Mynd af drengnum birtist á hinni geysivinsælu bloggsíðu Humans of New York. Þar eru birtar myndir af fólki héðan og þaðan úr New York-borg og spjallað við það um lífið og veginn.
„Ég er samkynhneigður og er hræddur um hvað framtíðin ber í skauti sér,“ er haft eftir drengnum, sem er grátandi á myndinni. „Ég er hræddur um að fólk muni ekki kunna vel við mig.“
"I'm homosexual and I'm afraid about what my future will be and that people won't like me." pic.twitter.com/LsErH02zrK
— Brandon Stanton (@humansofny) July 3, 2015
„Fólk mun ekki bara kunna vel við þig, það mun elska þig,“ skrifar Ellen DeGeneres, leikkona og skemmtikraftur, sem einnig er samkynhneigð. „Ég var bara að heyra af þér fyrst núna og ég elska þig samt strax.“
„Sem fullorðinn einstaklingur, spái ég þessu: Framtíð þín verður stórkostleg,“ skrifar svo Clinton. „Það mun koma sjálfum þér á óvart hvers þú ert megnugur og hvaða ótrúlegu hluti þú munt gera. Finndu þá sem elska þig og trúa á þig – Það er nóg til af þeim.“