Samtök atvinnulífsins: Segja yfirlýsingu verkalýðsfélaga ekki vera boðlega Atli Ísleifsson skrifar 20. maí 2015 16:30 Þorsteinn Víglundsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd/SA Samtök atvinnulífsins telja sameiginlega yfirlýsing Flóabandalagsins, VR og LÍV um tilboð samtakanna ekki vera boðlega. Í yfirlýsingunni sé því haldið fram að hafi stundað rangfærslur og að „margt launafólk fái lítið sem ekkert út úr tilboðinu“. Segir að sú staðhæfing eigi sér enga stoð. SA hefur sent frá sér tilkunningu þar sem fullyrðingum Flóabandalagsins, VR og LÍV um meintar rangfærslur SA í yfirstandandi samningaviðræðum er svarað. „Tillögur SA eiga sér norrænar fyrirmyndir og ef þær gengju eftir yrði samanburður á vinnutíma, tímakaupi og grunnlaunum eðlilegri og sambærilegri en nú er. Tilboð SA kemur þeim tekjulægstu betur en öðrum og hefur þann eiginleika að draga úr kynbundnum launamun. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga ASÍ fengju umtalsverðan ávinning með umræddum breytingum. Tillögur SA voru enn í mótun milli aðila og umræðum um þær hvergi lokið, þar með talið að varpa ljósi á áhrif breytinga á einstaka hópa og bregðast hugsanlega við þeim,“ segir í tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins segja að hugmyndir þeirra um breytingar á vinnutímaákvæðum megi skipta í þrennt.„Virkur vinnutími: Vinnutími yrði miðaður við virkan vinnutíma, en ekki vinnutíma að meðtöldum neysluhléum (kaffitímum). Kaffitímarnir eru yfirleitt 35 mínútur á dag á dagvinnutímabili, eða 2 stundir og 55 mínútur á viku. Tillaga SA var sú að þessi ákvæði um 35 mínútna kaffihlé á dag féllu brott og dagvinnutími styttist samsvarandi. Hætt yrði að tala um 40 stunda vinnuviku og þess í stað talað um 37 stunda vinnuviku. Ef vilji væri til þess að hafa fastákveðin kaffihlé þá væri slíkt samkomulagsatriði á hverjum vinnustað fyrir sig og lengdist dagleg viðvera samsvarandi. Þessu fylgdi að deilitala, sem deilt er í mánaðarlaun til að finna út tímakaup lækkaði úr 173,33 hjá verkafólki í 160. Við það hækkaði tímakaupið um 8,3% en á móti yrði greitt fyrir færri tíma þannig að föst mánaðarlaun væru óbreytt. Mikilvægt er að gera þessa breytingu nú á tímum alþjóðlegs og norræns samanburðar því þar er ávallt miðað við virkan vinnutíma og tímakaup reiknað út frá þeim grundvelli.Tvískipt yfirvinnuálag. Talning yfirvinnustunda miðuðust við mánaðarlegt uppgjör. Yfirvinnuálag fyrir fyrstu 22 yfirvinnustundirnar í mánuði (5 stundir á viku) yrði 40% á tímakaup m.v. deilitöluna 160 (51,7% m.v. deilitöluna 173,33). Yfirvinnuálag yrði óbreytt, 1,0385% af mánaðarlaunum (80% m.v. deilitöluna 173,33) fyrir vinnustundir umfram 182 á mánuði.Sveigjanlegra dagvinnutímabil. Lagt var til að dagvinnutímabil yrði almennt frá 06:00-19:00.Sama gilti um álagslaus tímabil í vaktavinnusamningum.Endurgjald fyrir breytingarnar. Gegn ofangreindum breytingum á yfirvinnuálagi og dagvinnu- og álagstímabilum buðu SA 9% hækkun á grunnlaunum kjarasamninga. Þar til viðbótar buðu SA að persónubundin regluleg heildarmánaðarlaun undir kr. 500.000 hækkuðu um 7,0% vegna þessara breytinga.Skaðleysi í jaðartilvikum. Tillögu SA fylgdi einnig ákvæði sem tryggði að enginn lækkaði í launum af völdum þessara breytinga og væru a.m.k. tryggðar þær lágmarkshækkanir sem í samningnum fælist að öðru leyti.Vaktavinna. Skoða þyrfti vaktavinnusamninga sérstaklega til að aðlaga þá breyttri deilitölu og lengra álagstímabili. Á meðfylgjandi mynd sjást áhrif tilboðs SA á mánaðartekjur launamanns eftir því hversu mikil yfirvinna er unnin í mánuði. Sá sem vinnur enga yfirvinnu fær fulla 9% hækkun á mánaðarlaun sín en það hlutfall fer lækkandi með hverri yfirvinnustund þar til 22 yfirvinnustundamarkinu er náð og verður lægst 5,8%. Hlutfallið fer síðan hækkandi á ný með enn frekari yfirvinnu og verður t.d. 7,4% ef yfirvinnutímar mánaðarins eru 40.“Mynd/SA Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fréttaskýring: Tvær vikur í fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar 65 þúsund launþegar leggja niður störf ótímabundið þann 6. júní að óbreyttu. 20. maí 2015 13:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja sameiginlega yfirlýsing Flóabandalagsins, VR og LÍV um tilboð samtakanna ekki vera boðlega. Í yfirlýsingunni sé því haldið fram að hafi stundað rangfærslur og að „margt launafólk fái lítið sem ekkert út úr tilboðinu“. Segir að sú staðhæfing eigi sér enga stoð. SA hefur sent frá sér tilkunningu þar sem fullyrðingum Flóabandalagsins, VR og LÍV um meintar rangfærslur SA í yfirstandandi samningaviðræðum er svarað. „Tillögur SA eiga sér norrænar fyrirmyndir og ef þær gengju eftir yrði samanburður á vinnutíma, tímakaupi og grunnlaunum eðlilegri og sambærilegri en nú er. Tilboð SA kemur þeim tekjulægstu betur en öðrum og hefur þann eiginleika að draga úr kynbundnum launamun. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga ASÍ fengju umtalsverðan ávinning með umræddum breytingum. Tillögur SA voru enn í mótun milli aðila og umræðum um þær hvergi lokið, þar með talið að varpa ljósi á áhrif breytinga á einstaka hópa og bregðast hugsanlega við þeim,“ segir í tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins segja að hugmyndir þeirra um breytingar á vinnutímaákvæðum megi skipta í þrennt.„Virkur vinnutími: Vinnutími yrði miðaður við virkan vinnutíma, en ekki vinnutíma að meðtöldum neysluhléum (kaffitímum). Kaffitímarnir eru yfirleitt 35 mínútur á dag á dagvinnutímabili, eða 2 stundir og 55 mínútur á viku. Tillaga SA var sú að þessi ákvæði um 35 mínútna kaffihlé á dag féllu brott og dagvinnutími styttist samsvarandi. Hætt yrði að tala um 40 stunda vinnuviku og þess í stað talað um 37 stunda vinnuviku. Ef vilji væri til þess að hafa fastákveðin kaffihlé þá væri slíkt samkomulagsatriði á hverjum vinnustað fyrir sig og lengdist dagleg viðvera samsvarandi. Þessu fylgdi að deilitala, sem deilt er í mánaðarlaun til að finna út tímakaup lækkaði úr 173,33 hjá verkafólki í 160. Við það hækkaði tímakaupið um 8,3% en á móti yrði greitt fyrir færri tíma þannig að föst mánaðarlaun væru óbreytt. Mikilvægt er að gera þessa breytingu nú á tímum alþjóðlegs og norræns samanburðar því þar er ávallt miðað við virkan vinnutíma og tímakaup reiknað út frá þeim grundvelli.Tvískipt yfirvinnuálag. Talning yfirvinnustunda miðuðust við mánaðarlegt uppgjör. Yfirvinnuálag fyrir fyrstu 22 yfirvinnustundirnar í mánuði (5 stundir á viku) yrði 40% á tímakaup m.v. deilitöluna 160 (51,7% m.v. deilitöluna 173,33). Yfirvinnuálag yrði óbreytt, 1,0385% af mánaðarlaunum (80% m.v. deilitöluna 173,33) fyrir vinnustundir umfram 182 á mánuði.Sveigjanlegra dagvinnutímabil. Lagt var til að dagvinnutímabil yrði almennt frá 06:00-19:00.Sama gilti um álagslaus tímabil í vaktavinnusamningum.Endurgjald fyrir breytingarnar. Gegn ofangreindum breytingum á yfirvinnuálagi og dagvinnu- og álagstímabilum buðu SA 9% hækkun á grunnlaunum kjarasamninga. Þar til viðbótar buðu SA að persónubundin regluleg heildarmánaðarlaun undir kr. 500.000 hækkuðu um 7,0% vegna þessara breytinga.Skaðleysi í jaðartilvikum. Tillögu SA fylgdi einnig ákvæði sem tryggði að enginn lækkaði í launum af völdum þessara breytinga og væru a.m.k. tryggðar þær lágmarkshækkanir sem í samningnum fælist að öðru leyti.Vaktavinna. Skoða þyrfti vaktavinnusamninga sérstaklega til að aðlaga þá breyttri deilitölu og lengra álagstímabili. Á meðfylgjandi mynd sjást áhrif tilboðs SA á mánaðartekjur launamanns eftir því hversu mikil yfirvinna er unnin í mánuði. Sá sem vinnur enga yfirvinnu fær fulla 9% hækkun á mánaðarlaun sín en það hlutfall fer lækkandi með hverri yfirvinnustund þar til 22 yfirvinnustundamarkinu er náð og verður lægst 5,8%. Hlutfallið fer síðan hækkandi á ný með enn frekari yfirvinnu og verður t.d. 7,4% ef yfirvinnutímar mánaðarins eru 40.“Mynd/SA
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fréttaskýring: Tvær vikur í fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar 65 þúsund launþegar leggja niður störf ótímabundið þann 6. júní að óbreyttu. 20. maí 2015 13:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Fréttaskýring: Tvær vikur í fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar 65 þúsund launþegar leggja niður störf ótímabundið þann 6. júní að óbreyttu. 20. maí 2015 13:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent