Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning klukkan 18.20 í kvöld um flugvél sem lent hafði á hvolfi á Sandskeiði.
Flugmaðurinn var einn í vélinni og komst út af sjálfsdáðum. Hann slasaðist ekki samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.
Að sögn Sigurbjörns Guðmundssonar, varðstjóra, virðist þetta hafa gerst frekar hægt með þeim hætti að vélin fór út af brautinni og lenti á hvolfi. Enginn olía lak úr vélinni og er slökkviliðið nú á leiðinni af vettvangi og málið komið í hendur lögreglu.
Flugvél lenti á hvolfi á Sandskeiði
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
