Stjarnan mætir Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.
Þetta er annað árið í röð sem Celtic leikur gegn íslensku liði í forkeppninni en skoska liðið sló KR út í fyrra.
Stjarnan og Celtic mætast í 2. umferð forkeppninnar en fyrri leikirnir fara fram 14. eða 15. júlí og þeir seinni 21. og 22. júlí.
Ljóst er að Stjörnumanna, sem fóru alla leið í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra, bíður erfitt verkefni en Celtic vann skosku deildina með yfirburðum á síðasta tímabili.
Celtic hefur alls 46 sinnum orðið skoskur meistari, þar af fjögur síðustu ár.
