Þráinn: Heimsklassaefni að koma upp Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2015 22:00 Það verður mikið um að vera hjá frjálsíþróttamönnum í sumar, en efniviðurinn er sá besti sem komið hefur fram í áratug. Þetta segir Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR. Fimmtíu Íslenskir keppendur taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Laugardalsvelli, en leikarnir fara fram annan til sjötta júní. „Við erum með mjög öflugt lið núna, alhliða og sterkt lið. Það er fimmtíu manna lið og tveir menn í hverri einustu grein frá Íslandi. Markmiðið er að sigra frjálsíþróttarkeppnina og fá flest verðlaun allra þjóða,” sagði Þráinn í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, en eftir Smáþjóðaleikana rekur hvert mótið annað. Eftir smáþjóðaleikina verður mikið um að vera hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en hvert mótið rekur annað. „Það er Evrópukeppni landsliða þar sem við erum að keppa í efri deildum, en við höfum verið að keppa áður. Þar er einn keppandi í hverri grein fyrir Íslands hönd og þar förum við með sterkara lið en nokkru sinnu áður.” „Svo eru Evrópumeistaramót 22 ára og yngri og 19 ára og yngri. Þar er til dæmis Aníta Hinriksdóttir í undir 19 ára mótinu að verja sinn Evrópumeistaratitil síðan fyrir tveimur árum síðan.” „Síðan er Hilmar Örn í sleggjukastinu sem var sjöundi fyrir tveimur árum og hann er aftur núna, en þarna eru tveir keppendur sem eiga mjög góða möguleika að vera í allra fremstu röð.” Það er langt síðan jafn góður efniviður hefur verið til staðar í frjálsum íþróttum hér á landi. Þar er Aníta Hinriksdóttir feti framar, en fleiri eru á leiðinni. „Það er stór hópur af mjög efnilegum, heimsklassaefnum að koma upp. Við þurfum að fóstra þau vel og halda mjgö vel utan um þau í þjálfuninni og aðstöðunni og skapa þeim möguleika á að þróast í heimsklassafólk eins og þau hafa hæfileika til, en þau þurfa einnig að leggja mikið á sig,” sagði Þráinn við Guðjón að lokum. Allt innslagið má sjá hér að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Það verður mikið um að vera hjá frjálsíþróttamönnum í sumar, en efniviðurinn er sá besti sem komið hefur fram í áratug. Þetta segir Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR. Fimmtíu Íslenskir keppendur taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Laugardalsvelli, en leikarnir fara fram annan til sjötta júní. „Við erum með mjög öflugt lið núna, alhliða og sterkt lið. Það er fimmtíu manna lið og tveir menn í hverri einustu grein frá Íslandi. Markmiðið er að sigra frjálsíþróttarkeppnina og fá flest verðlaun allra þjóða,” sagði Þráinn í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, en eftir Smáþjóðaleikana rekur hvert mótið annað. Eftir smáþjóðaleikina verður mikið um að vera hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en hvert mótið rekur annað. „Það er Evrópukeppni landsliða þar sem við erum að keppa í efri deildum, en við höfum verið að keppa áður. Þar er einn keppandi í hverri grein fyrir Íslands hönd og þar förum við með sterkara lið en nokkru sinnu áður.” „Svo eru Evrópumeistaramót 22 ára og yngri og 19 ára og yngri. Þar er til dæmis Aníta Hinriksdóttir í undir 19 ára mótinu að verja sinn Evrópumeistaratitil síðan fyrir tveimur árum síðan.” „Síðan er Hilmar Örn í sleggjukastinu sem var sjöundi fyrir tveimur árum og hann er aftur núna, en þarna eru tveir keppendur sem eiga mjög góða möguleika að vera í allra fremstu röð.” Það er langt síðan jafn góður efniviður hefur verið til staðar í frjálsum íþróttum hér á landi. Þar er Aníta Hinriksdóttir feti framar, en fleiri eru á leiðinni. „Það er stór hópur af mjög efnilegum, heimsklassaefnum að koma upp. Við þurfum að fóstra þau vel og halda mjgö vel utan um þau í þjálfuninni og aðstöðunni og skapa þeim möguleika á að þróast í heimsklassafólk eins og þau hafa hæfileika til, en þau þurfa einnig að leggja mikið á sig,” sagði Þráinn við Guðjón að lokum. Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira