Þjálfari Anítu: Niðurstaðan viss vonbrigði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2015 16:40 Aníta varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum. vísir/daníel Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð að gera sér bronsverðlaun að góðu í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Aníta vann mótið fyrir tveimur árum en náði ekki að verja titilinn í dag. Hún kom í mark á 2:05,04 mínútum, en Renée Eykens frá Belgíu hrósaði sigri á tímanum 2:02,83. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, segir niðurstöðuna viss vonbrigði. „Auðvitað eru bronsverðlaun mikil viðurkenning og allt það en það er engin launung að það eru viss vonbrigði að ná ekki að vinna hlaupið,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir hlaupið. Hann segir að markmiðið hafi verið að hlaupa hratt hlaup, ef svo má að orði komast. „Þessar stelpur eru sterkar í taktísku hlaupi eins og þetta endaði með að vera. Útfærslan var kannski ekki alveg rétt,“ sagði Gunnar. „Það var dálítið mikill vindur og í þannig aðstæðum þarf að taka ákvörðun hvort á að hlaupa á tiltölulega rólegum hraða og eiga nóg eftir fyrir endasprettinn, eins og þær tvær sem komu fyrstar í mark gerðu, eða hlaupa hratt hlaup. „Anítu langaði í hratt hlaup og okkur fannst hún vera tilbúin í það, bæði eftir mótið í Mannheim, æfingar þar á eftir og hlaupið í fyrradag,“ bætti Gunnar við en Aníta var með bestan tíma allra í undanrásunum, þar sem hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn í úrslitahlaupinu í dag en gaf eftir á lokasprettinum. „Hún ætlaði sér að hlaupa fyrri hringinn mjög hratt og láta hinar þurfa að ákveða hvort þær ætluðu að fylgja henni á miklum hraða, sem hefði verið erfitt fyrir þær í lokin því þær eiga ekki eins góðan tíma. „Mér fannst hún aðeins hikandi milli 200 og 400 metranna og hún keyrði ekki, eflaust út af vindinum, eins og við vorum búin að tala um. Það þýddi að hinar náðu að hlaupa léttilega með henni,“ sagði Gunnar. Að hans sögn tekur nú við leit að mótum fyrir Anítu sem er að klára sitt síðast ár í unglingaflokki. „Við erum að leita að nógu sterku móti til að hlaupa gott hlaup. Það er ekki endilega best að það sé eitthvað hrikalega stórt en það þarf samt að vera með sterkum keppinautum, og þá erum við að tala um stelpur sem hafa hlaupið á undir tveimur mínútum,“ sagði Gunnar að endingu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð að gera sér bronsverðlaun að góðu í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Aníta vann mótið fyrir tveimur árum en náði ekki að verja titilinn í dag. Hún kom í mark á 2:05,04 mínútum, en Renée Eykens frá Belgíu hrósaði sigri á tímanum 2:02,83. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, segir niðurstöðuna viss vonbrigði. „Auðvitað eru bronsverðlaun mikil viðurkenning og allt það en það er engin launung að það eru viss vonbrigði að ná ekki að vinna hlaupið,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir hlaupið. Hann segir að markmiðið hafi verið að hlaupa hratt hlaup, ef svo má að orði komast. „Þessar stelpur eru sterkar í taktísku hlaupi eins og þetta endaði með að vera. Útfærslan var kannski ekki alveg rétt,“ sagði Gunnar. „Það var dálítið mikill vindur og í þannig aðstæðum þarf að taka ákvörðun hvort á að hlaupa á tiltölulega rólegum hraða og eiga nóg eftir fyrir endasprettinn, eins og þær tvær sem komu fyrstar í mark gerðu, eða hlaupa hratt hlaup. „Anítu langaði í hratt hlaup og okkur fannst hún vera tilbúin í það, bæði eftir mótið í Mannheim, æfingar þar á eftir og hlaupið í fyrradag,“ bætti Gunnar við en Aníta var með bestan tíma allra í undanrásunum, þar sem hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn í úrslitahlaupinu í dag en gaf eftir á lokasprettinum. „Hún ætlaði sér að hlaupa fyrri hringinn mjög hratt og láta hinar þurfa að ákveða hvort þær ætluðu að fylgja henni á miklum hraða, sem hefði verið erfitt fyrir þær í lokin því þær eiga ekki eins góðan tíma. „Mér fannst hún aðeins hikandi milli 200 og 400 metranna og hún keyrði ekki, eflaust út af vindinum, eins og við vorum búin að tala um. Það þýddi að hinar náðu að hlaupa léttilega með henni,“ sagði Gunnar. Að hans sögn tekur nú við leit að mótum fyrir Anítu sem er að klára sitt síðast ár í unglingaflokki. „Við erum að leita að nógu sterku móti til að hlaupa gott hlaup. Það er ekki endilega best að það sé eitthvað hrikalega stórt en það þarf samt að vera með sterkum keppinautum, og þá erum við að tala um stelpur sem hafa hlaupið á undir tveimur mínútum,“ sagði Gunnar að endingu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira
Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15
Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30
Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01