Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2015 14:30 Bill og Melinda Gates stíga inn í Mercedes Benz við Gullfoss á föstudag. Vísir Bandaríski auðjöfurinn Bill Gates hefur farið um víðan völl í heimsókn sinni til landsins. Gates er staddur hér á landi ásamt fríðu föruneyti og má þar meðal annars nefna eiginkonuna Melindu Gates. Vísir greindi fyrst frá væntanlegri komu Gates til landsins fyrir tveimur vikum. Gates mætti til landsins fyrir helgi og skoðaði Gullfoss á föstudaginn á för sinni um Suðurlandið. Hópurinn ók um á glæsilegum Mercedes Benz V-Class. Síðar um kvöldið sótti Gates svo hestasýningu sem sett var sérstaklega upp fyrir fjölskylduna á Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum.Bill og Melinda Gates á leið upp í bíl eftir að hafa virt Gullfoss fyrir sér.VísirUm helgina skellti Gates sér svo í Bláa Lónið að loknum auglýstum opnunartíma. Nokkuð algengt er að vel stæðir einstaklingar leigi lónið út fyrir sig og sína þegar á að gera sér glaðan dag. Naut Bill Gates sín í rökkrinu í lóninu ásamt fjölskyldu sinni. Gates, sem er ríkasti maður heims samkvæmt nýjustu úttekt Forbes, heldur til í The Trophy Lodge sumarbústaðnum í Úthlíð á meðan á veru hans hér á landi stendur. Bústaðurinn er í eigu Jóhannesar Stefánssonar, veitingamanns og eiganda Múlakaffis. Parið Jay-Z og Beyonce dvöldu þar í desember síðastliðnum. Þau heimsóttu líka Bláa lónið en gerðu það reyndar að degi til.Trophy Lodge í desember síðastliðnum þegar Beyonce og Jay-Z sóttu landið heim.Vísir/ErnirBústaðurinn er skreyttur með höfðum hinna og þessara dýra en þaðan mun nafnið Trophy Lodge vera komið. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ýmsu verið tjaldað til hvað varðar mat og drykk í bústaðnum en umstangið þykir einmitt svipa til þess þegar Beyonce og Jay-Z dvöldu hér á landi. Notast hefur verið við þyrlu vegna heimsóknar Gates hjónanna en Beyonce og Jay-Z gerðu slíkt hið sama í heimsókn sinni. Íslandsvinir Tengdar fréttir Bill Gates á hestasýningu á Friðheimum Sýningin var sett upp sérstaklega fyrir Gates og fjölskyldu hans. 24. júlí 2015 20:57 Bill Gates borðaði í Æðahelli Skoðaði sig um í Vestmannaeyjum. 25. júlí 2015 22:53 Bill Gates á leið til landsins með fjölskyldu sína Ríkasti maður heims mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi í nokkra daga. 14. júlí 2015 10:20 Gefur frá sér 4.237 milljarða Bill og Melinda Gates veittu prinsinum Alwaleed bin Talal mikinn innblástur. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira
Bandaríski auðjöfurinn Bill Gates hefur farið um víðan völl í heimsókn sinni til landsins. Gates er staddur hér á landi ásamt fríðu föruneyti og má þar meðal annars nefna eiginkonuna Melindu Gates. Vísir greindi fyrst frá væntanlegri komu Gates til landsins fyrir tveimur vikum. Gates mætti til landsins fyrir helgi og skoðaði Gullfoss á föstudaginn á för sinni um Suðurlandið. Hópurinn ók um á glæsilegum Mercedes Benz V-Class. Síðar um kvöldið sótti Gates svo hestasýningu sem sett var sérstaklega upp fyrir fjölskylduna á Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum.Bill og Melinda Gates á leið upp í bíl eftir að hafa virt Gullfoss fyrir sér.VísirUm helgina skellti Gates sér svo í Bláa Lónið að loknum auglýstum opnunartíma. Nokkuð algengt er að vel stæðir einstaklingar leigi lónið út fyrir sig og sína þegar á að gera sér glaðan dag. Naut Bill Gates sín í rökkrinu í lóninu ásamt fjölskyldu sinni. Gates, sem er ríkasti maður heims samkvæmt nýjustu úttekt Forbes, heldur til í The Trophy Lodge sumarbústaðnum í Úthlíð á meðan á veru hans hér á landi stendur. Bústaðurinn er í eigu Jóhannesar Stefánssonar, veitingamanns og eiganda Múlakaffis. Parið Jay-Z og Beyonce dvöldu þar í desember síðastliðnum. Þau heimsóttu líka Bláa lónið en gerðu það reyndar að degi til.Trophy Lodge í desember síðastliðnum þegar Beyonce og Jay-Z sóttu landið heim.Vísir/ErnirBústaðurinn er skreyttur með höfðum hinna og þessara dýra en þaðan mun nafnið Trophy Lodge vera komið. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ýmsu verið tjaldað til hvað varðar mat og drykk í bústaðnum en umstangið þykir einmitt svipa til þess þegar Beyonce og Jay-Z dvöldu hér á landi. Notast hefur verið við þyrlu vegna heimsóknar Gates hjónanna en Beyonce og Jay-Z gerðu slíkt hið sama í heimsókn sinni.
Íslandsvinir Tengdar fréttir Bill Gates á hestasýningu á Friðheimum Sýningin var sett upp sérstaklega fyrir Gates og fjölskyldu hans. 24. júlí 2015 20:57 Bill Gates borðaði í Æðahelli Skoðaði sig um í Vestmannaeyjum. 25. júlí 2015 22:53 Bill Gates á leið til landsins með fjölskyldu sína Ríkasti maður heims mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi í nokkra daga. 14. júlí 2015 10:20 Gefur frá sér 4.237 milljarða Bill og Melinda Gates veittu prinsinum Alwaleed bin Talal mikinn innblástur. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira
Bill Gates á hestasýningu á Friðheimum Sýningin var sett upp sérstaklega fyrir Gates og fjölskyldu hans. 24. júlí 2015 20:57
Bill Gates á leið til landsins með fjölskyldu sína Ríkasti maður heims mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi í nokkra daga. 14. júlí 2015 10:20
Gefur frá sér 4.237 milljarða Bill og Melinda Gates veittu prinsinum Alwaleed bin Talal mikinn innblástur. 3. júlí 2015 07:00