Sameinast um uppbyggingu léttlestarkerfis Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2015 13:33 Borgarlínan leikur lykilhlutverk í nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Mynd/aðsend Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, hefur verið samþykkt í öllum sveitarstjórnum og staðfest af Skipulagsstofnun. Hryggjarstykkið í stefnunni er Borgarlína, almenningssamgöngukerfi sem tengir kjarna sveitarfélaganna og flytur farþega um höfuðborgarsvæðið.Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og vöxt svæðisins næstu 25 árin – „enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru,” eins og segir í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Nýja skipulagið er tilraun til að leiðbeina við úrlausn vandamála sem fyrirséð eru að fylgi fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu en áætlað er að þeir verði rúmlega 300 þúsund talsins árið 2040. Í stefnunni segir að lykilatriði sé að sá vöxtur verði hagkvæmur og ekki verði gengið á umhverfisgæði þeirra sem þar búa fyrir. „Það er því nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og án þess að óbyggt land verði brotið í sama mæli og gert var síðustu áratugi,” eins og þar stendur. Þar mun hin nýja Borgarlína leika lykilhlutverk en fyrirhugað er að hún verði nýtt léttlestar- eða hraðvagnakerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Framfylgd á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 er í höndum svæðisskipulagsnefndar, skrifstofu SSH og sveitarfélaganna. Til að fylgja stefnunni eftir verða lagðar fram fjögurra ára þróunaráætlanir, þar sem koma fram samræmdar áætlanir sveitarfélaganna í uppbyggingu og aðgerðir til að ná fram settum markmiðum. Sveitarfélögin hafa þegar hafið vinnu við Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018. Verið er að ýta fyrstu aðgerðunum úr vör og snúa þær að: - undirbúningi Borgarlínu og þróun allra samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Vegagerðina, - uppsetningu á mælaborði sem sýnir þróun helstu lykiltalna og - sérstökum samráðshópi sem skipaður hefur verið um vatnsvernd og vatnsnýtingu. Nánari upplýsingar um nýju stefnuna má nálgast á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, hefur verið samþykkt í öllum sveitarstjórnum og staðfest af Skipulagsstofnun. Hryggjarstykkið í stefnunni er Borgarlína, almenningssamgöngukerfi sem tengir kjarna sveitarfélaganna og flytur farþega um höfuðborgarsvæðið.Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og vöxt svæðisins næstu 25 árin – „enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru,” eins og segir í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Nýja skipulagið er tilraun til að leiðbeina við úrlausn vandamála sem fyrirséð eru að fylgi fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu en áætlað er að þeir verði rúmlega 300 þúsund talsins árið 2040. Í stefnunni segir að lykilatriði sé að sá vöxtur verði hagkvæmur og ekki verði gengið á umhverfisgæði þeirra sem þar búa fyrir. „Það er því nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og án þess að óbyggt land verði brotið í sama mæli og gert var síðustu áratugi,” eins og þar stendur. Þar mun hin nýja Borgarlína leika lykilhlutverk en fyrirhugað er að hún verði nýtt léttlestar- eða hraðvagnakerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Framfylgd á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 er í höndum svæðisskipulagsnefndar, skrifstofu SSH og sveitarfélaganna. Til að fylgja stefnunni eftir verða lagðar fram fjögurra ára þróunaráætlanir, þar sem koma fram samræmdar áætlanir sveitarfélaganna í uppbyggingu og aðgerðir til að ná fram settum markmiðum. Sveitarfélögin hafa þegar hafið vinnu við Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018. Verið er að ýta fyrstu aðgerðunum úr vör og snúa þær að: - undirbúningi Borgarlínu og þróun allra samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Vegagerðina, - uppsetningu á mælaborði sem sýnir þróun helstu lykiltalna og - sérstökum samráðshópi sem skipaður hefur verið um vatnsvernd og vatnsnýtingu. Nánari upplýsingar um nýju stefnuna má nálgast á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira