Fáum besta lið heims í milliriðli Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2015 07:00 Íslensku strákarnir mæta Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi í riðlakeppninni á EM í Póllandi. vísir/ernir „Við erum nokkuð ánægðir með þennan riðil,“ segir Aron Kristjánsson um B-riðilinn á EM 2016 í handbolta þar sem Ísland spilar á móti Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi í janúar á næsta ári. Strákarnir okkar voru nokkuð heppnir með riðil verður að segjast og landsliðsþjálfarinn því í fínu skapi þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við fáum Hvíta-Rússland sem er auðvitað betra en að mæta Þjóðverjum úr 3. styrkleikaflokki, en Noregur var nú eitt af betri liðunum í þeim fjórða. Þetta er samt bara ágætt en verður auðvitað erfitt eins og öll Evrópumót. Við tökum þetta bara skref fyrir skref,“ sagði Aron sem var að fylgjast með yngsta syni sínum spila á Norðurálsmótinu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Fari Íslendingar upp úr riðlinum mæta þeir Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka í milliriðli sem og gestgjöfunum Pólverjum. „Það er það eina neikvæða við þetta. Frakkarnir eru auðvitað bestir í heimi og Pólverjar með gríðarlega sterkt lið,“ segir Aron sem fagnar því að milliriðillinn sé spilaður í Kraká. „Það er flottasta borgin í Póllandi,“ segir hann. Íslenska landsliðið er komið í sumarfrí en það hittist næst í október þegar tímabilið er hafið. „Það er æfingaleikjavika þarna og svo förum við á æfingamót í Noregi þar sem við spilum við Norðmenn, Dani og Frakka. Svo fara allir núna á fullt í að finna leiki fyrir janúar áður en EM byrjar,“ segir Aron. Ísland spilaði fimm leiki fyrir HM í Katar og það finnst Aroni of mikið. Stefnt verður að því að fækka þeim allavega um einn. „Æfingamótið fyrir EM 2014 kom vel út. Þá spiluðum við þrjá leiki. Fyrir HM í Katar tókum við tvo æfingaleiki við Þjóðverja áður en við fórum á fjögurra landa mót. Undirbúningurinn var því ekki nógu góður. Þrír leikir eru betri, alveg hámark fjórir,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir okkar heppnir með riðil á EM í handbolta 2016 Íslenska handboltalandsliðið lenti í nokkuð þægilegum riðli á EM í handbolta 2016 þegar dregið var í Kraká í Póllandi í dag. Evrópumótið í Pólland fer fram 17. til 31. janúar 2016. 19. júní 2015 12:33 Fyrsti leikurinn á EM verður við Norðmenn Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Króatíu, Noregi og Hvíta-Rússlandi í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar. Nú er búið að raða upp leikjunum í riðlunum. 19. júní 2015 14:24 Guðmundur Guðmundsson: Ég vil helst sleppa við að mæta Íslandi Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. 19. júní 2015 11:00 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Aron: Býst við að byggja á sama kjarna Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir EM í handbolta í Póllandi á næsta ári. 19. júní 2015 19:21 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
„Við erum nokkuð ánægðir með þennan riðil,“ segir Aron Kristjánsson um B-riðilinn á EM 2016 í handbolta þar sem Ísland spilar á móti Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi í janúar á næsta ári. Strákarnir okkar voru nokkuð heppnir með riðil verður að segjast og landsliðsþjálfarinn því í fínu skapi þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við fáum Hvíta-Rússland sem er auðvitað betra en að mæta Þjóðverjum úr 3. styrkleikaflokki, en Noregur var nú eitt af betri liðunum í þeim fjórða. Þetta er samt bara ágætt en verður auðvitað erfitt eins og öll Evrópumót. Við tökum þetta bara skref fyrir skref,“ sagði Aron sem var að fylgjast með yngsta syni sínum spila á Norðurálsmótinu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Fari Íslendingar upp úr riðlinum mæta þeir Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka í milliriðli sem og gestgjöfunum Pólverjum. „Það er það eina neikvæða við þetta. Frakkarnir eru auðvitað bestir í heimi og Pólverjar með gríðarlega sterkt lið,“ segir Aron sem fagnar því að milliriðillinn sé spilaður í Kraká. „Það er flottasta borgin í Póllandi,“ segir hann. Íslenska landsliðið er komið í sumarfrí en það hittist næst í október þegar tímabilið er hafið. „Það er æfingaleikjavika þarna og svo förum við á æfingamót í Noregi þar sem við spilum við Norðmenn, Dani og Frakka. Svo fara allir núna á fullt í að finna leiki fyrir janúar áður en EM byrjar,“ segir Aron. Ísland spilaði fimm leiki fyrir HM í Katar og það finnst Aroni of mikið. Stefnt verður að því að fækka þeim allavega um einn. „Æfingamótið fyrir EM 2014 kom vel út. Þá spiluðum við þrjá leiki. Fyrir HM í Katar tókum við tvo æfingaleiki við Þjóðverja áður en við fórum á fjögurra landa mót. Undirbúningurinn var því ekki nógu góður. Þrír leikir eru betri, alveg hámark fjórir,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir okkar heppnir með riðil á EM í handbolta 2016 Íslenska handboltalandsliðið lenti í nokkuð þægilegum riðli á EM í handbolta 2016 þegar dregið var í Kraká í Póllandi í dag. Evrópumótið í Pólland fer fram 17. til 31. janúar 2016. 19. júní 2015 12:33 Fyrsti leikurinn á EM verður við Norðmenn Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Króatíu, Noregi og Hvíta-Rússlandi í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar. Nú er búið að raða upp leikjunum í riðlunum. 19. júní 2015 14:24 Guðmundur Guðmundsson: Ég vil helst sleppa við að mæta Íslandi Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. 19. júní 2015 11:00 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Aron: Býst við að byggja á sama kjarna Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir EM í handbolta í Póllandi á næsta ári. 19. júní 2015 19:21 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Strákarnir okkar heppnir með riðil á EM í handbolta 2016 Íslenska handboltalandsliðið lenti í nokkuð þægilegum riðli á EM í handbolta 2016 þegar dregið var í Kraká í Póllandi í dag. Evrópumótið í Pólland fer fram 17. til 31. janúar 2016. 19. júní 2015 12:33
Fyrsti leikurinn á EM verður við Norðmenn Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Króatíu, Noregi og Hvíta-Rússlandi í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar. Nú er búið að raða upp leikjunum í riðlunum. 19. júní 2015 14:24
Guðmundur Guðmundsson: Ég vil helst sleppa við að mæta Íslandi Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. 19. júní 2015 11:00
Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34
Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40
Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07
Aron: Býst við að byggja á sama kjarna Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir EM í handbolta í Póllandi á næsta ári. 19. júní 2015 19:21