Winston tekinn fyrstur þrátt fyrir vandræðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2015 12:45 Jameis Winston var með fjölskyldu sinni í gær þegar nýliðavalið fór fram. Vísir/Getty Jameis Winston, 21 árs leikstjórnandi úr Florida State-háskólanum, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar vestanhafs. Fyrsta umferð valsins fór fram í nótt en heldur áfram á næstu dögum. Alls eru sjö umferðir í nýliðavalinu ár hvert en liðin með versta árangur síðasta tímabils fá að velja fyrst. Tampa Bay Buccaneers átti fyrsta valrétt og kom fáum á óvart að liðið valdi Winston. Hann var valinn besti leikmaður háskólaboltans árið 2013 og vann þá hinn virtu Heisman-verðlaun. Winston hefur verið mikið í fréttum vegna ásakana um nauðgun en Winston var aldrei handtekinn né kærður. Winston hefur sjálfur haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Við hefðum ekki notað fyrsta valrétt okkar til að velja hann ef hann væri ekki góður gaur,“ sagði Jason Licht, framkvæmdarstjóri Buccaneers. „Hann er meistari. Hann er leiðtogi. Hann er sigurvegari. Hann hefur gríðarlega sterka skapgerð, er einkar klókur og vinnusamur.“ Tampa Bay vann Super Bowl árið 2002 en hefur ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan. Liðið spilaði skelfilegan sóknarleik í fyrra en vonir eru bundnar við að Winston komi til með að hefja nýtt skeið velgengnar í Tampa. Marcus Mariota, sem fékk Heisman-verðlaunin í fyrra, var valinn næstur af Tennessee Titans. Í aðdraganda nýliðavalsins var talið að Titans myndi jafnvel skipta á valréttinum við önnur lið sem höfðu áhuga á Mariota en ekkert varð úr því. NFL Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Jameis Winston, 21 árs leikstjórnandi úr Florida State-háskólanum, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar vestanhafs. Fyrsta umferð valsins fór fram í nótt en heldur áfram á næstu dögum. Alls eru sjö umferðir í nýliðavalinu ár hvert en liðin með versta árangur síðasta tímabils fá að velja fyrst. Tampa Bay Buccaneers átti fyrsta valrétt og kom fáum á óvart að liðið valdi Winston. Hann var valinn besti leikmaður háskólaboltans árið 2013 og vann þá hinn virtu Heisman-verðlaun. Winston hefur verið mikið í fréttum vegna ásakana um nauðgun en Winston var aldrei handtekinn né kærður. Winston hefur sjálfur haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Við hefðum ekki notað fyrsta valrétt okkar til að velja hann ef hann væri ekki góður gaur,“ sagði Jason Licht, framkvæmdarstjóri Buccaneers. „Hann er meistari. Hann er leiðtogi. Hann er sigurvegari. Hann hefur gríðarlega sterka skapgerð, er einkar klókur og vinnusamur.“ Tampa Bay vann Super Bowl árið 2002 en hefur ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan. Liðið spilaði skelfilegan sóknarleik í fyrra en vonir eru bundnar við að Winston komi til með að hefja nýtt skeið velgengnar í Tampa. Marcus Mariota, sem fékk Heisman-verðlaunin í fyrra, var valinn næstur af Tennessee Titans. Í aðdraganda nýliðavalsins var talið að Titans myndi jafnvel skipta á valréttinum við önnur lið sem höfðu áhuga á Mariota en ekkert varð úr því.
NFL Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira