalvarlegt, en treysta sér ekki til að slátra dýrunum sjálfir. 28. apríl 2015 21:02 Verkfall Matvælastofnunar: "Í mínum huga mættu þeir vera í verkfalli til eilífðar“ Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir verkfall Matvælastofnunar "algjöran hrylling“. 20. apríl 2015 14:45 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Engar undanþágur vegna slátrunar svína Engar undanþágur hafa verið veittar vegna slátrunar svína síðan verkfall dýralækna hófst fyrir rúmri viku. Svínabændur hafa þungar áhyggjur og segja ástandið grafalvarlegt, en treysta sér ekki til að slátra dýrunum sjálfir. 28. apríl 2015 21:02
Verkfall Matvælastofnunar: "Í mínum huga mættu þeir vera í verkfalli til eilífðar“ Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir verkfall Matvælastofnunar "algjöran hrylling“. 20. apríl 2015 14:45