Barist í Skotlandi annað kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 1. maí 2015 22:30 Þrír fræknir Íslendingar úr Mjölni berjast annað kvöld í Skotlandi. Bardagarnir fara fram í Headhunters Championship bardagasamtökunum í Falkirk og er fjaðurvigtarbelti í húfi.Hrólfur Ólafsson (1-0) berst sinn fyrsta bardaga síðan hann lenti í erfiðum meiðslum í apríl 2013. Við undirbúning fyrir sinn annan bardaga sleit Hrólfur krossband og verður þetta hans fyrsti bardagi síðan í nóvember 2012.Sunna Rannveig Davíðsdóttir (1-1) er fyrsta íslenska konan til að berjast í MMA en hún mun berjast sinn fyrsta bardaga síðan í september 2013. Erfiðlega hefur gengið fyrir Sunnu að fá bardaga en sjö andstæðingar hafa hætt við bardaga gegn henni. Það verður því kærkomið fyrir Sunnu mæta Helen Copus (2-0-1) annað kvöld.Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Sunna Rannveig Davíðsdóttir vs. Helen CopusBjarki Ómarsson (3-2) er einn efnilegasti bardagakappi þjóðarinnar. Bjarki berst um fjaðurvigtartitil bardagasamtakanna gegn Calum Murrie (5-1).Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Bjarki Ómarsson vs. Calum MurrieJón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, er með í för en þegar Vísir hafði samband var vigtun að hefjast. „Stemningin í hópnum er mjög góð. Ég er mjög bjartsýnn fyrir bardagana en þetta verða erfiðir bardagar,“ segir Jón Viðar. „Sunna er að berjast tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan sig gegn mjög sterkri glímustelpu. Bjarki berst um fjaðurvigtarbeltið gegn andstæðingi með taekwondo bakgrunn. Svo fer Hrólfur gegn sterkum glímukappa þannig að þetta verða allt hörku bardagar.“ „Þetta er hvergi sýnt beint þannig að við hvetjum bara fólk til að fylgjast með okkur á stórskemmtilegu Snapchatti Mjölnis undir mjolnirmma. Við munum svo snappa beltið í bak og fyrir þegar það verður komið í hús,“ segir Jón Viðar og hlær. MMA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjá meira
Þrír fræknir Íslendingar úr Mjölni berjast annað kvöld í Skotlandi. Bardagarnir fara fram í Headhunters Championship bardagasamtökunum í Falkirk og er fjaðurvigtarbelti í húfi.Hrólfur Ólafsson (1-0) berst sinn fyrsta bardaga síðan hann lenti í erfiðum meiðslum í apríl 2013. Við undirbúning fyrir sinn annan bardaga sleit Hrólfur krossband og verður þetta hans fyrsti bardagi síðan í nóvember 2012.Sunna Rannveig Davíðsdóttir (1-1) er fyrsta íslenska konan til að berjast í MMA en hún mun berjast sinn fyrsta bardaga síðan í september 2013. Erfiðlega hefur gengið fyrir Sunnu að fá bardaga en sjö andstæðingar hafa hætt við bardaga gegn henni. Það verður því kærkomið fyrir Sunnu mæta Helen Copus (2-0-1) annað kvöld.Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Sunna Rannveig Davíðsdóttir vs. Helen CopusBjarki Ómarsson (3-2) er einn efnilegasti bardagakappi þjóðarinnar. Bjarki berst um fjaðurvigtartitil bardagasamtakanna gegn Calum Murrie (5-1).Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Bjarki Ómarsson vs. Calum MurrieJón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, er með í för en þegar Vísir hafði samband var vigtun að hefjast. „Stemningin í hópnum er mjög góð. Ég er mjög bjartsýnn fyrir bardagana en þetta verða erfiðir bardagar,“ segir Jón Viðar. „Sunna er að berjast tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan sig gegn mjög sterkri glímustelpu. Bjarki berst um fjaðurvigtarbeltið gegn andstæðingi með taekwondo bakgrunn. Svo fer Hrólfur gegn sterkum glímukappa þannig að þetta verða allt hörku bardagar.“ „Þetta er hvergi sýnt beint þannig að við hvetjum bara fólk til að fylgjast með okkur á stórskemmtilegu Snapchatti Mjölnis undir mjolnirmma. Við munum svo snappa beltið í bak og fyrir þegar það verður komið í hús,“ segir Jón Viðar og hlær.
MMA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjá meira