Borgaði 46 milljónir til að veiða nashyrning í útrýmingarhættu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2015 13:03 Svartur nashyrningur. Vísir/AFP Í byrjun síðasta árs bauð Corey Knowlton 350 þúsund dali eða um 46,5 milljónir króna í leyfi til að veiða svartan nashyrning í Namibíu. Síðan þá hefur Knowlton orðið fyrir miklu aðkasti og hótunum og hefur honum jafnvel verið hótað dauða. Hann skaut dýrið í gær um einu og hálfu ári eftir að hann fékk leyfið. Veiðileyfið var gefið út af umhverfis- og ferðamálaráðuneyti Namibíu sem gefur út þrjú slík á hverju ári. Þá var það boðið upp af Dallas Safari Club, en Knowlton er frá Texas. Hann leyfði fréttamanni CNN og tökuliði að koma með sér í veiðiferðina. Knowlton segir að ástæða þess að hann hafi tekið CNN með sér sé að hann vilji að heimurinn sjái að hann sé ekki einhver blóðþyrstur Bandaríkjamaður. Heldur sé hann að taka þátt í viðleitni yfirvalda í Namibíu til að bjarga dýrunum frá útrýmingu. Samkvæmt CNN hefur ráðuneytið borið kennsl á 18 svarta nashyrninga sem uppfylla þau viðmið sem þarf til að leyfilegt sé að veiða þá. Þeir verða að hafa náð ákveðnum aldri og vera hættir að fjölga sér. Þar að auki verða þeir að teljast ógn við aðra yngri nashyrninga. Nashyrningurinn sem Knowlton skaut í gær hafði til dæmis drepið annan nashyrning í fyrra. Milljónunum 46 verður varið til varna gegn veiðiþjófum, en þeir eru helsta ógn svartra nashyrninga. Knowlton segir að það að fella eldri nashyrning sem ógni og jafnvel drepi aðra nashyrninga sé hluti af því ferli að verja nashyrningana. Knowlton segir að hann sé sjálfur að gera mun meira til að hjálpa nashyrningunum en þeir fjölmörgu sem gagnrýna hann svo heiftarlega. Hér að neðan má sjá hluta af sjónvarpsfrétt CNN en lýsingu á veiðiferðinni má lesa á heimasíðu þeirra. Namibía Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Í byrjun síðasta árs bauð Corey Knowlton 350 þúsund dali eða um 46,5 milljónir króna í leyfi til að veiða svartan nashyrning í Namibíu. Síðan þá hefur Knowlton orðið fyrir miklu aðkasti og hótunum og hefur honum jafnvel verið hótað dauða. Hann skaut dýrið í gær um einu og hálfu ári eftir að hann fékk leyfið. Veiðileyfið var gefið út af umhverfis- og ferðamálaráðuneyti Namibíu sem gefur út þrjú slík á hverju ári. Þá var það boðið upp af Dallas Safari Club, en Knowlton er frá Texas. Hann leyfði fréttamanni CNN og tökuliði að koma með sér í veiðiferðina. Knowlton segir að ástæða þess að hann hafi tekið CNN með sér sé að hann vilji að heimurinn sjái að hann sé ekki einhver blóðþyrstur Bandaríkjamaður. Heldur sé hann að taka þátt í viðleitni yfirvalda í Namibíu til að bjarga dýrunum frá útrýmingu. Samkvæmt CNN hefur ráðuneytið borið kennsl á 18 svarta nashyrninga sem uppfylla þau viðmið sem þarf til að leyfilegt sé að veiða þá. Þeir verða að hafa náð ákveðnum aldri og vera hættir að fjölga sér. Þar að auki verða þeir að teljast ógn við aðra yngri nashyrninga. Nashyrningurinn sem Knowlton skaut í gær hafði til dæmis drepið annan nashyrning í fyrra. Milljónunum 46 verður varið til varna gegn veiðiþjófum, en þeir eru helsta ógn svartra nashyrninga. Knowlton segir að það að fella eldri nashyrning sem ógni og jafnvel drepi aðra nashyrninga sé hluti af því ferli að verja nashyrningana. Knowlton segir að hann sé sjálfur að gera mun meira til að hjálpa nashyrningunum en þeir fjölmörgu sem gagnrýna hann svo heiftarlega. Hér að neðan má sjá hluta af sjónvarpsfrétt CNN en lýsingu á veiðiferðinni má lesa á heimasíðu þeirra.
Namibía Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira