Annað fjárkúgunarmál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2015 13:54 Krafa Malínar hljóðaði samkvæmt heimildum Vísis upp á 700 þúsund krónur. Kæra var í dag lögð fram hjá lögreglunni á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malínar Brand vegna fjárkúgunar. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við Vísi að kæra hefði verið lögð fram. Hann vildi þó ekki staðfesta á hendur hverjum. DV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn sem lagði kæruna fram gerði það í kjölfar þess að systurnar játuðu fyrir lögreglu aðild sína að tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra fyrir helgi. Í því máli sem nú er til umfjöllunar á Malín að hafa sett sig í samband við manninn og sakað hann um saknæmt athæfi. Sagðist hún hafa undir höndum gögn sem sönnuðu málið.Sjá einnig:Sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín Krafa Malínar hljóðaði samkvæmt heimildum Vísis upp á 700 þúsund krónur. Meint brot átti sér stað á laugardagskvöldi fyrir um einum og hálfum mánuði. Malín hafði svo samband við manninn á mánudeginum sem greiddi henni í kjölfarið umbeðna upphæð. Segist maðurinn hafa sönnun fyrir því að Malín hafi tekið við peningunum.Lögmaður Malínar ekki heyrt af málinu Systurnar hafa játað að hafa staðið að fjárkúgunarmáli á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Malín sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi ekki komið nálægt því að senda bréf með hótunum til ráðherra en viðurkenndi að hafa ekið systur sinni til að sækja fjármunina sem farið var fram á. Friðrik vill ekki tjá sig um málið að öðru leiti og vill ekki staðfesta að kæran beinist gegn sömu aðilum og gerðu tilraun til að kúga fé úr forsætisráðherra. Vísir hefur síðastliðinn sólarhring fjallað ítarlega um það mál. Lögmaður Malínar kannaðist ekki við málið þegar blaðamaður náði tali af henni nú fyrir stundu.Uppfært klukkan 14.25 Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41 Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Tveir handteknir síðastliðinn föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 08:52 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Kæra var í dag lögð fram hjá lögreglunni á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malínar Brand vegna fjárkúgunar. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við Vísi að kæra hefði verið lögð fram. Hann vildi þó ekki staðfesta á hendur hverjum. DV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn sem lagði kæruna fram gerði það í kjölfar þess að systurnar játuðu fyrir lögreglu aðild sína að tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra fyrir helgi. Í því máli sem nú er til umfjöllunar á Malín að hafa sett sig í samband við manninn og sakað hann um saknæmt athæfi. Sagðist hún hafa undir höndum gögn sem sönnuðu málið.Sjá einnig:Sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín Krafa Malínar hljóðaði samkvæmt heimildum Vísis upp á 700 þúsund krónur. Meint brot átti sér stað á laugardagskvöldi fyrir um einum og hálfum mánuði. Malín hafði svo samband við manninn á mánudeginum sem greiddi henni í kjölfarið umbeðna upphæð. Segist maðurinn hafa sönnun fyrir því að Malín hafi tekið við peningunum.Lögmaður Malínar ekki heyrt af málinu Systurnar hafa játað að hafa staðið að fjárkúgunarmáli á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Malín sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi ekki komið nálægt því að senda bréf með hótunum til ráðherra en viðurkenndi að hafa ekið systur sinni til að sækja fjármunina sem farið var fram á. Friðrik vill ekki tjá sig um málið að öðru leiti og vill ekki staðfesta að kæran beinist gegn sömu aðilum og gerðu tilraun til að kúga fé úr forsætisráðherra. Vísir hefur síðastliðinn sólarhring fjallað ítarlega um það mál. Lögmaður Malínar kannaðist ekki við málið þegar blaðamaður náði tali af henni nú fyrir stundu.Uppfært klukkan 14.25
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41 Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Tveir handteknir síðastliðinn föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 08:52 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41
Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16
Reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Tveir handteknir síðastliðinn föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 08:52
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00