Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2015 10:23 Frá Háskólatorgi Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sendi Skemmunni, rafrænu gagnasafni íslensku háskólanna, bréf þann 28. maí síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að BS-ritgerð nýútskrifaðs nema við deildina yrði lokuð almenningi. Ritgerðin hafði verið opin öllum frá því í febrúar þegar nemandinn útskrifaðist frá Háskóla Íslands.Í Fréttablaðinu í morgun var fjallað um að málið. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal annars frá Friðriki Pálssyni hótelstjóra á Hótel Rangá. Friðrik kannast hins vegar ekki við að hafa rætt við höfund ritgerðarinnar. Ummælin séu uppspuni. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ segir Friðrik sem vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.Ekki algeng beiðni Áslaug Agnarsdóttir, umsjónarmaður Skemmunnar, staðfestir í samtali við Vísi að bréf hafi borist frá viðskiptafræðideildinni þann 28. maí. Um leið hafi aðgangi að ritgerðinni verið lokað. Á vef Skemmunnar kemur fram að hún verði lokuð út þetta ár. Umræddur nemandi útskrifaðist frá deildinni í febrúar og var ritgerðin um leið opin almenningi á Skemmunni. Við ritgerðarskil geta nemendur valið hvort ritgerðin verði aðgengileg á útskriftardaginn, valið aðra dagsetningu eða þá kosið að hafa hana lokaða. Ritgerðir eru alltaf læstar fram yfir útskriftardag. Aðspurð hvort algengt sé að óskað sé eftir því að ritgerðir, sem áður stóðu opnar, verði læstar segir Áslaug: „Nei, það er ekki algengt. Það kemur fyrir og geta verið ýmsar ástæður fyrir því.“ Nemandinn vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í hann við vinnslu þessarar fréttar.Nemendur ábyrgir fyrir verkum sínum Þórhallur Örn Guðlaugsson dósent og leiðbeinandi í verkefninu sagðist ekki vilja tjá sig um mál einstakra nemenda. „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir Þórhallur aðspurður um ábyrgð leiðbeinenda. Hann bætti við að svona mál færu sína leið og skólinn tæki málið mjög alvarlega. Tengdar fréttir Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sendi Skemmunni, rafrænu gagnasafni íslensku háskólanna, bréf þann 28. maí síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að BS-ritgerð nýútskrifaðs nema við deildina yrði lokuð almenningi. Ritgerðin hafði verið opin öllum frá því í febrúar þegar nemandinn útskrifaðist frá Háskóla Íslands.Í Fréttablaðinu í morgun var fjallað um að málið. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal annars frá Friðriki Pálssyni hótelstjóra á Hótel Rangá. Friðrik kannast hins vegar ekki við að hafa rætt við höfund ritgerðarinnar. Ummælin séu uppspuni. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ segir Friðrik sem vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.Ekki algeng beiðni Áslaug Agnarsdóttir, umsjónarmaður Skemmunnar, staðfestir í samtali við Vísi að bréf hafi borist frá viðskiptafræðideildinni þann 28. maí. Um leið hafi aðgangi að ritgerðinni verið lokað. Á vef Skemmunnar kemur fram að hún verði lokuð út þetta ár. Umræddur nemandi útskrifaðist frá deildinni í febrúar og var ritgerðin um leið opin almenningi á Skemmunni. Við ritgerðarskil geta nemendur valið hvort ritgerðin verði aðgengileg á útskriftardaginn, valið aðra dagsetningu eða þá kosið að hafa hana lokaða. Ritgerðir eru alltaf læstar fram yfir útskriftardag. Aðspurð hvort algengt sé að óskað sé eftir því að ritgerðir, sem áður stóðu opnar, verði læstar segir Áslaug: „Nei, það er ekki algengt. Það kemur fyrir og geta verið ýmsar ástæður fyrir því.“ Nemandinn vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í hann við vinnslu þessarar fréttar.Nemendur ábyrgir fyrir verkum sínum Þórhallur Örn Guðlaugsson dósent og leiðbeinandi í verkefninu sagðist ekki vilja tjá sig um mál einstakra nemenda. „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir Þórhallur aðspurður um ábyrgð leiðbeinenda. Hann bætti við að svona mál færu sína leið og skólinn tæki málið mjög alvarlega.
Tengdar fréttir Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00