Unbroken, framlag Íslands til Eurovision í ár, er ein af nýrri ábreiðum kappans sem er menntaður hagfræðingur. Mummi, sem er uppalinn í Vesturbænum, er KR-ingur í húð og hár. Hann hefur einnig spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð auk þess að nema við ekki ómerkilegri skóla en Harvard í Boston. Þar hlaut hann einmitt hæstu einkunn í skiptinámi.
Hann einbeitir sér nú í auknum mæli að tónlistinni en ábreiðuna af Unbroken má sjá hér að neðan.