„Sjúkdómar fara ekki í verkföll“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2015 18:22 "Þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla. vísir/völundur jónsson Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, hefur þungar áhyggjur af stöðu mála eftir að skellt var í lás á Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í nótt. Hann segir ástandið grafalvarlegt og óttast það versta. Hjartagáttinni var lokað á miðnætti og verður opnuð að nýju í fyrsta lagi á mánudag. Þangað til þurfa hjartasjúklingar að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku. Ásgeir telur líklegt að það verði þess valdandi að sjúklingar leiti sér síður aðstoðar. Það geti þó reynst fólki afdrifaríkt. „Sjúkdómar fara ekki í verkföll, það er bara þannig. En ég er viss um að það séu mun meiri líkur en minni á að þeir sem eru með einhvern krankleika veigri sér jafnvel að leita til stofnana vegna verkfallsins, sem getur verið hættulegt. Staðan er grafalvarleg og í raun algjörlega óboðleg. Þessi verkfallshrina sem er búin að vera frá læknaverkfallinu til dagsins í dag, þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Hann bætir við að allri bráðaþjónustu sé sinnt og þakkar fyrir það. „Fólk er aldrei látið bíða, það er alveg á hreinu. En eins og við vitum eru hjartasjúkdómar „the silent killer“ og þess vegna þarf að finna lausn á þessu máli. Heilbrigðisstarfsfólk á auðvitað allt að vera á góðum launum og þau ættu að vera ákveðin af sérstöku kjararáði, því það verður að koma í veg fyrir að svona komi fyrir.“ Verkfallið sem skall á miðnætti nær til 2.100 hjúkrunarfræðinga. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur verið veitt undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga. Nokkrum deildum Landspítalans var lokað í dag, þar á meðal tveimur skurðdeildum og tíu dag- og göngudeildum. Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, hefur þungar áhyggjur af stöðu mála eftir að skellt var í lás á Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í nótt. Hann segir ástandið grafalvarlegt og óttast það versta. Hjartagáttinni var lokað á miðnætti og verður opnuð að nýju í fyrsta lagi á mánudag. Þangað til þurfa hjartasjúklingar að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku. Ásgeir telur líklegt að það verði þess valdandi að sjúklingar leiti sér síður aðstoðar. Það geti þó reynst fólki afdrifaríkt. „Sjúkdómar fara ekki í verkföll, það er bara þannig. En ég er viss um að það séu mun meiri líkur en minni á að þeir sem eru með einhvern krankleika veigri sér jafnvel að leita til stofnana vegna verkfallsins, sem getur verið hættulegt. Staðan er grafalvarleg og í raun algjörlega óboðleg. Þessi verkfallshrina sem er búin að vera frá læknaverkfallinu til dagsins í dag, þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Hann bætir við að allri bráðaþjónustu sé sinnt og þakkar fyrir það. „Fólk er aldrei látið bíða, það er alveg á hreinu. En eins og við vitum eru hjartasjúkdómar „the silent killer“ og þess vegna þarf að finna lausn á þessu máli. Heilbrigðisstarfsfólk á auðvitað allt að vera á góðum launum og þau ættu að vera ákveðin af sérstöku kjararáði, því það verður að koma í veg fyrir að svona komi fyrir.“ Verkfallið sem skall á miðnætti nær til 2.100 hjúkrunarfræðinga. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur verið veitt undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga. Nokkrum deildum Landspítalans var lokað í dag, þar á meðal tveimur skurðdeildum og tíu dag- og göngudeildum.
Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira