Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2015 13:06 Erling kann engar skýringar á þessari dularfullu plágu lúsmýs sem gaus upp um helgina í Kjósinni. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir plágu lúsmýs sem gaus upp um helgina meðal þeirra sem dvöldu í sumarhúsum við Hvalfjörðinn, efni í reifara. „Þetta er viðbjóður. Ég mæli ekki með þessu. Ég kynntist þessu í útlöndum. En, þetta er ákaflega undarlegt mál. Þetta er tegund sem ekki hefur verið staðfest hér á landi áður. Og það blossar upp einu og sömu helgina á nokkrum stöðum á takmörkuðu svæði við Hvalfjörð. Eitt í Kjósinni og svo norðan fjarðarins einnig,“ segir Erling, sem nú rannsakar málið.Vísir hefur greint frá þessari skelfilegu plágu í morgun. Erling hefur birt grein um málið á netinu þar sem hann fer í saumana á því hvers kyns er og hvað liggur fyrir.Skordýrafræðingurinn er gapandi „Ég kann engar skýringar á þessu. Svona kvikindi geta borist með vindum frá Evrópu, en af hverju lenda þau öll í Kjósinni? Ísland er stærra en Kjósin, og litar líkur á því að einhver slíkur svermur lendi allur þar. Þetta gæti verðið spurning um innfluttan jarðveg, lirfur geta lifað þar góðu lífi, en ég veit það ekki. Innfluttur jarðvegur er víðar en í Kjósinni. Ég hef ekkert í höndunum og er alveg gapandi yfir þessu.“ Næsta skref er að finna út úr því nákvæmlega hvaða tegund þetta er nákvæmlega og Erling er nú að setja sig í samband við sérfróða aðila erlendis. „Þetta eru allt blóðsugur af þessari ætt, en þessi líkist blátungu, sem leggst á hross og kýr og orsakar skæð exem og illan kláða.“Lúsmýið þarf blankalogn til að athafna sig Erling segir þetta skrýtið mál og ekki sé endilega víst að þetta komi upp aftur. Lúsmýið þarf ákveðnar aðstæður, til að mynda blankalogn til að athafna sig. Því líkar illa gjólan. Veðurfarsskilyrði voru til staðar þessa helgi sem olli þessum atgangi um síðustu helgi. Veður eins og er í dag er ekki hentugt mýinu. Og að þetta sé að gerast í sumarhúsum er engin tilviljun, að mati Erlings. „Menn búnir að girða sig af með trjágróðri og þar er logn. Þess vegna lenda íbúar sumarhúsanna í þessu. Búið að ramma inn sumarhúsin sum hver. Þar eru kjöraðstæður fyrir svona atlögur. Spurning um að höggva trén niður og láta rabbabarann duga?“ ...Vísir þiggur allar ábendingar um þetta dularfulla fyrirbæri með þökkum og má senda þær á ritstjorn@visir.is Lúsmý Tengdar fréttir „Þú ert eins og kallinn í Something about Mary“ Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. 1. júlí 2015 10:30 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir plágu lúsmýs sem gaus upp um helgina meðal þeirra sem dvöldu í sumarhúsum við Hvalfjörðinn, efni í reifara. „Þetta er viðbjóður. Ég mæli ekki með þessu. Ég kynntist þessu í útlöndum. En, þetta er ákaflega undarlegt mál. Þetta er tegund sem ekki hefur verið staðfest hér á landi áður. Og það blossar upp einu og sömu helgina á nokkrum stöðum á takmörkuðu svæði við Hvalfjörð. Eitt í Kjósinni og svo norðan fjarðarins einnig,“ segir Erling, sem nú rannsakar málið.Vísir hefur greint frá þessari skelfilegu plágu í morgun. Erling hefur birt grein um málið á netinu þar sem hann fer í saumana á því hvers kyns er og hvað liggur fyrir.Skordýrafræðingurinn er gapandi „Ég kann engar skýringar á þessu. Svona kvikindi geta borist með vindum frá Evrópu, en af hverju lenda þau öll í Kjósinni? Ísland er stærra en Kjósin, og litar líkur á því að einhver slíkur svermur lendi allur þar. Þetta gæti verðið spurning um innfluttan jarðveg, lirfur geta lifað þar góðu lífi, en ég veit það ekki. Innfluttur jarðvegur er víðar en í Kjósinni. Ég hef ekkert í höndunum og er alveg gapandi yfir þessu.“ Næsta skref er að finna út úr því nákvæmlega hvaða tegund þetta er nákvæmlega og Erling er nú að setja sig í samband við sérfróða aðila erlendis. „Þetta eru allt blóðsugur af þessari ætt, en þessi líkist blátungu, sem leggst á hross og kýr og orsakar skæð exem og illan kláða.“Lúsmýið þarf blankalogn til að athafna sig Erling segir þetta skrýtið mál og ekki sé endilega víst að þetta komi upp aftur. Lúsmýið þarf ákveðnar aðstæður, til að mynda blankalogn til að athafna sig. Því líkar illa gjólan. Veðurfarsskilyrði voru til staðar þessa helgi sem olli þessum atgangi um síðustu helgi. Veður eins og er í dag er ekki hentugt mýinu. Og að þetta sé að gerast í sumarhúsum er engin tilviljun, að mati Erlings. „Menn búnir að girða sig af með trjágróðri og þar er logn. Þess vegna lenda íbúar sumarhúsanna í þessu. Búið að ramma inn sumarhúsin sum hver. Þar eru kjöraðstæður fyrir svona atlögur. Spurning um að höggva trén niður og láta rabbabarann duga?“ ...Vísir þiggur allar ábendingar um þetta dularfulla fyrirbæri með þökkum og má senda þær á ritstjorn@visir.is
Lúsmý Tengdar fréttir „Þú ert eins og kallinn í Something about Mary“ Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. 1. júlí 2015 10:30 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
„Þú ert eins og kallinn í Something about Mary“ Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. 1. júlí 2015 10:30
Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00