Sænsku Eurovision-sérfræðingarnir spá Unbroken góðu gengi: María fær Eric Saade til að svitna Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2015 21:53 Eric Saade keppti fyrir hönd Svía árið 2011 með lagið Popular. Vísir/AFP/Andri Sænsku Eurovision-sérfræðingarnir í upphitunarþætti sænska ríkissjónvarpsins spá Maríu Ólafs góðu gengi í keppninni í Vínarborg í næstu viku. Eric Saade, sem söng lagið Popular fyrir hönd Svía í lokakeppninni árið 2011, hélt vart vatni yfir Maríu og spáir því að hún geti jafnvel unnið alla keppnina. Fjórði og síðasti þáttur Inför Eurovision Song Contest, sem samsvarar til þáttarins Alla leið á RÚV, var á dagskrá sænska ríkissjónvarpsins í kvöld. Sérfræðingarnir hlýddu á framlög tíu landa og gáfu þeim einkunn á bilinu eitt til tíu.Gæti unnið keppnina Eric Saade átti erfitt með sig í sjónvarpsstúdíóinu eftir að þau voru búin að horfa á myndbandið með íslenska laginu. „Virkilega gott lag. Falleg stelpa sem syngur svakalega vel ef við tökum mark á þessu myndbandi. Hún náði mér algerlega með þessum augum sínum. Ég fór bara að svitna. Ef vel tekst til þá held ég að að þessu muni ganga mjög vel. Ég held að þetta gæti unnið keppnina. Þetta fær tíu stig,“ sagði Saade. Hinir sérfræðingarnir voru einnig mjög jákvæðir í garð Maríu og lagsins Unbroken.Minnir á Jóhönnu GuðrúnuSöngkonan Kristin Amparo, sem átti lagið I See You í sænsku undankeppninni, sagði þetta vera gott lag, góð útsetning og góð laglína. „Þetta er í raun ekki minn smekkur, en í samanburði við annað sem við höfum heyrt þá er þetta frábært.“ Hún gaf laginu átta af tíu mögulegum.Sjá einnig: Thomas Lundin sannfærður um að Ísland komist áframChrister Björkman, framkvæmdastjóri sænsku söngvakeppninnar, segir tilfinninguna í laginu minna á lag Jóhönnu Guðrúnar, Is It True, sem keppti árið 2009 og hafnaði í öðru sæti. „Þetta lag getur alveg blandað sér í baráttuna og eitt af fimm efstu sætunum er alls ekki ómögulegt. Ég gef laginu átta stig.“Viðlag sem hljómar enn í kollinumÞáttastjórnandinn og söngkonan Sarah Dawn Finer sagðist einnig vera hrifin af laginu og sérstaklega að það væri einn þráður sem hélt í gegnum allt lagið. „Maður skilur þetta. Viðlagið er öflugt sem hljómar enn í kollinum. Hún syngur vel. Maður vonar svo innilega að hún syngi svona vel á sviði. Það eru mikið af góðum íslenskum söngkonum. Ég gef laginu átta stig.“ Tess Merkel, söngkona sænsku sveitarinnar Alcazar, sagði lagið vera svolítið eins og mintukaramella sem hún gleypi hratt. „Kannski ekki svo áhugaverð mintukaramella en samt mjög frískandi. Ég held að þessu muni ganga vel og gef því níu stig.“ Í lok þáttarins var farið yfir hvaða lönd sem keppa í síðara undankvöldinu sérfræðingarnir spá því að komist áfram. Þau eru: Svíþjóð (allir sérfræðingarnir gáfu Svíum tíu stig), Kýpur, Ísland, Ísrael, Aserbaídsjan, Slóvenía, Svartfjallaland, Írland, Lettland og Noregur.Hægt er að horfa á þáttinn hér á vef sænska ríkissjónvarpsins. Eurovision Tengdar fréttir Gagnrýnir skipuleggjendur Eurovision: „Ýmislegt sem við eigum að sjá um, en hvernig vitum við ekki enn“ "Fyrir utan upplýsingaleysið þá leggst keppnin öll frekar vel í mig,“ segir Katla Hannesdóttir, sem búsett er í Vínarborg. 7. maí 2015 10:23 Kjóllinn frumsýndur: María sló í gegn í Kringlunni María Ólafsdóttir, Eurovision-fari okkar Íslendinga, hélt tónleika í Kringlunni í dag. Þar frumflutti hún tvö ný lög og tók síðan að sjálfsögðu Unbroken, framlag Íslands í keppninni. 9. maí 2015 14:48 Thomas Lundin sannfærður um að Ísland komist áfram Finnsk Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segir Eurovision-lag Íslendinga hafa verið betra á íslensku. 16. febrúar 2015 15:53 Eyfi segir Maríu Ólafs verða í einu af þremur efstu sætunum Eyjólfur Kristjánsson og Eurovisionsérfræðingurinn Reynir Þór Eggertsson eru gestir í nýjasta þætti Eurovísis. 29. apríl 2015 15:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Sænsku Eurovision-sérfræðingarnir í upphitunarþætti sænska ríkissjónvarpsins spá Maríu Ólafs góðu gengi í keppninni í Vínarborg í næstu viku. Eric Saade, sem söng lagið Popular fyrir hönd Svía í lokakeppninni árið 2011, hélt vart vatni yfir Maríu og spáir því að hún geti jafnvel unnið alla keppnina. Fjórði og síðasti þáttur Inför Eurovision Song Contest, sem samsvarar til þáttarins Alla leið á RÚV, var á dagskrá sænska ríkissjónvarpsins í kvöld. Sérfræðingarnir hlýddu á framlög tíu landa og gáfu þeim einkunn á bilinu eitt til tíu.Gæti unnið keppnina Eric Saade átti erfitt með sig í sjónvarpsstúdíóinu eftir að þau voru búin að horfa á myndbandið með íslenska laginu. „Virkilega gott lag. Falleg stelpa sem syngur svakalega vel ef við tökum mark á þessu myndbandi. Hún náði mér algerlega með þessum augum sínum. Ég fór bara að svitna. Ef vel tekst til þá held ég að að þessu muni ganga mjög vel. Ég held að þetta gæti unnið keppnina. Þetta fær tíu stig,“ sagði Saade. Hinir sérfræðingarnir voru einnig mjög jákvæðir í garð Maríu og lagsins Unbroken.Minnir á Jóhönnu GuðrúnuSöngkonan Kristin Amparo, sem átti lagið I See You í sænsku undankeppninni, sagði þetta vera gott lag, góð útsetning og góð laglína. „Þetta er í raun ekki minn smekkur, en í samanburði við annað sem við höfum heyrt þá er þetta frábært.“ Hún gaf laginu átta af tíu mögulegum.Sjá einnig: Thomas Lundin sannfærður um að Ísland komist áframChrister Björkman, framkvæmdastjóri sænsku söngvakeppninnar, segir tilfinninguna í laginu minna á lag Jóhönnu Guðrúnar, Is It True, sem keppti árið 2009 og hafnaði í öðru sæti. „Þetta lag getur alveg blandað sér í baráttuna og eitt af fimm efstu sætunum er alls ekki ómögulegt. Ég gef laginu átta stig.“Viðlag sem hljómar enn í kollinumÞáttastjórnandinn og söngkonan Sarah Dawn Finer sagðist einnig vera hrifin af laginu og sérstaklega að það væri einn þráður sem hélt í gegnum allt lagið. „Maður skilur þetta. Viðlagið er öflugt sem hljómar enn í kollinum. Hún syngur vel. Maður vonar svo innilega að hún syngi svona vel á sviði. Það eru mikið af góðum íslenskum söngkonum. Ég gef laginu átta stig.“ Tess Merkel, söngkona sænsku sveitarinnar Alcazar, sagði lagið vera svolítið eins og mintukaramella sem hún gleypi hratt. „Kannski ekki svo áhugaverð mintukaramella en samt mjög frískandi. Ég held að þessu muni ganga vel og gef því níu stig.“ Í lok þáttarins var farið yfir hvaða lönd sem keppa í síðara undankvöldinu sérfræðingarnir spá því að komist áfram. Þau eru: Svíþjóð (allir sérfræðingarnir gáfu Svíum tíu stig), Kýpur, Ísland, Ísrael, Aserbaídsjan, Slóvenía, Svartfjallaland, Írland, Lettland og Noregur.Hægt er að horfa á þáttinn hér á vef sænska ríkissjónvarpsins.
Eurovision Tengdar fréttir Gagnrýnir skipuleggjendur Eurovision: „Ýmislegt sem við eigum að sjá um, en hvernig vitum við ekki enn“ "Fyrir utan upplýsingaleysið þá leggst keppnin öll frekar vel í mig,“ segir Katla Hannesdóttir, sem búsett er í Vínarborg. 7. maí 2015 10:23 Kjóllinn frumsýndur: María sló í gegn í Kringlunni María Ólafsdóttir, Eurovision-fari okkar Íslendinga, hélt tónleika í Kringlunni í dag. Þar frumflutti hún tvö ný lög og tók síðan að sjálfsögðu Unbroken, framlag Íslands í keppninni. 9. maí 2015 14:48 Thomas Lundin sannfærður um að Ísland komist áfram Finnsk Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segir Eurovision-lag Íslendinga hafa verið betra á íslensku. 16. febrúar 2015 15:53 Eyfi segir Maríu Ólafs verða í einu af þremur efstu sætunum Eyjólfur Kristjánsson og Eurovisionsérfræðingurinn Reynir Þór Eggertsson eru gestir í nýjasta þætti Eurovísis. 29. apríl 2015 15:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Gagnrýnir skipuleggjendur Eurovision: „Ýmislegt sem við eigum að sjá um, en hvernig vitum við ekki enn“ "Fyrir utan upplýsingaleysið þá leggst keppnin öll frekar vel í mig,“ segir Katla Hannesdóttir, sem búsett er í Vínarborg. 7. maí 2015 10:23
Kjóllinn frumsýndur: María sló í gegn í Kringlunni María Ólafsdóttir, Eurovision-fari okkar Íslendinga, hélt tónleika í Kringlunni í dag. Þar frumflutti hún tvö ný lög og tók síðan að sjálfsögðu Unbroken, framlag Íslands í keppninni. 9. maí 2015 14:48
Thomas Lundin sannfærður um að Ísland komist áfram Finnsk Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segir Eurovision-lag Íslendinga hafa verið betra á íslensku. 16. febrúar 2015 15:53
Eyfi segir Maríu Ólafs verða í einu af þremur efstu sætunum Eyjólfur Kristjánsson og Eurovisionsérfræðingurinn Reynir Þór Eggertsson eru gestir í nýjasta þætti Eurovísis. 29. apríl 2015 15:00