Öll sex mörkin komu í fyrri hálfleik, en lokatölur urðu 3-3. Bjarni Ólafur Eiríksson kom Val yfir, en þeir Aron Sigurðarson og Þórir Guðjónsson svöruðu fyrir Fjölni með frábærum mörkum.
Sjá einnig - Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Fjölnir 3-3 | Jafnt eftir markaveislu
Baldvin Sturluson og Patrick Pedersen skoruðu svo sitt hvort markið áður en Emil Pálsson jafnaði metin tveimur mínútum fyrir hlé.
Magnað skot Arons má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni, en frábæran einleik Þóris hér neðst í fréttinni.